<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hallbera Guðný Gísladóttir 



Hallbera betur þekkt sem Berry er 20 ára gömul og kemur frá Akranesi. Hún spilaði þar með asnaliðinu ÍÍAA alla sína yngriflokka. Það var haustið 2005 sem stelpan ákvað að slíta naflastrenginn frá uppeldisfélaginu sínu og ganga til liðs við stórveldið Val. Hallbera á að baki 52 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 17 mörk. Einnig á stúlkan landsleiki á baki með þrem landsliðum Íslands eða u-17, u-19 og u-21 og því stefnir hún óhikað á A landsliðið í komandi framtíð.
Það er skemmst frá því að segja að Berry hefur komið með nýjan og skemmtilegan svip á valsliðið með góðum húmor sínum. Stúlkunni finnst einstaklega gaman að skemmta sér og öðrum og er gjörn á að standa uppi fyrir almenningi og hafa skemmtiatriði ALEIN J. Berry hefur staðið sig mjög vel fyrir Val og væntum við þess að hún bæti við og geri ennþá betur. Sterkur vinstrifótur hennar og skap eru helstu kostir hennar og væntum við þess að njóta krafta hennar i framtíðinni.
Í dag er Hallbera að vinna á kassa í bónus í kringlunni þar sem hún hefur fundið ævistarf sitt. Við á Valurwoman óskum henni velfarnaðar í því starfi í náinni framtíð.
HGG we lovejú p.s endilega hendið inn sögum af Berry í comments því nóg er til af þeim. Leifum fólki að kynnast henni aðeins betur

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow