<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 04, 2006

Íslandsmeistarar 2006, Til hamingju allir Valsarar nær og fjær! 

Í gær urðum við Íslandsmeistarar eftir að okkur var dæmdur 3-0 sigur á FH en þær mættu ekki til leiks á mjög skammarlegan hátt. Við enduðum þá með þriggja stigi forskot í deildinni og með markatöluna 90-8 sem er frábær árángur.
Umgjörð "leiksins" í gær riðlaðist heldur betur en það orsakaðist auðvitað út af því að það var enginn leikur og þess vegna þurftu leikmenn að bíða eftir verðlaunaafhendingunni.
Við stilltum uppí ungir vs. gamlir sem gamlir unnu nokkuð auðveldlega:)
Leikmenn og stjórn Vals gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að gera sem best úr því sem komið var en út braust síðan gríðarlegur fögnuður þegar Katrín Jónsdóttir fyrirliði fékk bikarinn afhentan! Frábær stund og vil ég hvetja alla til að gleyma framgangi FH í gær og minnast þess að VALUR ER ÍSLANDSMEISTARI 2006!


látum myndirnar tala sínu máli og látum þetta nægja í bili:

http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1020615

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=a535re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=ddf6re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

http://pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/album?.dir=d196re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/aggagusta/my_photos

Enn og aftur vil ég þakka þeim stuðningsmönnum sem mættu í gær og fögnuðu með okkur en fengu því miður ekki að sjá leik eins og til var ætlað en það var 100% á ábyrgð FH stjórnar. Þess vegna verða bara allir að mæta í bikarúrslitin næsta laugardag til að sjá okkur spila, en meira um það síðar og ÁFRAM VALUR!!


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow