<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 09, 2008

5-0 sigur á Fjölni - óveður úti og inní Egilshöll 

Í kvöld var mikið óveður um allt land og fólk beðið að vera ekki á ferli utan dyra að óþörfu. Rakel lenti illa í storminum þegar hún fauk í poll og kom gjörsamlega “traumatized” rennblaut, og illa haldin inní klefa að segja okkur frá óförum sínum.

Þegar bæði leikmenn Vals og Fjölnis voru allir mættir heilir á höldnu inní Egilz átti að hefjast leikur. Honum seinkaði þó aðeins þar sem það flæddi vatn í einu horni vallarins. Góðvinur okkar Theodór Sveinjónsson stóð í hinu varamannaskýlinu í góðum í gír í Fjölnisgalla:)
Þónokkuð margar breytingar voru á liðinu frá því í síðasta leik, Gugga og Sif komu til baka úr meiðslum, Kata fékk frí, Fríða var veik og Vanja fór til Serbíu.
Leikurinn byrjaði loksins og varð strax mjög fjörlegur. Fjölnisliðið reyndi að pressa stíft ofarlega í byrjun. Við náðum að vinna okkur útúr því og Guðný skoraði strax á 5.mínútu mark eftir virkilega góða fyrirgjöf frá Rakel.

Bára byrjaði leikinn efst á miðjunni og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka. Hún skoraði fallegt mark eftir góða fyrirgjöf frá Hallberu og kom okkur í 2-0. Stuttu síðar komst hún aftur inn fyrir vörn Fjölnis og kláraði færið vel og staðan orðin 3-0.

Staðan var 3-0 í hálfleik.
Í hálfleik var gerð ein skipting en Sif Atla kom inná fyrir Önnu Garðars og fór í bakvörðin og María Rós var færð djúp á miðjuna.

Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki alveg jafn vel og þann fyrri en þessi leikur í kvöld var mjög kaflaskiptur. Bára lenti í slæmri tæklingu um miðjan hálfleik og var skipt útaf meidd, óttast er um krossbönd en það er enn óvíst hversu alvarleg meiðsli Báru eru.

Andreu var síðan skipt inná fyrir Maríu Rós og Hlíf kom inná fyrir Báru, þær komu báðar mjög ferskar inní leikinn og stóðu sig vel.

Hallbera var óumdeildur “runner” of the game, en hún gjörsamlega hljóp útum allt í kvöld og skapaði mikinn usla inná vellinum.
Helga Sjöfn vann hvern skallaboltann á fætur öðrum og tókst með því að skemma flestar sóknarlotur Fjölnisstúlkna.
Guðný átti eftir að bæta við 2 mörkum áður en leiknum lauk og hún fullkomnaði því þrennu sínu annan leikinn í röð! Leikurinn endaði 5-0 og var sigurinn aldrei í hættu.

Vörnin spilaði vel og Fjölnir fékk varla eitt einasta færi ef frá er talið úrvalsdauðafæri alveg undir lok leiksins sem var kveðjugjöf til Tedda frá markverði Vals.

Liðið: Gugga(F), Ásta, Pála, Linda, María Rós(Andrea), Anna(Sif), Helga Sjöfn, Bára(Hlíf), Rakel, Hallbera og Guðný

*Margrét, Dagný og Thelma voru ekki með vegna meiðsla
*Vanja fór til Serbíu
*Fríða var veik
*Kata capteinn var hvíld fyrir leikinn á sunnudag!

Eftir leik fóru leikmenn liðsins í sturtu á meðan óveðrið dundi á þakplötum Egilshallar. Svo vildi til að öll niðurföll og skólp fylltust af vatni og öðrum viðbjóð og byrjaði vatn að flæða útum alla ganga.
Þarna hefði gott ef Berry hefði tekið með sér handklæðið úr klefanum okkar frá körfuknattleikspíunni til að “wipe up the mess.”

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow