<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 13, 2007

Reykjavíkurmótið senn að hefjast... 

Fyrsti leikur okkar árið 2007 verður á móti Fylki í Reykjavíkurmótinu fimmtudaginn 18.janúar kl.21.00 í Egilshöll. Hérna er hægt að sjá link á mótið í heild: http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385
Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru KR en þær unnu okkur í fyrra 2-1 í hreinum úrslitaleik um titilinn.
Nú verður gaman að sjá hvernig liðið nær að stilla saman strengi en þónokkrar mannabreytingar hafa orðið síðan 2006, Margrét Lára fór í Duisburg og Rut í HK/víking, auk þess að Laufey Jó er enn meidd eins og flestir vita. Í staðinn höfum við fengið góðan liðstyrk, Vönju Stefanovich frá blikum, endurheimtum Nínu aftur úr Keflavík, Sif Atla kom úr Þrótt, síðan fengum við fjóra unga og mjög efnilega leikmenn: Björg sem kom aftur til Vals frá haukum en hún er uppalin Valsari, Anna Garðars kom úr HK, Linda Rós úr Haukum og Margrét úr Ægi.
Það verður semsagt spennandi að sjá nýja uppstillingu liðsins á fimmtudag!

Til gamans má geta að Vanja rústaði nýjum liðsfélögum sínum í píptesti sem var á þriðjudaginn en hún er í hörkuformi greinilega!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow