<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 11, 2006

Stórkostlegu sumri lokið og báðir titlarnir komnir í hús! 

Á Laugardaginn lögðum við fyrrverandi Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks af velli í úrslitaleik VISA-bikars kvenna 2006. Leikurinn var frábær skemmtun í alla staði og glæsileg auglýsing fyrir kvennaboltann í heild. Margrét kom okkur á lagið strax á 4.mínútu með frábæru marki úr aukaspyrnu en það hafði verið brotið á henni þegar hún var komin ein í gegn en varnarmaður breiðabliks fékk aðeins að líta gula spjaldið. Eftir það bættu blikarnir við tveimur mörkum og komu bæði mörkin eftir hornspyrnur. (klárlega e-h sem við þurfum aðeins að kíkja á fyrir næsta sumar..)
Staðan var 2-1 í hálfleik og náðum við síðan að jafna metin á 57.mínútu þegar Pála átti glæsilega sendingu inná Margréti sem kláraði færið óaðfinnanlega og staðan því orðin 2-2. Fram að þessu hafði leikurinn verið mjög opinn og skemmtilegur og bæði lið hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan ennþá 2-2 og grípa þurfti því til framlengingar.
Breiðablik skoraði á 100.mínútu og staðan því orðin 3-2. En karakterinn sem liðið sýndi að jafna í annað sinn og núna í framlengingu var hreint stórkostlegur. Kata capteinn átti frábæra sendingu inná Margréti sem kláraði færið snyrtilega með vinstri fæti og FULLKOMNAÐI ÞRENNUNA Í BIKARÚRSLITALEIK!!
Eftir að framlengingu var lokið var staðan 3-3 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppnar. Margrét, Rakel, Fríða og Guðný skoruðu allar úr sínum spyrnum en aðeins einn bliki náði að nýta sitt víti. Gugga varði fyrsta vítið eins og til var ætlast..;)
Við unnum því leikinn samanlagt 7-4 eftir vító og erum því ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARAR 2006!!!
Við erum einfaldlega bestar og frábæru sumri lokið!
Margrét Lára átti stórkostlegan leik fyrir Val og var án efa maður leiksins en það er varla hægt að gera betur en að skoða þrennu í bikarúrslitaleik! Ekki má gleyma hinum leikmönnum liðsins og kannski erfitt að taka einn leikmann fram yfir annan en það áttu allar frábæran dag og það sýndi sig í lokin að teygjurnar voru að skila sér í vetur enda áttum við mikið meira eftir á bensíntanknum en blikarnir!
Það eru svona leikir sem maður æfir fótbolta fyrir, dramatíkin í leikslok var ein sú rosalegasta sem leikmenn hafa upplifað og því fögnuðurinn gríðarlegur í lokin!
Katrín Jónsdóttir hefur því lyft tveim stærstu bikurunum í íslenskum keppnum á innan við viku!
Ég læt þetta nægja í bili þótt ég gæti skrifað ENDALAUST um þennan stórkostlega fótboltaleik á milli tveggja bestu liða Íslands í dag!
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Pála, Guðný, Guðrún (Sara), Ásta Magga (Hallbera), Thelma (Rut), Kata, Rakel og Margrét
Hérna eru nokkrar myndir frá deginum: http://www.blog.central.is/thegirlz?page=viewPage&id=1029471
Enjoy...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow