föstudagur, febrúar 22, 2008
Reykjavíkurmeistarar - fyrsti titillinn í höfn!

Leikurinn í byrjun einkenndist af mikilli baráttu beggja liða þótt að við höfum sótt töluvert meira. Við áttum mun fleiri hættulegar sóknir á meðan KR var sterkari í návígum. Margrét Lára og Guðný fengu báðar sannkölluð dauðafæri til að koma okkur yf

Í seinni hálfleik ákváðum við að pressa meira á KR og gekk það nokkuð vel. Við sköpuðum okkur strax nokkur dauðafæri og ber þar helst að nefna þegar Rakel átti frábæra sendingu meðfram grasinu á Hallberu sem skaut því miður beint á markið og var skot hennar vel varið.
Helga Sjöfn kom inná á 61.mínútu fyrir Rakel Loga og fór Helga í hægri bakvörð.
Það var síðan á 62.


Eftir markið kviknaði smá líf í sóknarleik KR-inga án þess þó að þær kæmu sér í opið marktækifæri. Það má segja að þær hafi aldrei ógnað markinu að neinu ráði ef frá er talið föst leikatriði.
Á 75.mínútu fór Berry útaf fyrir Önnu Garðars sem var sett í vinstri bakvörð og Vanja færði sig framar á völlinn.
Á 80.mínútu skoruðum við annað mark leiksins. En þá vann Vanja boltann vinstra megin og átti fyrirgjöf yfir allan pakkan sem endaði með því að Sif náði boltanum og kom með aðra fyrirgjöf frá hægri, þar kom Kata stormsenter og stangaði boltann í netið og við komnar í 2-0!!
Seinna mark okkar drap eiginlega allt líf í KR-ingum og vorum við allan tíman mun líklegri til að bæta við mörkum heldur en þær að minnka muninn.
Á 86.mínútu leiksins kom “krílið okkar” Katrín Gylfadóttir inná fyrir Sif Atla en hún er búin a

Leikurinn endaði með 2-0 sigri okkar og fyrsti titill ársins komin í Höfn. Við fórum í gegnum mótið með fullt hús stiga og markatöluna 31-0. Vörnin stóð sig FRÁBÆRLEGA í kvöld, og var frammistaða Pálu til fyrirmyndar en hún tapaði ekki einu návígi í leiknum! KR átti varla færi í leiknum og það lýsir kannski best


Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Sif (Katrín Gylfa 86.), Vanja, Hallbera (Anna Garðars 75.), Kata, Fríða, Rakel (Helga Sjöfn 61.), Guðný og Margrét Lára.
Ónotaðir varamenn: María Rós, Linda, Kristín Ýr og Andrea.
Comments:
Skrifa ummæli