<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 08, 2008

Sein kemur færsla en kemur þó! 8-0 sigur á ÍR og leikur við Fjölni í kvöld!! 

Fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins fór fram á mánudaginn síðasta en þá spiluðum við Valsarar við ÍR-inga.
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega en strax eftir u.þ.b 10 sekúndur fékk ÍR dauðafæri en skot þeirra fór yfir markið. Upp úr nánast næstu sókn brunuðum við upp völlinn og Kata tók eina sleggju og kom okkur í 1-0.
Guðný og Kata sem voru senterar í leiknum fóru á kostum og léku oft ÍR vörnina grátt. Guðný skoraði næsta mark leiksins þegar hún komst inn fyrir vörnina og setti boltann laglega á nærstöng og staðan orðin 2-0.

Við biðum ekki lengi eftir þriðja marki leiksins en Guðný komst aftur alein í gegn um vörnina og var einkar óeigingjörn, renndi boltanum á Vönju Stefanovich sem setti boltann í tómt markið.
Guðný kom sér síðan aftur í gott færi eftir 1x snertingarspil alveg inn í teig, stelpann gerði sér lítið fyrir og tók boltann með vinstri beint uppí vinstra hornið!!

Stuttu síðar sótti Vanja aukaspyrnu á vinstri kantinum rétt fyrir utan vítateig. Rakel Logadóttir kom fyrst á svæðið og heimtaði að taka aukaspyrnuna. Hún gerði sér lítið fyrir og lyfti boltanum yfir markmanninn og boltinn sveif í hornið fjær! Staðan orðin 5-0!
Kata Jóns og Guðný fengu báðar nokkur algjör dauðafæri áður en flautað var til leikhlés sem þær náðu því miður ekki að nýta. Staðan var því 5-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði mun rólegari heldur en sá fyrri. Við fengum þó fjöldan allan af dauðafærum og ber þar helst að nefna Open aukaspyrnu 7 metra fyrir framan markið sem við nýttum ekki og 2x einn á móti markmanni.

Staðan var 5-0 heillengi þangað til Berry tók hreint frábæra aukaspyrnu frá vinstri kantinn inná Kötu sem setti boltann rakleiðis í netið.
Guðný bætti síðan við öðru markið stuttu síðar og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum.
Fríða setti síðan síðasta markið en hún fékk frábæra stungu inn fyrir vörnina og kláraði færið í fyrsta eins og sönnum senter sæmir!

Kata og Guðný voru síógnandi í leiknum og náði Kata oft og títt að byggja upp hreint frábært spil og með Guðný fyrir framan sig fóru þær virkilega illa með ÍR.
Við áttum miðjuna í leiknum og var þar Fríða fremst í flokki. ÍR komst lítt áleiðis og sköpuðu sér nánast engin færi ef frá er talið færið eftir 10 sek. Við unnum boltann yfirleitt mjög framarlega á vellinum og reyndi í raun mjög lítið á vörnina í leiknum sem gerði samt vel í því sem kom á hana.

Klassa 8-0 sigur í fyrsta leik okkar í mótinu en ljóst er að hægt er að bæta og laga fullt af atriðum í leik okkar!

Katrín Gylfa úr 3.flokki spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar hún kom inná í seinni hálfleik og stóð sig með prýði – Við viljum óska henni innilega til hamingju með fyrsta leikinn!
Ánægjulegt er að Anna Garðarsdóttir var í byrjunarliðinu eftir nokkuð langa fjarveru frá boltanum en hún hefur átt við meiðsli að stríða í vetur. Einnig var þetta fyrsti leikur Helgu Sjafnar fyrir Val í alvöru móti, Til hamingju með það!!!
Nokkuð var um meiðsli í hópnum en Gugga, Margrét, Sif, Thelma og Dagný voru allar uppí stúku vegna meiðsla.

Liðið: Ása, Anna (Berry), Linda (Hlíf), Ásta, Pála, Fríða, Helga Sjöfn (Katrín Gylfa) Rakel (Andrea), Vanja, Kata(F)og Guðný
Ónotaðir varamenn: Bergdís og Sara.

Næsti leikur okkar í mótinu er í kvöld klukkan 19.00 í Egilshöll á móti Fjölni!
ÁFRAM VALUR!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow