laugardagur, febrúar 16, 2008
5-0 Sigur á Fylki í kvöld,

Staðan var því 2-0 fyrir okkur í hálfleik.
Í hálfleik kom Vanja inná fyrir Lindu en Stefanovich mætti galvösk á klakann seint í gærkvöldi eftir heimferð til Serbíu.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega og náðum að halda boltanum vel án þess þó að skapa okkur algjör dauðafæri eins og við fengum í fyrri hálfleik. Á 61.mínútu kom Guðný inná fyrir Sif, en Sif átti frábæran leik í kvöld og var án efa maður leiksins. Guðný frískaði ansi mikið uppá sóknarleikinn en Guðný, Kata og Margrét eru farnar að ná mjög góðu stuttu spili fremst á vellinum. Hallbera fékk algjört dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Rakeli á 60.mínútu en skaut yfir fyrir opnu marki. Hallbera borgaði það síðan upp þegar Margrét átti sendingu á hana á 70.mínútu en þá skoraði hún frá vinstra markteigshorninu upp í hægra markhornið. Aðeins mínútu síðar var brotið á Margréti Láru innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Margrét fór sjálf á punktinn og skoraði örugglega og staðan orðin 4-0. Berry og Rakel voru skipt útaf fyrir Andreu og Katrínu Gylfa á 72.mínútu.
Andrea og Katrín komu með ágætan kraft í leikinn og komst Katrín í nokkur ágætisfæri sem við náðum þó ekki að skora úr.
Það var síðan í uppbótartíma að við fengum hornspyrnu frá hægri sem Margrét tók beint á

Eins og áður sagði átti Sif frábæran leik og var án efa best í fyrri hálfleik. Varnarlega spiluðum við virkilega vel en Fylkir átti ekki eitt einasta færi í leiknum. Sóknarlega hefðum við mátt gera mikið betur en við skoruðum þrátt fyrir það 5 mörk sem er fín niðurstaða. Margrét Lára skoraði þrennu annan leik sinn í röð og lagði þar að auki upp hin tvö mörkin!
Liðið: Gugga, Linda (Vanja 45.), Anna G, Pála, Sif (Guðný 61.), Fríða, Helga, Kata, Rakel (Katrín 72.), Hallbera (Andrea 72.) og Margrét Lára.
Ónotaðir varamenn: Ása, María Rós og Hlíf.
*Ásta er stödd erlendis
*Dagný og Thelma spiluðu ekki vegna meiðsla
Comments:
Skrifa ummæli