<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 06, 2007

Dóra María Lárusdóttir 


Góðan daginn gott fólk þá er komið að næstu í röðinni í leikmaður í hnotskurn! Það er engin önnur er ofurdívan Dóra María Lárusdóttir. Dóra María er uppalin í Reykjavík og hefur helst slitið skóm sínum í fossvoginum og svo að sjálfsögðu að Hlíðarenda. Hún kemur úr mikilli Valsfjölskyldu og er því uppalin í Val og á sér enga sögu hjá öðrum liðum.

Dóra María skrifaði nýverið undir 2 ára samning við félagið og mun því á næsta ári spila sitt 7 tímabil með meistaraflokki Vals. Dóra sem er 22 ára hefur spilað 71 leik í m.fl. og skorað í þeim 34 mörk. Að auki hefur hún spilað 19 A landsleiki, 21 leik með U-21, 17 leiki með U-19 og loks 8 leiki með U-17 ágætis record þar á ferð. Dóru María er nú á öðru ári í námi við University of Road Island í Bandaríkjunum en það er orðið á götunni að framtíðardraumar hennar séu að verða fyrsta freyja hjá Icelandair. Það ætti nú að vera öllum ljóst að Dóra María er líklega vinsælasta stúlka flokksins ef ekki alls félagsins hjá hinu kyninu og á hún það til að vaða í karlmönnum. En það er þó merkilegt að segja frá því að stúlkan er ekki gengin út.



















We love you og hlökkum til að fá þig heim í vor ferska sem vind :*

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow