laugardagur, janúar 27, 2007
4-0 sigur á þrótti
Í dag sigruðum við Þrótt með fjórum mörkum gegn engu. Það má segja að við höfum ráðið gangi mála frá upphafi til enda og byrjuðum strax að sækja að krafti. Á 15 mín vildum við meina að við hefðum átt að fá vítaspyrnu en boltinn fór greinilega í hendi varnarmanns þróttar innan vítateigs en ekkert dæmt. Á 23. mínútu skoraði síðan fyrirliðin Katrín Jónsdóttir með skalla eftir hornspyrnu frá Rakel. Annað mark leiksins skoraði Guðný með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Vönju. Staðan var 2-0 í hálfleik. Hallbera og Fríða komu síðan inná fyrir Lindu og Thelmu í hálfleik, en þær áttu engu að síður báðar mjög fínan leik. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri en á tímum virtist pínulítið eins og leikmenn væru saddir og við náðum ekki almennilega að klára færin okkar. Á 61. mínútu fengum við hornspyrnu sem Rakel tók og boltinn endaði hjá Björgu sem var nýkomin inná sem varamaður og hún sendi boltann rakleiðis í netið og staðan orðin 3-0. Hallbera skoraði síðan fjórða og síðasta mark liðsins á 85.mínútu eftir fínt skot af vinstri kantinum.
Ágætur sigur og mun betri spilamennska heldur en í leiknum á móti Fylki. Boltinn náði að ganga vel á milli manna en það vantaði þó sárlega að slútta færunum betur, þó má ekki taka það af markverðir þróttar að hún náði að verja oft á tíðum mjög vel. Liðið var mjög jafnt í dag og erfitt að taka e-h einstakan leikmann sem stóð sig betur en annar. Þótt að þessi leikur hafi verið mun betri en Fylkisleikurinn eigum við enn eftir að slípa liðið mikið betur saman að það kemur bara með fleiri spiluðum leikjum:)
Ágætur sigur og mun betri spilamennska heldur en í leiknum á móti Fylki. Boltinn náði að ganga vel á milli manna en það vantaði þó sárlega að slútta færunum betur, þó má ekki taka það af markverðir þróttar að hún náði að verja oft á tíðum mjög vel. Liðið var mjög jafnt í dag og erfitt að taka e-h einstakan leikmann sem stóð sig betur en annar. Þótt að þessi leikur hafi verið mun betri en Fylkisleikurinn eigum við enn eftir að slípa liðið mikið betur saman að það kemur bara með fleiri spiluðum leikjum:)
Liðið: Gugga, Ásta, Pála (Anna 61.), Sif (Thelma 61.), Guðný, Linda (Hallbera 46.), Kata (Björg 61.) Vanja, Rakel, Telma (Fríða 46.) og Nína
Comments:
Skrifa ummæli