<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 24, 2006

Meistararnir fá langþráð frí.. 

Núna er komið að því að leikmenn taka sér smá frí frá fótbolta eftir langt og strangt tímabil. Uppskera sumarsins var hreint ótrúlega góð en segja má að við höfum komið, séð og sigrað enda náðum við að verða bæði Íslands- og Bikarmeistarar 2006.
Teygjurnar í vetur skiluðu sér svo sannarlega en æfingin í snjónum á leiknisvelli stóð föst í höfði leikmanna þegar þeir kláruðu bikarúrslitaleikinn í framlengingu. Mikil rótering var á leikmönnum í sumar en við urðum fyrir miklum missi þegar Laufey Jóhannsdóttir sleit krossbönd snemma sumars og Guðrún lenti síðan í því óláni að það var keyrt á hana og hún var nánast ekkert með framan af. Útlendingarnir, Tatiana, Viola og Julie stoppuðu stutt, en síðan fengum við Pálu tilbaka eftir krossbandameiðsli sem reyndist liðinu dýrmætur biti.
Maður kom í manns stað og átti þjálfari liðsins Elísabet Gunnarsdóttir mestan þátt í velgengni liðsins ásamt þjálfarateymi sínu Tedda og Óla. Hún náði að púsla saman frábæru liði sama hvaða leikmenn spiluðu hverju sinni. Alls spiluðu 22 leikmenn í Íslandsmótinu en eins og flestir vita töpuðum við aðeins einum leik í því móti.
Áætlað er að liðið byrji aftur að æfa um miðjan Nóvember en að nógu er að taka þangað til og fer liðið m.a saman á KSI hófið og margt fleira á þessum tíma.
Á þriðjudag fara 7 leikmenn liðsins ásamt Betu þjálfara með landsliðinu til Portúgal að taka þátt í síðasta leik liðsins í undankeppni HM. En landsliðsstúlkur Vals eru að þessu sinni: Gugga, Kata, Margrét, Dóra María, Fríða, Ásta og Guðný.
Njótið þess að vera í fríi! Njótið þess að vera meistarar!! eins og maðurinn sagði "fuckin enjoy it"

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow