<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 16, 2008

5-0 Sigur á Fylki í kvöld, 

Leikurinn byrjaði heldur rólega í kvöld og virkuðu bæði lið frekar varkár fyrstu mínúturnar. Smátt og smátt náðum við undirtökunum í leiknum án þess þó að skapa okkur neitt afgerandi færi. Það var síðan á 18.mínútu leiksins að Linda vann boltann framarlega á vellinum og átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Margréti sem slapp ein í gegn. Margrét kláraði færið og skoraði og staðan orðin 1-0 okkur í hag. Sóknarþungin jókst í kjölfar marksins en við náðum þó ekki að skora strax. Við fengum nokkur dauðafæri sem við hefðum getað nýtt, Kata og Margrét hefðu hæglega getað bætt við mörkum! 2.mark leiksins kom síðan rétt fyrir leikhlé eða á 44.mínútu og var þar Margrét Lára aftur á ferð eftir að hún slapp aftur ein inn fyrir og setti boltann laglega í netið.
Staðan var því 2-0 fyrir okkur í hálfleik.
Í hálfleik kom Vanja inná fyrir Lindu en Stefanovich mætti galvösk á klakann seint í gærkvöldi eftir heimferð til Serbíu.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega og náðum að halda boltanum vel án þess þó að skapa okkur algjör dauðafæri eins og við fengum í fyrri hálfleik. Á 61.mínútu kom Guðný inná fyrir Sif, en Sif átti frábæran leik í kvöld og var án efa maður leiksins. Guðný frískaði ansi mikið uppá sóknarleikinn en Guðný, Kata og Margrét eru farnar að ná mjög góðu stuttu spili fremst á vellinum. Hallbera fékk algjört dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Rakeli á 60.mínútu en skaut yfir fyrir opnu marki. Hallbera borgaði það síðan upp þegar Margrét átti sendingu á hana á 70.mínútu en þá skoraði hún frá vinstra markteigshorninu upp í hægra markhornið. Aðeins mínútu síðar var brotið á Margréti Láru innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Margrét fór sjálf á punktinn og skoraði örugglega og staðan orðin 4-0. Berry og Rakel voru skipt útaf fyrir Andreu og Katrínu Gylfa á 72.mínútu.
Andrea og Katrín komu með ágætan kraft í leikinn og komst Katrín í nokkur ágætisfæri sem við náðum þó ekki að skora úr.
Það var síðan í uppbótartíma að við fengum hornspyrnu frá hægri sem Margrét tók beint á kollinn á Fríðu sem stangaði hann í netið og lokatölur því 5-0 (og 2-0 fyrir Freysa!!!)
Eins og áður sagði átti Sif frábæran leik og var án efa best í fyrri hálfleik. Varnarlega spiluðum við virkilega vel en Fylkir átti ekki eitt einasta færi í leiknum. Sóknarlega hefðum við mátt gera mikið betur en við skoruðum þrátt fyrir það 5 mörk sem er fín niðurstaða. Margrét Lára skoraði þrennu annan leik sinn í röð og lagði þar að auki upp hin tvö mörkin!

Liðið: Gugga, Linda (Vanja 45.), Anna G, Pála, Sif (Guðný 61.), Fríða, Helga, Kata, Rakel (Katrín 72.), Hallbera (Andrea 72.) og Margrét Lára.
Ónotaðir varamenn: Ása, María Rós og Hlíf.
*Ásta er stödd erlendis
*Dagný og Thelma spiluðu ekki vegna meiðsla

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow