<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 25, 2008

SUND SUND SUND 


Jæja gömlu geitur nær og fjær


Hvað er betra en að fá sér smá sundsprett eða ef til vill heitan pott eftir erfiða æfingu. Því vil ég ásamt sundnefndinni hvetja ykkur til að bætast í hópinn og koma með okkur :)


Við lofum ótrúlega skemmtilegum félagsskap og munu kjatasögurnar fljúga stafnanna á milli :)


Sundnefndin mun reyna að fara eftirfarandi daga:

Mánudaga: eftir æfingu (Salalaug)

Miðvikudaga: eftir æfingu (Salalaug)

fimmtudaga eða jafnvel föstudaga fer eftir hressleika hópsins (frjálst) nýjar sundlaugar prófaðar :)


Fyrsta reynsla er í KVÖLD MÆTA!!!


Sjáumst þá


A landsliðið sem fer til Algarve tilkynnt! - Berry in blue.. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn er tekur þátt á Algarve Cup dagana 5. - 12. mars. Mótherjar Íslands á mótinu verða Pólland, Írland og Portúgal. Einnig verður leikið um sæti á mótinu.
Sigurður Ragnar hefur valið 20 leikmenn til þess að leika á mótinu og eru í hópnum tveir nýliðar. Annar nýliðinn að þessu sinni er enginn önnur en HALLBERA GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR, TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!!!!

Við valsarar eigum hvorki fleiri né færri en 9 leikmenn í þessum hóp og er það einkar ánægjulegt:


Íslenski hópurinn:
Katrín Jónsdóttir (F) Valur 310577 66 (9)
Edda Garðarsdóttir KR 150779 52 (1)
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR 150981 42
Margrét Lára Viðarsdóttir Valur 250786 35 (29)
Dóra María Lárusdóttir Valur 240785 28 (7)
Dóra Stefánsdóttir LDB FC Malmö 270485 27 (2)
Erla Steina Arnardóttir Kristianstad DFF 180583 22 (1)
Ásta Árnadóttir Valur 090683 19
Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik 050987 16 (3)
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir KR 161182 11
Guðný Björk Óðinsdóttir Valur 270988 9
Katrín Ómarsdóttir KR 270687 9
Sif Atladóttir Valur 150785 7
Harpa Þorsteinsdóttir Breiðablik 270686 6
Guðbjörg Gunnarsdóttir Valur 180585 5
Pála Marie Einarsdóttir Valur 151284 2

Sandra Sigurðardóttir Stjarnan 021086 2
Sara Björk Gunnarsdóttir Haukar 290990 1
Hallbera Guðný Gísladóttir Valur 140986 -
Rakel Hönnudóttir Þór


Innilega til hamingju með þetta þær sem voru valdar, gangi ykkur vel og ÁFRAM ÍSLAND!!!!


sunnudagur, febrúar 24, 2008

Æfingafatnaður út febrúar 

27. febrúar Mánudagur 19.00 - Gasklefinn, teygjur og lyftingar,
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svarti bolur með númeri (nýji), svarta peysan með númeri (nýja), hvítir sokkar + blái jakki ef kuldi er í fólki

26. Þriðjud. 19:45. Egilshöll
Bolti, bolti,bolti
Rauða peysan, Rauði bolurinn með númeri (nýji) Svartar buxur/hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar + rauði jakki ef kuldi er í fólki

27. Miðvikud. 17:00 Egilshöll
1v1, 2v2, 3v3, 4v4, Strákar með.
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svarti bolur með númeri (nýji), svarta peysan með númeri (nýja), hvítir sokkar

28.Fimmtud. 17:30
Leiknisvöllur
200m + spil
BLÁR jakki, svarta peysan með gullnúmeri, svartar buxur, hvítir sokkar, svartur bolur.

29.
Föstud. 17:00. Valsh.
Lyftingar
Rauða peysan, Rauði bolurinn með númeri (nýji) Svartar buxur/hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar + rauði jakki ef kuldi er í fólki

föstudagur, febrúar 22, 2008

Reykjavíkurmeistarar - fyrsti titillinn í höfn! 

Í gærkvöldi mættum við bikarmeisturum KR í lokaleik okkar í Reykjavíkurmótinu. Þetta var algjör úrslitaleikur í mótinu en fyrir leikinn voru bæði liðin taplaus til þessa.
Leikurinn í byrjun einkenndist af mikilli baráttu beggja liða þótt að við höfum sótt töluvert meira. Við áttum mun fleiri hættulegar sóknir á meðan KR var sterkari í návígum. Margrét Lára og Guðný fengu báðar sannkölluð dauðafæri til að koma okkur yfir í fyrri hálfleik en Maja, markvörður KR ásamt þéttri varnarlínu kom í veg fyrir að við næðum að skora. KR fékk engin opin marktækifæri í fyrri hálfleik, en vörnin með Pálu fremsta í flokki stóð sig virkilega vel.

Í seinni hálfleik ákváðum við að pressa meira á KR og gekk það nokkuð vel. Við sköpuðum okkur strax nokkur dauðafæri og ber þar helst að nefna þegar Rakel átti frábæra sendingu meðfram grasinu á Hallberu sem skaut því miður beint á markið og var skot hennar vel varið.
Helga Sjöfn kom inná á 61.mínútu fyrir Rakel Loga og fór Helga í hægri bakvörð.
Það var síðan á 62.mínútu að “streptkokk” átti langa sendingu inn fyrir KR vörnina sem Margrét flikkaði yfir á Guðný, Guðný komin ein í gegn og kláraði færið örugglega og kom okkur í 1-0.
Eftir markið kviknaði smá líf í sóknarleik KR-inga án þess þó að þær kæmu sér í opið marktækifæri. Það má segja að þær hafi aldrei ógnað markinu að neinu ráði ef frá er talið föst leikatriði.
Á 75.mínútu fór Berry útaf fyrir Önnu Garðars sem var sett í vinstri bakvörð og Vanja færði sig framar á völlinn.
Á 80.mínútu skoruðum við annað mark leiksins. En þá vann Vanja boltann vinstra megin og átti fyrirgjöf yfir allan pakkan sem endaði með því að Sif náði boltanum og kom með aðra fyrirgjöf frá hægri, þar kom Kata stormsenter og stangaði boltann í netið og við komnar í 2-0!!
Seinna mark okkar drap eiginlega allt líf í KR-ingum og vorum við allan tíman mun líklegri til að bæta við mörkum heldur en þær að minnka muninn.
Á 86.mínútu leiksins kom “krílið okkar” Katrín Gylfadóttir inná fyrir Sif Atla en hún er búin að standa sig frábærlega undanfarið!

Leikurinn endaði með 2-0 sigri okkar og fyrsti titill ársins komin í Höfn. Við fórum í gegnum mótið með fullt hús stiga og markatöluna 31-0. Vörnin stóð sig FRÁBÆRLEGA í kvöld, og var frammistaða Pálu til fyrirmyndar en hún tapaði ekki einu návígi í leiknum! KR átti varla færi í leiknum og það lýsir kannski best varnarleik liðsins í gær. Sóknarleikurinn gekk ekki nægilega vel í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Þótt við skoruðum ekki fleiri mörk en 2 þá áttum við hreint aragrúu af færum, vandamálið er að nýta færin því við fáum alltaf nóg af færum. Guðný Óðins stóð sig best af þeim sem spiluðu framar á vellinum og var óheppin að setja aðeins eitt mark í gærkvöldi. Í liði KR voru María markvörður og Katrín Ómarsdóttir yfirburðarmenn.

Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Sif (Katrín Gylfa 86.), Vanja, Hallbera (Anna Garðars 75.), Kata, Fríða, Rakel (Helga Sjöfn 61.), Guðný og Margrét Lára.
Ónotaðir varamenn: María Rós, Linda, Kristín Ýr og Andrea.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Valur - KR á morgun! 


Á morgun er síðasti leikur okkar í Reykjavíkurmótinu og er sá leikur við KR klukkan 21.00 í Egilshöll!
ÁFRAM VALUR!!

mánudagur, febrúar 18, 2008

Vanja býður heim - meistaradeildin heldur áfram, 

Útlendingurinn okkar Vanja Stefanovich ætlar að bjóða okkur heim eftir æfingu á miðvikudaginn í meistaradeildaveislu, Leikur Man.Utd og Lyon hefst kl. 19.35 og ætlar Vanja að baka pizzur (eða panta)!!

Látið vita hér í kommentum hvað margar ætla að koma til að Stefanovich geti farið að gera allt ready:)

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Æfingafatnaður 

Mánudagurinn 18.febrúar
6.30 Egilshöll
Tækni grunnur
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svarti bolur með númeri, svarta peysan með gull númeri, hvítir sokkar

Þriðjudagurinn 19.febrúar
19:45 Egilshöll
Bolti, bolti, bolti + 200 m
Rauða peysan, Rauði síðerma bolurinn, Svartar buxur/hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar

Miðvikudagurinn 20.febrúar
17:00 Egilshöll
2v2, 3v3, 4v4,
Strákar með!
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svarti bolur með númeri, svarta peysan með gull númeri, hvítir sokkar

MEISTARADEILDIN hjá Man.Utd, hittingur eftir æfingu?

Fimmtudagurinn 21.febrúar
19:45 Egilshöll, Valur-KR, Leikur hefst 21:00
Koma með svartar hnébuxur og nýju svörtu peysuna með NÝJA númeri.

Föstudagur 22. febrúar
20:30 Egilshöll, Æfingaleikur ??
Þreyttar hvíla. / leikur fyrir hinar
Búningar?

Laugardagurinn 23.febrúar, FRÍ

Sunnudagurinn 24.febrúar
17:30
Valsheimili
Skallatennis frjálst sjálfar
Frí hjá landsliðsmönnum

RUUUUUGL!! 

Vill þakka fyrir tryllt kvöld! Partýstræti: actionaryið, edrú vs. team drunk, gítarstemning, Gugga STEIK!, President, BOLLA. Svo eftir að karlpeningurinn kíkti í partý: dansað uppá borðum, meiri gítarstemning, meiri STEMNING, djaaamz. Vegó: Gugga reif upp "plöntur", íslenskt "vatn" (svarti dauði), Gugga vopnuð ajax glerpússunarefni, Gugga fyndin!!

Þið eruð vel þess virði að vakna á sunnudagsmorgni og íbúðin í RÚST!!

Valskonur í leik
komnar erá kreik....lalalala

nýjustu fréttir herma að ákveðnum aðilum í liðinu býði samningur um að taka lagið upp og selja á kasettum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en alla vega mun það hljóma aftur von bráðar!!

laugardagur, febrúar 16, 2008

5-0 Sigur á Fylki í kvöld, 

Leikurinn byrjaði heldur rólega í kvöld og virkuðu bæði lið frekar varkár fyrstu mínúturnar. Smátt og smátt náðum við undirtökunum í leiknum án þess þó að skapa okkur neitt afgerandi færi. Það var síðan á 18.mínútu leiksins að Linda vann boltann framarlega á vellinum og átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Margréti sem slapp ein í gegn. Margrét kláraði færið og skoraði og staðan orðin 1-0 okkur í hag. Sóknarþungin jókst í kjölfar marksins en við náðum þó ekki að skora strax. Við fengum nokkur dauðafæri sem við hefðum getað nýtt, Kata og Margrét hefðu hæglega getað bætt við mörkum! 2.mark leiksins kom síðan rétt fyrir leikhlé eða á 44.mínútu og var þar Margrét Lára aftur á ferð eftir að hún slapp aftur ein inn fyrir og setti boltann laglega í netið.
Staðan var því 2-0 fyrir okkur í hálfleik.
Í hálfleik kom Vanja inná fyrir Lindu en Stefanovich mætti galvösk á klakann seint í gærkvöldi eftir heimferð til Serbíu.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega og náðum að halda boltanum vel án þess þó að skapa okkur algjör dauðafæri eins og við fengum í fyrri hálfleik. Á 61.mínútu kom Guðný inná fyrir Sif, en Sif átti frábæran leik í kvöld og var án efa maður leiksins. Guðný frískaði ansi mikið uppá sóknarleikinn en Guðný, Kata og Margrét eru farnar að ná mjög góðu stuttu spili fremst á vellinum. Hallbera fékk algjört dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Rakeli á 60.mínútu en skaut yfir fyrir opnu marki. Hallbera borgaði það síðan upp þegar Margrét átti sendingu á hana á 70.mínútu en þá skoraði hún frá vinstra markteigshorninu upp í hægra markhornið. Aðeins mínútu síðar var brotið á Margréti Láru innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Margrét fór sjálf á punktinn og skoraði örugglega og staðan orðin 4-0. Berry og Rakel voru skipt útaf fyrir Andreu og Katrínu Gylfa á 72.mínútu.
Andrea og Katrín komu með ágætan kraft í leikinn og komst Katrín í nokkur ágætisfæri sem við náðum þó ekki að skora úr.
Það var síðan í uppbótartíma að við fengum hornspyrnu frá hægri sem Margrét tók beint á kollinn á Fríðu sem stangaði hann í netið og lokatölur því 5-0 (og 2-0 fyrir Freysa!!!)
Eins og áður sagði átti Sif frábæran leik og var án efa best í fyrri hálfleik. Varnarlega spiluðum við virkilega vel en Fylkir átti ekki eitt einasta færi í leiknum. Sóknarlega hefðum við mátt gera mikið betur en við skoruðum þrátt fyrir það 5 mörk sem er fín niðurstaða. Margrét Lára skoraði þrennu annan leik sinn í röð og lagði þar að auki upp hin tvö mörkin!

Liðið: Gugga, Linda (Vanja 45.), Anna G, Pála, Sif (Guðný 61.), Fríða, Helga, Kata, Rakel (Katrín 72.), Hallbera (Andrea 72.) og Margrét Lára.
Ónotaðir varamenn: Ása, María Rós og Hlíf.
*Ásta er stödd erlendis
*Dagný og Thelma spiluðu ekki vegna meiðsla

föstudagur, febrúar 15, 2008

Mynd mánaðarins 

Ungur nemur - Gamall temur



Þessi skemmtilega mynd var tekin í Kórnum s.l. mánudag þar sem "barnið" okkar Katrín Gylfadóttir skrifaði sína fyrstu eiginhandaráritun.... En rétt áður hafði einmitt "öldungurinn" okkar Katrín Jónsdóttir skrifað á treyjuna. En þess má geta að Katrín junior er 16 árum yngri en Katrín læknir. Eitthvað ætti hun að geta lært af nöfnu sinni.



Valur - Fylkir í kvöld!!! 




Valur vs. Fylkir í kvöld, klukkan 21.00 í Egilshöll, quality time, ÁFRAM VALUR!!!!!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

PARTÝ PARTÝ - Takið laugardaginn frá!! 

Dömur mínar (og herrar): Í tilefni 2 ára afmælis 200 metra sprettana hefur skemmtinefndin af því tilefni ákveðið að halda skemmtidag þeim til heiðurs laugardaginn 16 febrúar.

Planið á þeim merka degi 16.febrúar er eftirfarandi:

Klukkan 11.30
Fótboltaæfing í Egils þar sem þjálfararnir munu standa fyrir gríðarlega skemmtilegri æfingu.. Eftir æfingu fara þeir sem vilja á mjög svo fróðlegan fyrirlestur meðan aðrir fara heim og slétta á sér hárið

Klukkan 17.00-19.00
- Sif Atla býður heim
Klukkan 17.00 er stórleikur Man.Utd og Arsenal í ensku bikarkeppninni sem við ætlum að horfa á í nýja 52' sjónvarpinu hjá Sibbu - Pizzur og veðmál hvernig leikurinn fer (ég vil sjá í kommentum hvernig þið haldið að leikurinn fari!!)

Klukkan 21.00 (ég endurtek klukkan 21.00 ekki 21.30)
PARTÝ HJÁ ANTILÓPUNNI!!!! Skemmtinefndin sér um bollu og leiki, allir að mæta í partýstuði enda ekki á hverjum degi sem familían skrallar saman!!

kv. GG, AG, KJ

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Hanboltastelpurnar okkar - BIKAR 


Á morgun miðvikudag spila Valsstelpurnar við Fylki í undanúrslitum bikarsins í Vodafonehöllinni

KL 20.00 ....


Þó svo að við náum nú ekki að vera með show eða eitthvað slíkt á leiknum fyrir þær þá væri gaman að mæta á leikinn og hvetja stöllur okkar til sigurs...


Valur á möguleika á tvöföldum bikarúrslitum þetta árið því strákarnir lögðu Víkinga einmitt í dag í undanúrslitum.

mánudagur, febrúar 11, 2008

11-0 stórsigur á nýliðum HK/Víkings 

Nýliðarnir HK/Víkingur í Landsbankadeild kvenna riðu ekki feitum hesti þegar þær mættu til leiks í kvöld í kórnum. Þær mættu þaulskipulögðu Valsliði (og “alveg” óþreyttu) sem náði að spila þær sundur og saman á köflum.
Fyrsta mark leiksins kom eftir cirka 15 mínútna leik þegar Linda Rós átti frábæra sendingu yfir á Andreu Ýr sem spilaði á hægri kantinum, Andrea keyrði að markinu og smellti boltanum uppí samskeytin hægra megin.
Annað mark leiksins kom eftir hornspyrnu! Margrét átti góða hornspyrnu frá vinstri sem Kata náði að skalla í klafsi, Guðný náði frákastinu og skallaði “pulsu” skalla í netið! Frábært mark og 1-0 fyrir Freysa. Margrét átti næsta mark leiksins þegar hún skaut rétt fyrir utan vítateigin vinstra megin og setti hann í fallegan banana yfir markmanninn uppí hornið hægra megin. Staðan orðin 3-0. Stuttu síðar átti Margrét aftur skot utan teigs á markið og boltinn náði að leka í markhornið hægra megin (kotasælumark dauðans). Berry átti síðasta mark fyrri hálfleiks og var það einkar glæsilegt. Við unnum boltann í vörninni, Anna sendi stórglæsilega sendingu inná Hallberu a.k.a Antílópuna sem smellti honum í fyrsta í fjærhornið! Fullorðins...
Kata kapteinn setti síðan eitt mark í fyrri hálfleik en Kata virðist vera farin að skora í hverjum leik sem hún spilar!!

Staðan var 6-0 í hálfleik. EG og FA gerðu þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. Pála kom inn fyrir Ástu, Hlíf fyrir Lindu og Katrín Gylfa fyrir Guðný.

Hin 15 ára Katrín Gylfadóttir þurfti ekki nema 35 sekúndur til að skora fyrsta mark seinni hálfleiksins. Hún keyrði upp völlinn og spilaði einnar snertingar fótbolta við þjálfarann sinn, Margréti Láru, komst ein í gegn og renndi boltanum niðri í hægra hornið – stórglæsilegt mark, fullorðins eins og Freysi myndi orða það.
Katrín Gylfa var síðan aftur á ferðinni þegar Anna Garðars átti sína aðra stoðsendingu í leiknum, en hún átti hreint frábæran leik á miðjunni í kvöld, inná Katrínu sem gerði allt eins og í kennslubók og renndi boltanum niðri í fjærhornið. Staðan orðin 8-0 og Katrín komin með 2 mörk! Nafna hennar og fyrirliði setti síðan sitt annað mark í leiknum þegar Margrét slapp inn fyrir hægra megin og renndi boltanum niðri fyrir markið á Kötu sem setti boltann snyrtilega í netið.
Helga Sjöfn sem spilaði í miðverði í kvöld var skipt stuttu seinna útaf fyrir Maríu Rós.
Margrét skoraði síðan sitt þriðja mark í leiknum eftir að Katrín Gylfa vann boltann á miðjunni, gaf á Berry sem renndi honum inná Margréti sem var sloppin ein í gegn. Margrét kláraði færið vel og fullkomnaði þrennu sína í leiknum. Staðan orðin 10-0!!!
Rakel Logadóttir kom inná fyrir Margréti Láru þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Hún var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hún skoraði fallegt mark eftir góða sendingu frá Hallberu og kom okkur í 11-0!
Lokatölur leiksins voru 11-0 og ber helst að nefna frammistöðu tveggja leikmanna. Anna Garðarsdóttir sem átti sinn besta leik til þessa í Valsbúningnum og innkoma hinnar 15 ára gömlu Katrínar Gylfadóttur. Katrín kom inná með þvílíkan kraft og gjörsamlega breytti leiknum fyrir okkur, setti sjálf 2 stykki, vann ótal tæklingar og lagði upp færi fyrir félaga sína.
Glæsilegur 11-0 sigur í höfn og fullt hús stiga í Reykjavíkurmótinu.

Liðið: Ása, Ásta(Pála), Helga Sjöfn(María Rós), Linda (Hlíf), Sif, Anna G, Guðný (Katrín G), Katrín(F), Andrea, Hallbera og Margrét Lára (Rakel)
Ónotaðir varamenn: Gugga,
*Dagný og Thelma spiluðu ekki vegna meiðsla
*Fríða spilaði ekki vegna veikinda
*Vanja er stödd í serbíu.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Næsta vika, fatnaður 

Mánudaginn 11.febrúar, mæting 17.15 Kórinn, RVK mót, Valur - HK/Víkingur - Leikur hefst 18.30/Lyftingar
Hita upp í rauðri peysu og svörtum buxum

Þriðjudagurinn 12.febrúar
19:45 Egilshöll, Bolti, bolti, bolti - Svarta dressið
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svartur bolur, svarta peysa með nr. og hvítir sokkar

Miðvikudagurinn 13.febrúar
17:00 Egilshöll
1v1, 2v2, 3v3, 200m, Strákar með!
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, hvítur bolur, rauða peysan og hvítir sokkar.

Fimmtudagurinn 14. febrúar
17:30 Valsheimili
Teygjur + lyftingar
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svartur bolur, svarta peysa með nr. og hvítir sokkar

Föstudagurinn 15. febrúar
19:45 Egilshöll Fylkir-Valur. Leikur hefst 21:00
Hita upp í rauðri peysu og svörtum buxum

Laugardagurinn 16. febrúar
11:15 Egilshöll
Recovery, Bolti
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, svartur bolur, svarta peysa með nr. og hvítir sokkar

Sunnudagurinn 17.febrúar
17:30 Valsheimili
Skallatennis + lyfta sumar
Þreyttar HVÍLA
FRJÁLS KLÆÐNAÐUR:)

laugardagur, febrúar 09, 2008

5-0 sigur á Fjölni - óveður úti og inní Egilshöll 

Í kvöld var mikið óveður um allt land og fólk beðið að vera ekki á ferli utan dyra að óþörfu. Rakel lenti illa í storminum þegar hún fauk í poll og kom gjörsamlega “traumatized” rennblaut, og illa haldin inní klefa að segja okkur frá óförum sínum.

Þegar bæði leikmenn Vals og Fjölnis voru allir mættir heilir á höldnu inní Egilz átti að hefjast leikur. Honum seinkaði þó aðeins þar sem það flæddi vatn í einu horni vallarins. Góðvinur okkar Theodór Sveinjónsson stóð í hinu varamannaskýlinu í góðum í gír í Fjölnisgalla:)
Þónokkuð margar breytingar voru á liðinu frá því í síðasta leik, Gugga og Sif komu til baka úr meiðslum, Kata fékk frí, Fríða var veik og Vanja fór til Serbíu.
Leikurinn byrjaði loksins og varð strax mjög fjörlegur. Fjölnisliðið reyndi að pressa stíft ofarlega í byrjun. Við náðum að vinna okkur útúr því og Guðný skoraði strax á 5.mínútu mark eftir virkilega góða fyrirgjöf frá Rakel.

Bára byrjaði leikinn efst á miðjunni og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka. Hún skoraði fallegt mark eftir góða fyrirgjöf frá Hallberu og kom okkur í 2-0. Stuttu síðar komst hún aftur inn fyrir vörn Fjölnis og kláraði færið vel og staðan orðin 3-0.

Staðan var 3-0 í hálfleik.
Í hálfleik var gerð ein skipting en Sif Atla kom inná fyrir Önnu Garðars og fór í bakvörðin og María Rós var færð djúp á miðjuna.

Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki alveg jafn vel og þann fyrri en þessi leikur í kvöld var mjög kaflaskiptur. Bára lenti í slæmri tæklingu um miðjan hálfleik og var skipt útaf meidd, óttast er um krossbönd en það er enn óvíst hversu alvarleg meiðsli Báru eru.

Andreu var síðan skipt inná fyrir Maríu Rós og Hlíf kom inná fyrir Báru, þær komu báðar mjög ferskar inní leikinn og stóðu sig vel.

Hallbera var óumdeildur “runner” of the game, en hún gjörsamlega hljóp útum allt í kvöld og skapaði mikinn usla inná vellinum.
Helga Sjöfn vann hvern skallaboltann á fætur öðrum og tókst með því að skemma flestar sóknarlotur Fjölnisstúlkna.
Guðný átti eftir að bæta við 2 mörkum áður en leiknum lauk og hún fullkomnaði því þrennu sínu annan leikinn í röð! Leikurinn endaði 5-0 og var sigurinn aldrei í hættu.

Vörnin spilaði vel og Fjölnir fékk varla eitt einasta færi ef frá er talið úrvalsdauðafæri alveg undir lok leiksins sem var kveðjugjöf til Tedda frá markverði Vals.

Liðið: Gugga(F), Ásta, Pála, Linda, María Rós(Andrea), Anna(Sif), Helga Sjöfn, Bára(Hlíf), Rakel, Hallbera og Guðný

*Margrét, Dagný og Thelma voru ekki með vegna meiðsla
*Vanja fór til Serbíu
*Fríða var veik
*Kata capteinn var hvíld fyrir leikinn á sunnudag!

Eftir leik fóru leikmenn liðsins í sturtu á meðan óveðrið dundi á þakplötum Egilshallar. Svo vildi til að öll niðurföll og skólp fylltust af vatni og öðrum viðbjóð og byrjaði vatn að flæða útum alla ganga.
Þarna hefði gott ef Berry hefði tekið með sér handklæðið úr klefanum okkar frá körfuknattleikspíunni til að “wipe up the mess.”

föstudagur, febrúar 08, 2008

Reykjavíkurmótið 



Í kvöld kl: 19:00 mætum við liði Fjölnis í Reykjavíkurmótinu.

Leikurinn fer fram í okkar ástkæru Egilshöll.

Mælum með því að taka Bandið hans Bubba eða Útsvar á plús stöðvunum ;)






Sein kemur færsla en kemur þó! 8-0 sigur á ÍR og leikur við Fjölni í kvöld!! 

Fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins fór fram á mánudaginn síðasta en þá spiluðum við Valsarar við ÍR-inga.
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega en strax eftir u.þ.b 10 sekúndur fékk ÍR dauðafæri en skot þeirra fór yfir markið. Upp úr nánast næstu sókn brunuðum við upp völlinn og Kata tók eina sleggju og kom okkur í 1-0.
Guðný og Kata sem voru senterar í leiknum fóru á kostum og léku oft ÍR vörnina grátt. Guðný skoraði næsta mark leiksins þegar hún komst inn fyrir vörnina og setti boltann laglega á nærstöng og staðan orðin 2-0.

Við biðum ekki lengi eftir þriðja marki leiksins en Guðný komst aftur alein í gegn um vörnina og var einkar óeigingjörn, renndi boltanum á Vönju Stefanovich sem setti boltann í tómt markið.
Guðný kom sér síðan aftur í gott færi eftir 1x snertingarspil alveg inn í teig, stelpann gerði sér lítið fyrir og tók boltann með vinstri beint uppí vinstra hornið!!

Stuttu síðar sótti Vanja aukaspyrnu á vinstri kantinum rétt fyrir utan vítateig. Rakel Logadóttir kom fyrst á svæðið og heimtaði að taka aukaspyrnuna. Hún gerði sér lítið fyrir og lyfti boltanum yfir markmanninn og boltinn sveif í hornið fjær! Staðan orðin 5-0!
Kata Jóns og Guðný fengu báðar nokkur algjör dauðafæri áður en flautað var til leikhlés sem þær náðu því miður ekki að nýta. Staðan var því 5-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði mun rólegari heldur en sá fyrri. Við fengum þó fjöldan allan af dauðafærum og ber þar helst að nefna Open aukaspyrnu 7 metra fyrir framan markið sem við nýttum ekki og 2x einn á móti markmanni.

Staðan var 5-0 heillengi þangað til Berry tók hreint frábæra aukaspyrnu frá vinstri kantinn inná Kötu sem setti boltann rakleiðis í netið.
Guðný bætti síðan við öðru markið stuttu síðar og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum.
Fríða setti síðan síðasta markið en hún fékk frábæra stungu inn fyrir vörnina og kláraði færið í fyrsta eins og sönnum senter sæmir!

Kata og Guðný voru síógnandi í leiknum og náði Kata oft og títt að byggja upp hreint frábært spil og með Guðný fyrir framan sig fóru þær virkilega illa með ÍR.
Við áttum miðjuna í leiknum og var þar Fríða fremst í flokki. ÍR komst lítt áleiðis og sköpuðu sér nánast engin færi ef frá er talið færið eftir 10 sek. Við unnum boltann yfirleitt mjög framarlega á vellinum og reyndi í raun mjög lítið á vörnina í leiknum sem gerði samt vel í því sem kom á hana.

Klassa 8-0 sigur í fyrsta leik okkar í mótinu en ljóst er að hægt er að bæta og laga fullt af atriðum í leik okkar!

Katrín Gylfa úr 3.flokki spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar hún kom inná í seinni hálfleik og stóð sig með prýði – Við viljum óska henni innilega til hamingju með fyrsta leikinn!
Ánægjulegt er að Anna Garðarsdóttir var í byrjunarliðinu eftir nokkuð langa fjarveru frá boltanum en hún hefur átt við meiðsli að stríða í vetur. Einnig var þetta fyrsti leikur Helgu Sjafnar fyrir Val í alvöru móti, Til hamingju með það!!!
Nokkuð var um meiðsli í hópnum en Gugga, Margrét, Sif, Thelma og Dagný voru allar uppí stúku vegna meiðsla.

Liðið: Ása, Anna (Berry), Linda (Hlíf), Ásta, Pála, Fríða, Helga Sjöfn (Katrín Gylfa) Rakel (Andrea), Vanja, Kata(F)og Guðný
Ónotaðir varamenn: Bergdís og Sara.

Næsti leikur okkar í mótinu er í kvöld klukkan 19.00 í Egilshöll á móti Fjölni!
ÁFRAM VALUR!!

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Nema hvað Guðbjörg .... 

Já það er einmitt málið Guðbjörg Gunnarsdóttir öðru nafni Gugga hefur tekið ákvörðun um að spila með familíunni ÁFRAM..


Stúlkan frá Hafnarfirði gat bara ekki yfirgefið þennan góða hóp enda ýmis járn í eldinum að Hlíðarenda eins og alltaf..


Fréttir síðustu viku gáfu það sterklega til kynna að Gugga eigi nú frekar en oft áður raunverulegan sjéns á því að spila í treyju númer 1 með bláa liðinu á komandi tíð. Einnig kom fram í fréttum að fastnúmerakerfi verði hugsanlega við líð í Landsbankadeild kvenna á komandi tímabili og því aldrei að vita nema Guðbjörgin spili í nýju númeri í sumar :)


Guðbjörg er á 23.aldursári og mun nú spila 6. árið sitt með Val og verður því að teljast líklegt að Valshjartað sé orðið sterkt :)


Til hamingju Gugga og Valur !!
Hér má sjá Guðbjörgu fagna nýjum samningi á dögunum.

laugardagur, febrúar 02, 2008

Planið næstu viku, æfingafatnaður 

Hérna er næsta vika með æfingum og leikjum

Mánud. 19:45 Egilshöll/ RVK mót Valur-ÍR Leikur hefst 21:00, Koma með Rauðu peysuna og svörtu hnébuxurnar í upphitun.

Þriðjud. 19:45 Egilshöll

Svartar buxur/Hvítar stuttbuxur, svartur bolur, svarta peysan, hvítir sokkar, blár jakki ef ykkur er kalt.

Miðvikud. 17:00 Egilshöll

Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, Rauði jakkinn, rauða peysan, rauði síðerma bolurinn, rauðir sokkar.

Fimmtud. 17:30 Valsheimili
Teygjur + lyftingar

Svartar buxur/Hvítar stuttbuxur, svartur bolur, svarta peysan, hvítir sokkar, blár jakki ef ykkur er kalt.

Föstud. 17:45 Egilshöll/RVK mót Valur-Fjölnir Leikur hefst 19:00, Koma með Rauðu peysuna og svörtu hnébuxurnar í upphitun.

Laugard. Frí
Frí
Recovery sjálfar

Sunnud. 14:30 Egilshöll 3.fl. karla Leikur, Koma með Rauðu peysuna og svörtu hnébuxurnar í upphitun.

Þetta er semsagt svart og rautt til skiptis, Mán, mið, föst er rauðir dagar enda oftar leikir á þeim dögum, þriðjudagar og fimmtudagar eru svartir dagar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow