<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 30, 2006

Blue Team komið heim eftir góða ferð. 

Við Valsarar áttum marga fulltrúa í landsliðinu sem gerði góða ferð til Portúgals. Leikurinn fór 6-0 Íslandi í hag þar sem Margrét Lára skoraði fernu og Kata Jóns skoraði 2 mörk með skalla! frábært sigur. Margrét, Kata, Ásta og Dóra María voru allar í byrjunarliðinu auk þess sem Elísabet Gunnarz stjórnaði liðinu þar sem Jöri var í leikbanni. Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni ásamt nokkrum myndum úr afmælinu hennar Hallberu: http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1067106
Eftir að liðið lenti í Lissabon var brunað beint á Benfica - Man.Utd í Meistaradeildinni þar sem Beta fór fremst í flokki að redda miðum fyrir liðið á leikinn.
Næsti landsleikur er við Bandaríkin en leikurinn fer fram í landi tækifæranna og búumst við Valsarar við því að eiga þar þónokkra leikmenn:)

föstudagur, september 29, 2006

photoshoot.... 

ALLIR AÐ MUNA EFTIR MYNDATÖKUNNI Á MORGUN, 30.SEPTEMBER KL.11.30, VALSHEIMILIÐ - BE THERE!

sunnudagur, september 24, 2006

Meistararnir fá langþráð frí.. 

Núna er komið að því að leikmenn taka sér smá frí frá fótbolta eftir langt og strangt tímabil. Uppskera sumarsins var hreint ótrúlega góð en segja má að við höfum komið, séð og sigrað enda náðum við að verða bæði Íslands- og Bikarmeistarar 2006.
Teygjurnar í vetur skiluðu sér svo sannarlega en æfingin í snjónum á leiknisvelli stóð föst í höfði leikmanna þegar þeir kláruðu bikarúrslitaleikinn í framlengingu. Mikil rótering var á leikmönnum í sumar en við urðum fyrir miklum missi þegar Laufey Jóhannsdóttir sleit krossbönd snemma sumars og Guðrún lenti síðan í því óláni að það var keyrt á hana og hún var nánast ekkert með framan af. Útlendingarnir, Tatiana, Viola og Julie stoppuðu stutt, en síðan fengum við Pálu tilbaka eftir krossbandameiðsli sem reyndist liðinu dýrmætur biti.
Maður kom í manns stað og átti þjálfari liðsins Elísabet Gunnarsdóttir mestan þátt í velgengni liðsins ásamt þjálfarateymi sínu Tedda og Óla. Hún náði að púsla saman frábæru liði sama hvaða leikmenn spiluðu hverju sinni. Alls spiluðu 22 leikmenn í Íslandsmótinu en eins og flestir vita töpuðum við aðeins einum leik í því móti.
Áætlað er að liðið byrji aftur að æfa um miðjan Nóvember en að nógu er að taka þangað til og fer liðið m.a saman á KSI hófið og margt fleira á þessum tíma.
Á þriðjudag fara 7 leikmenn liðsins ásamt Betu þjálfara með landsliðinu til Portúgal að taka þátt í síðasta leik liðsins í undankeppni HM. En landsliðsstúlkur Vals eru að þessu sinni: Gugga, Kata, Margrét, Dóra María, Fríða, Ásta og Guðný.
Njótið þess að vera í fríi! Njótið þess að vera meistarar!! eins og maðurinn sagði "fuckin enjoy it"

miðvikudagur, september 20, 2006

Miðvikudagsmyndin.. 

Þessi fallega snót hélt uppá tvítugsafmælið sitt í vikunni og fær því þann heiður að vera á miðvikudagsmynd vikunnar! Berry gott fólk..

sunnudagur, september 17, 2006

Margrét Lára skoðar Þýskaland... 



Marco var í Þýskalandi um helgina að skoða aðstæður í Duisburg. Þar sá hún leik milli Duisburg og botnliðsins Brauweiler þar sem Duisburg vann stórsigur 8-1. Viola Oderbrecht fyrverandi leikmaður Vals leikur einmitt með Duisburg en hún kom inná í seinni hálfleik og átti góðan leik að sögn viðstraddra.
Nú verður spennandi að sjá hvaða lið fær að njóta krafta Margrétar Láru en hún er staðráðin í því að komast að hjá sterku erlendu liði:)

miðvikudagur, september 13, 2006

Landsliðið á leið til Portúgal! 

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgal í lokaleik liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007. Leikið verður 28. september í Lissabon. Hópurinn er sá sami og gegn Svíþjóð og eigum við þar sjö fulltrúa: Gugga, Kata, Margrét, Fríða, Dóra María, Ásta og Guðný - til hamingju! FC VALURWOMAN ÓSKAR YKKUR GÓÐRAR FERÐAR OG GANGI YKKUR VEL!
Hópurinn í heild sinni lýtur svona út:

Markverðir
Þóra B. Helgadóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Aðrir leikmenn
Ásthildur Helgadóttir (F)
Guðlaug Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir

Erna B. Sigurðardóttir
Erla Steina Arnardóttir
Ásta Árnadóttir
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Guðný Björk Óðinsdóttir
Katrín Ómarsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND!!

Miðvikudagsmyndin... 


mánudagur, september 11, 2006

Stórkostlegu sumri lokið og báðir titlarnir komnir í hús! 

Á Laugardaginn lögðum við fyrrverandi Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks af velli í úrslitaleik VISA-bikars kvenna 2006. Leikurinn var frábær skemmtun í alla staði og glæsileg auglýsing fyrir kvennaboltann í heild. Margrét kom okkur á lagið strax á 4.mínútu með frábæru marki úr aukaspyrnu en það hafði verið brotið á henni þegar hún var komin ein í gegn en varnarmaður breiðabliks fékk aðeins að líta gula spjaldið. Eftir það bættu blikarnir við tveimur mörkum og komu bæði mörkin eftir hornspyrnur. (klárlega e-h sem við þurfum aðeins að kíkja á fyrir næsta sumar..)
Staðan var 2-1 í hálfleik og náðum við síðan að jafna metin á 57.mínútu þegar Pála átti glæsilega sendingu inná Margréti sem kláraði færið óaðfinnanlega og staðan því orðin 2-2. Fram að þessu hafði leikurinn verið mjög opinn og skemmtilegur og bæði lið hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan ennþá 2-2 og grípa þurfti því til framlengingar.
Breiðablik skoraði á 100.mínútu og staðan því orðin 3-2. En karakterinn sem liðið sýndi að jafna í annað sinn og núna í framlengingu var hreint stórkostlegur. Kata capteinn átti frábæra sendingu inná Margréti sem kláraði færið snyrtilega með vinstri fæti og FULLKOMNAÐI ÞRENNUNA Í BIKARÚRSLITALEIK!!
Eftir að framlengingu var lokið var staðan 3-3 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppnar. Margrét, Rakel, Fríða og Guðný skoruðu allar úr sínum spyrnum en aðeins einn bliki náði að nýta sitt víti. Gugga varði fyrsta vítið eins og til var ætlast..;)
Við unnum því leikinn samanlagt 7-4 eftir vító og erum því ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARAR 2006!!!
Við erum einfaldlega bestar og frábæru sumri lokið!
Margrét Lára átti stórkostlegan leik fyrir Val og var án efa maður leiksins en það er varla hægt að gera betur en að skoða þrennu í bikarúrslitaleik! Ekki má gleyma hinum leikmönnum liðsins og kannski erfitt að taka einn leikmann fram yfir annan en það áttu allar frábæran dag og það sýndi sig í lokin að teygjurnar voru að skila sér í vetur enda áttum við mikið meira eftir á bensíntanknum en blikarnir!
Það eru svona leikir sem maður æfir fótbolta fyrir, dramatíkin í leikslok var ein sú rosalegasta sem leikmenn hafa upplifað og því fögnuðurinn gríðarlegur í lokin!
Katrín Jónsdóttir hefur því lyft tveim stærstu bikurunum í íslenskum keppnum á innan við viku!
Ég læt þetta nægja í bili þótt ég gæti skrifað ENDALAUST um þennan stórkostlega fótboltaleik á milli tveggja bestu liða Íslands í dag!
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Pála, Guðný, Guðrún (Sara), Ásta Magga (Hallbera), Thelma (Rut), Kata, Rakel og Margrét
Hérna eru nokkrar myndir frá deginum: http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1029471
Enjoy...

laugardagur, september 09, 2006

Úrslitaleikur Visa Bikars kvenna í dag! 


Í dag fer fram úrslitaleikurinn í bikarnum þar sem við mætum Breiðabliki á Laugardalsvelli klukkan 16.30! Ég vil hvetja ALLA Valsarar til að mæta á leikinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!!

Punktar um leikinn: Ef sigur vinnst ætlar Óttar framkvæmdarstjóri að hlaupa um á g-string.
Í átta liða úrslitum spiluðum við gegn KR og fórum þar með 3-0 sigur af hólmi. Í undanúrslitum fengum við stjörnuna í heimsókn og unnum þær 2-1. Blikarnir fengu í átta liða úrslitum Keflavík og lögðu þær 2-0 og síðan í undanúrslitum fengu þær 1.deildarlið Fjölnis sem þær unnu einnig 2-0.
Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið unnu sinn leik á heimavelli í sumar. Valur vann á valbjarnarvelli 4-1 og Breiðablik vann okkur 2-1 á kópavogsvelli í sumar. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist síðan á Laugardalsvelli í dag!! ÁFRAM VALUR:)

fimmtudagur, september 07, 2006

Elízabet Gunnarz framlengir samninginn...!! 


Okkar ástkæri þjálfari, Elísabet Gunnarsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val og eru þetta frábærar fréttir fyrir liðið sem mun m.a taka þátt í Evrópukeppninni 2007!
Þjálfarateymi liðsins verður þá að öllu óbreyttu eins og það var þetta tímabil en Teddi er að ganga frá sínum málum við Val og Óli er með þriggja ára samning þannig að framtíðin er björt!
Elísabet mun einnig gegna starfi sem yfirþjálfari yngri flokka Vals stúlkna.

miðvikudagur, september 06, 2006

Heyrt og séð 

já og það er komið að hinu gríðarlega vinsæla slúðri á götunni eða kannksi bara gangstéttinni..
ég hitti hana Gróu og hún sagði mér þetta allt saman ;)
heyrst hefur::::::

stelpur fariði nú að gera eitthvað meira af ykkur til þess að sögurnar geti farið að taka á loft aftur

kærlig hilsen: wonderwoman


Miðvikudagsmyndin! 

Þjálfarinn tekinn á flug..

mánudagur, september 04, 2006

Íslandsmeistarar 2006, Til hamingju allir Valsarar nær og fjær! 

Í gær urðum við Íslandsmeistarar eftir að okkur var dæmdur 3-0 sigur á FH en þær mættu ekki til leiks á mjög skammarlegan hátt. Við enduðum þá með þriggja stigi forskot í deildinni og með markatöluna 90-8 sem er frábær árángur.
Umgjörð "leiksins" í gær riðlaðist heldur betur en það orsakaðist auðvitað út af því að það var enginn leikur og þess vegna þurftu leikmenn að bíða eftir verðlaunaafhendingunni.
Við stilltum uppí ungir vs. gamlir sem gamlir unnu nokkuð auðveldlega:)
Leikmenn og stjórn Vals gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að gera sem best úr því sem komið var en út braust síðan gríðarlegur fögnuður þegar Katrín Jónsdóttir fyrirliði fékk bikarinn afhentan! Frábær stund og vil ég hvetja alla til að gleyma framgangi FH í gær og minnast þess að VALUR ER ÍSLANDSMEISTARI 2006!


látum myndirnar tala sínu máli og látum þetta nægja í bili:

http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1020615

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=a535re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=ddf6re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=d196re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

Enn og aftur vil ég þakka þeim stuðningsmönnum sem mættu í gær og fögnuðu með okkur en fengu því miður ekki að sjá leik eins og til var ætlað en það var 100% á ábyrgð FH stjórnar. Þess vegna verða bara allir að mæta í bikarúrslitin næsta laugardag til að sjá okkur spila, en meira um það síðar og ÁFRAM VALUR!!


sunnudagur, september 03, 2006

ÍSLANDSMEISTARAR 2006 


föstudagur, september 01, 2006

FH í síðasta leik! 


Á sunnudaginn spilum við okkar síðasta leik í Landsbankadeild kvenna og verður hann við FH á Valbjarnarvelli þann 3.september klukkan 14.00. Að öllum líkindum erum við að fara að taka á móti Íslandsmeistaratitilinum eftir leik og vil ég því hvetja alla Valsara að koma á Valbjarnarvöll og fagna með okkur þessum frábæra árangri í sumar. Þegar aðeins einn leikur er eftir höfum við þriggja stiga forskot á breiðablik og með mun betri markatölu eða 87-8 og þurfum við að spila stórkostlega illa til að klúðra þessu núna.
Allir að mæta enda er það ekki á hverjum degi sem við lyftum eftirsóttasta bikar á Íslandi !!:) ÁFRAM VALUR!
Margrét Lára hefur þegar slegið markametið í deildinni en það var 32 mörk en hún er búin að skora 35 mörk og hefur ennþá einn leik í viðbót til að bæta við mörkum!!
Aðrir leikir í síðustu umferð eru: Þór/KA – Keflavík, Fylkir – KR og Stjarnan – Breiðablik.

svona var stemningin síðast, hvernig verður hún á sunnudaginn??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow