föstudagur, september 01, 2006
FH í síðasta leik!
Á sunnudaginn spilum við okkar síðasta leik í Landsbankadeild kvenna og verður hann við FH á Valbjarnarvelli þann 3.september klukkan 14.00. Að öllum líkindum erum við að fara að taka á móti Íslandsmeistaratitilinum eftir leik og vil ég því hvetja alla Valsara að koma á Valbjarnarvöll og fagna með okkur þessum frábæra árangri í sumar. Þegar aðeins einn leikur er eftir höfum við þriggja stiga forskot á breiðablik og með mun betri markatölu eða 87-8 og þurfum við að spila stórkostlega illa til að klúðra þessu núna.
Allir að mæta enda er það ekki á hverjum degi sem við lyftum eftirsóttasta bikar á Íslandi !!:) ÁFRAM VALUR!
Margrét Lára hefur þegar slegið markametið í deildinni en það var 32 mörk en hún er búin að skora 35 mörk og hefur ennþá einn leik í viðbót til að bæta við mörkum!!
Aðrir leikir í síðustu umferð eru: Þór/KA – Keflavík, Fylkir – KR og Stjarnan – Breiðablik.
svona var stemningin síðast, hvernig verður hún á sunnudaginn??
Comments:
Skrifa ummæli