þriðjudagur, maí 30, 2006
10-0 sigur í þriðja leik!!
Í kvöld mætti hópurinn í Árbæinn og tókum við fljótlega eftir því að það vantaði einn leikmann í hópinn, a.k.a Black Pearl... eftir miklar umræður og vangaveltur var fundið heimanúmerið hjá Rakel því hún svaraði ekki gemsanum og okkur til mikillar undrunar svaraði Rakel heima hjá sér!!! E-h misskilningur um hvenær leikurinn var hjá henni......en það kom ekki að sök, því hún rauk út í bíl og mætti í tæka tíð og stóð sig frábærlega í leiknum, spurning um að þetta sé e-h nýtt trick hjá henni..
Við spiluðum í bláu varabúningunum okkar í kvöld þar sem Fylkir spilar í sínum hefðbundnu appelsínugulu búningum.
Á 10.mínútu skoruðum við okkar fyrsta mark og þar var á ferð Margrét Lára eftir góðan undirbúning frá hinum eitilharða bakverði Guðný Óðinsdóttur. Við höfðum reyndar skömmu áður skorað annað mark sem dæmt var af vegna rangstöðu.
Margrét borgaði Guðný síðan greiðan með góðri hornspyrnu frá vinstri á 13.mínútu sem Guðný stýrði í netið. Þriðja markið skoraði Laufey Jóhannsdóttir á 19.mínútu en hún fékk boltann út eftir klafs í teignum og skoraði með vinstri, stönginn inn...Margrét og Rakel bættu síðan við mörkum á 24. og 39.mínútu og staðan var 5-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik var komið meira rok og orðið frekar kalt í veðri en það kom ekki að sök og við náðum að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik með fimm mörkum í viðbót. Margrét skoraði 6.mark leiksins á 54.mínútu og Rakel sjöunda markið fimm mínútum síðar. Guðný skoraði síðan áttunda markið á 63.mínútu en hún var færð á kantinn og Tatiana var sett í bakvörð í seinni hálfleiknum. Rakel skoraði níunda markið og sitt þriðja mark á 84.mínútu og Margrét Lára innsiglaði síðan 10-0 sigur á 94.mínútu en stelpan setti fernu í leiknum!
Frábær sigur á Fylkisvelli í kvöld þar sem mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta við 10-0 sigri!! :)
Maður leiksins: Rakel Logadóttir
Liðið: Gugga, Laufey (Hallbera), Ásta, Fríða, Guðný, Tatiana (Rut) Kata, Dóra María, Guðrún (Pála) Rakel og Margrét.
Við spiluðum í bláu varabúningunum okkar í kvöld þar sem Fylkir spilar í sínum hefðbundnu appelsínugulu búningum.
Á 10.mínútu skoruðum við okkar fyrsta mark og þar var á ferð Margrét Lára eftir góðan undirbúning frá hinum eitilharða bakverði Guðný Óðinsdóttur. Við höfðum reyndar skömmu áður skorað annað mark sem dæmt var af vegna rangstöðu.
Margrét borgaði Guðný síðan greiðan með góðri hornspyrnu frá vinstri á 13.mínútu sem Guðný stýrði í netið. Þriðja markið skoraði Laufey Jóhannsdóttir á 19.mínútu en hún fékk boltann út eftir klafs í teignum og skoraði með vinstri, stönginn inn...Margrét og Rakel bættu síðan við mörkum á 24. og 39.mínútu og staðan var 5-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik var komið meira rok og orðið frekar kalt í veðri en það kom ekki að sök og við náðum að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik með fimm mörkum í viðbót. Margrét skoraði 6.mark leiksins á 54.mínútu og Rakel sjöunda markið fimm mínútum síðar. Guðný skoraði síðan áttunda markið á 63.mínútu en hún var færð á kantinn og Tatiana var sett í bakvörð í seinni hálfleiknum. Rakel skoraði níunda markið og sitt þriðja mark á 84.mínútu og Margrét Lára innsiglaði síðan 10-0 sigur á 94.mínútu en stelpan setti fernu í leiknum!
Frábær sigur á Fylkisvelli í kvöld þar sem mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta við 10-0 sigri!! :)
Maður leiksins: Rakel Logadóttir
Liðið: Gugga, Laufey (Hallbera), Ásta, Fríða, Guðný, Tatiana (Rut) Kata, Dóra María, Guðrún (Pála) Rakel og Margrét.
sunnudagur, maí 28, 2006
Næsti leikur við Fylki þriðjudaginn 30.maí
Næsti leikur okkar Valsstúlkna er þriðjudaginn 30.maí klukkan 19.15 og spilum við á móti Fylki á Fylkisvelli. Endilega fjölmenna á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma í Landsbankadeild kvenna eru: Breiðablik - FH, KR - Keflavík og Þór/KA - Stjarnan
Aðrir punktar um leikinn: Fylkir er sem stendur í 3 sæti deildarinnar með 3 stig en þær eru búnar að spila við Keflavík og töpuðu þar 2-0 en þær sigruðu síðan FH 3-0 á útivelli. Þjálfari liðsins er Kristbjörg Inga Helgadóttir fyrrum Valsari. Við höfum aldrei áður spilað á móti Fylki í Landsbankadeildinni.
miðvikudagur, maí 24, 2006
Tatiana komin.. ekki mörgæsin
Við höfum fengið nýjan leikmann til liðs við okkur en hún heitir Tatiana Mathelier og er frá stóru ríkjunum í vestri. Skvísan er 23 ára og er fjölhæfur leikmaður með mikinn hraða. Eftir smávegis misskilining á flugvellinum þar sem móttökunefndin tók feil á manneskju og hélt að komin væri mörgæs í Val þá var tekið vel á móti henni og hún komin í góðar hendur okkar fólksins frá Hlíðarenda.
Við bjóðum Tat eins og hún er kölluð velkomna í Val :)
Miðvikudagsmyndin...
þriðjudagur, maí 23, 2006
6-0 sigur í kvöld:)
Í kvöld mættum við nýliðum Þór/KA á Valbjarnarvelli í brjáluðu roki og miklum kulda. Við byrjuðum leikinn gegn vindi og fengum fljótlega aukaspyrnu sem Dóra María tók frá vinstri, beint á kollinn á Kötu Jóns sem skallaði boltann laglega í netið. Annað mark leiksins skoraði síðan Margrét Lára og stelpan var komin með þrennu áður en flautað var til leikhlés. Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik á móti brjálaða rokinu, náðum að halda boltanum niðri og spila okkar leik og skapa okkur fullt af færum og staðan hefði hæglega getað verið meira en 4-0 í hálfleik.
Tvær breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik og fékk hinn nýji leikmaður Vals Tatiana Mathelier að spreyta sig í fremstu víglínu ásamt Pálu Marie Einarsdóttur sem kom inná miðjuna. Við náðum ekki að spila jafnvel í seinni hálfleik með vindinum, en Þórsstelpur voru búnar að pakka í vörn og erfitt að komast fram hjá þeim og finna glufur í vörninni, reyndum oft á tíðum að spila alveg inní markið í staðinn fyrir að skjóta kannski á markið með vindinn í bakið.
Fimmta markið skoraði síðan Tatiana í sínum fyrsta leik og Fríða skoraði síðan sjötta og síðasta markið en bæði mörkin komu eftir klafs í teignum. - ÞRJÚ STIG Í HÖFN
Stuðararnir völdu síðan Margréti Láru mann leiksins og vil ég koma þökkum á framfari að hálfu leikmanna fyrir góðan stuðning í kvöld.
Liðið: Gugga (Ása), Guðný, Fríða, Ásta, Laufey, Guðrún (Pála), Kata, Rakel, Hallbera (Tatiana), Dóra María og Margrét
Síðan ætla ég bara að minna á afmælið á PRAVDA klukkan 21.00 annað kvöld,
C ya all..
Tvær breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik og fékk hinn nýji leikmaður Vals Tatiana Mathelier að spreyta sig í fremstu víglínu ásamt Pálu Marie Einarsdóttur sem kom inná miðjuna. Við náðum ekki að spila jafnvel í seinni hálfleik með vindinum, en Þórsstelpur voru búnar að pakka í vörn og erfitt að komast fram hjá þeim og finna glufur í vörninni, reyndum oft á tíðum að spila alveg inní markið í staðinn fyrir að skjóta kannski á markið með vindinn í bakið.
Fimmta markið skoraði síðan Tatiana í sínum fyrsta leik og Fríða skoraði síðan sjötta og síðasta markið en bæði mörkin komu eftir klafs í teignum. - ÞRJÚ STIG Í HÖFN
Stuðararnir völdu síðan Margréti Láru mann leiksins og vil ég koma þökkum á framfari að hálfu leikmanna fyrir góðan stuðning í kvöld.
Liðið: Gugga (Ása), Guðný, Fríða, Ásta, Laufey, Guðrún (Pála), Kata, Rakel, Hallbera (Tatiana), Dóra María og Margrét
Síðan ætla ég bara að minna á afmælið á PRAVDA klukkan 21.00 annað kvöld,
C ya all..
laugardagur, maí 20, 2006
Styttist í næsta leik...
Í annarri umferð Íslandsmótsins mætum við Þór/Ka á Valbjarnarvelli en hann er á þriðjudagskvöld klukkan 19.15
Aðrir leikir á sama tíma eru: FH - Fylkir, Keflavík - Breiðablik og Stjarnan - KR.
Allir að mæta á völlinn!!
ÁFRAM VALUR
Nokkrir punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Við spiluðum síðast við Þór/KA/KS í deildinni árið 2004 en þær féllu það ár en núna eru þær komnar upp í Landsbankadeildina á ný.
Fyrri leikurinn sem fór fram á Hlíðarenda endaði 4-0 þar sem Nína Ósk var með þrennu og Kristín Ýr skoraði eitt mark. Seinni leikurinn endaði 5-2 okkur í hag þar sem við komumst í 3-0 og þær minnkuðu muninn í 3-2, síðan kláruðum við leikinn sannfærandi 5-2. Markaskorarar í þeim leik voru: Kata Jóns, Rakel Loga, Laufey Ólafs, Dóra Stefáns og Kristín Ýr.
Eftir leikinn vorum við "veðurteftar" á Akureyri, það var ekkert flug vegna þoku, en þá skelltum við okkur bara í rútu heim.
Þór/KA spilaði síðasta þriðjudag í deildinni við FH og sigraði 4-1 þar sem Rakel Hönnudóttir, ungur og efnilegur leikmaður, skoraði 3 mörk fyrir Þór/KA.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Eurovision partý !!!
Jæja að sjálfsögðu verður að halda Eurovision partý í tilefni dagsins... og mun það verða haldið í aðalpartý húsi bæjarins, Eggertsgata 24, íbúð 417 heima hjá Ástu.
Dagsskráin byrjar klukkan 1900 og það er bara um að gera að mæta sem fyrst :) Spurning að fólk komi með drykki með sér og það er alveg spurning hvort að fólk vilji borða eitthvað saman... bara hafa samband þá við Ástu um það:)
En vonandi sjá allar sér fært að koma...
Sjáumst hressar í kvöld
miðvikudagur, maí 17, 2006
Miðvikudagsmyndin...
þriðjudagur, maí 16, 2006
6-0 sigur í fyrsta leik:)
Í dag spiluðum við gegn Stjörnunni á nýjum heimavelli okkar Valbjarnarvelli. Leikurinn fór svona frekar rólega af stað en þegar á leið óðum við í færum sem við náðum ekki að nýta, það var ekki fyr en á síðustu mínútu fyrrihálfleiks að Stjörnustelpur gerðu slæm mistök í vörninni sem Dóra María náði að nýta sér til fullnustu og lagði boltann laglega í markið! 1-0 í hálfleik en staðan hefði getið verið 4-5 núll ef við hefðum náð að nýta færin betur..
Við komum sterkar inní seinni hálfleik og var það hún Guona, a.k.a Guðný sem setti mark númer tvö og var það ekki af verri endanum, gott skot utan teigs sem endaði í bláhorninu.. Þriðja markið kom síðan eftir hornspyrnu og var þar Fríða á ferð sem smellti honum í netið eftir gott horn frá Hallberu, Rakel átti síðan fjórða markið eftir fínt samspil, Kata fimmta með frábæru skoti utan teigs, Marco kláraði þetta síðan með stæl eftir góða sókn, Fríða vann boltann sendi hann uppá Dóru Maríu sem renndi honum fyrir og Margrét kláraði 6-0!
Mjög góður liðssigur og deildust mörkin á sex mismunandi leikmenn sem sýnir styrk liðsheildarinnar í kvöld.
Við fengum fínan stuðning í dag en ég skora á trommarana að mæta á næsta leik og taka upp þráðinn frá því í fyrra en hann er á næsta þriðjudag á móti Þór/KA, enda er alltaf skemmtilegra að spila þegar vel heyrist í fólki í stúkunn:)
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Guðný, Laufey (Rut) Rakel, Guðrún (Pála) Kata, Dóra María, Hallbera (Thelma) og Margrét
Æfing á morgun klukkan 17.00 - 18.00 og ykkur er velkomið að koma heim til Guggz og horfa á úrslitaleik í Meistaradeildinni beint eftir æfingu!
NJÓTIÐ SUMARSINS - ÍSLANDSMÓTIÐ ER BYRJAÐ!!!
sunnudagur, maí 14, 2006
Íslandsmótið að hefjast!!!
Fyrsti leikur okkar í Íslandsmótinu verður á móti Stjörnunni á Valbjarnarvelli þriðjudaginn 16. maí klukkan 19.15.
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: Þór/Ka - FH, Fylkir - Keflavík og Breiðablik - KR,
Allir að mæta á völlinn! ÁFRAM VALUR!
Liðið fór í hina árlegu sumarbústaðarferð í gærkvöldi og gúffaði í sig veitingar í boði herra GunnarZ, (þar fór fatty group prógrammið út um þúfur..) Spurning um að mæta bráðlega með bikíni þangað og skella sér í pottinn!!
Nokkrar punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Valur - Stjarnan fór 7-0 síðasta sumar með mörkum frá Rakeli, Dóru Maríu, Margréti, Rut og Nínu (sem er núna leikmaður keflavíkur). Útileikurinn fór síðan 3-0 okkur í hag með mörkum frá Margréti Láru og Laufey Ó en sá leikur er hvað eftirminnilegastur eftir atvikin inní klefa í hálfleik:)
Sandra Sigurðardóttir, leikmaður stjörnunnar verður í leikbanni ásamt þjálfurum liðsins en þau fengu öll rautt spjald á móti ÍBV í síðustu umferð íslandsmótsins í fyrra.
Eflaust hægt að telja upp marga aðra punkta um leikinn en þetta er nóg í bili:)
föstudagur, maí 12, 2006
1-5 tap á móti breiðablik í gær..
Við áttum ekki góðan dag í gær þegar við mættum á stjörnuvöllinn í Garðabæ í gær...Leikurinn fór frekar rólega af stað en dró heldur betur til tíðinda þegar Vanja Stefanovic komst ein í gegn og fiskaði svona hressilega vítaspyrnu, en víti engu að síður.. Blikarnir skoruðu úr sinni spyrnu og staðan 1-0. Við vorum ekki lengi að jafna, Fríða átti mjög góða sendingu inn á Margréti sem skaut á markið, Þóra í blikamarkinu varði og Guðný fylgdi á eftir, 1-1. Vanja Stefanovic komst síðan ein í gegn stuttu síðar og skoraði annað mark blika eftir e-h klaufagang í okkar vörn...
Eftir þetta áttum við réttilega að fá hið minnsta eina vítaspyrnu og fyrir utan það voru tvö vafaatvik sem einnig hefðu getað fært okkur vítaspyrnur en dómarinn var ekki á sama máli...
Breiðablik fékk síðan aukaspyrnu langt útá velli rétt fyrir leikhlé, Edda Garðarsdóttir tók skotið með vindinn í bakið og boltinn sveif því miður fyrir okkur alla leið í slá og inn... Staðan 3-1 í hálfleik.
Beta Gunn gerði síðan tvær breytingar í hálfleik, tók Hallberu og Rut útaf og Thelmurnar hinar ungu mættu til leiks, enda var liðið ekki að standa sig og augljóst að breytinga var þörf..
Seinni hálfleikurinn var því miður verri en sá fyrri og náðum við varla að skapa okkur færi en blikarnir voru reyndar ekki að skapa sér neitt heldur fyr en á cirka 70 mín þegar Gréta Mjöll komst ein í gegn og skoraði fjórða mark blika. Blikarnir náðu síðan að bæta við sínu fimmta marki áður en það var flautað til leiksloka og var þá Vanja enn og aftur á ferð..
Pála fékk síðan að koma inná í nokkrar mínútur og var ánægjulegt að sjá hana spila en hún hefur ekki spilað síðan í júlí í fyrra en þá sleit hún krossbönd í leik á móti ÍBV
Heldur stórt tap í gær sem hefði ekki þurft að fara þannig ef ákveðin atriði í fyrri hálfleik hefðu dottið okkar megin en svo fór sem fór og Blikarnir uppskáru 5-1 sigur..
Liðið: Ása, Rut (Thelma), Ásta, Fríða, Laufey, Hallbera (Telma), Rakel, Kata, Guðrún (pála), Margrét og Guðný
Eftir þetta áttum við réttilega að fá hið minnsta eina vítaspyrnu og fyrir utan það voru tvö vafaatvik sem einnig hefðu getað fært okkur vítaspyrnur en dómarinn var ekki á sama máli...
Breiðablik fékk síðan aukaspyrnu langt útá velli rétt fyrir leikhlé, Edda Garðarsdóttir tók skotið með vindinn í bakið og boltinn sveif því miður fyrir okkur alla leið í slá og inn... Staðan 3-1 í hálfleik.
Beta Gunn gerði síðan tvær breytingar í hálfleik, tók Hallberu og Rut útaf og Thelmurnar hinar ungu mættu til leiks, enda var liðið ekki að standa sig og augljóst að breytinga var þörf..
Seinni hálfleikurinn var því miður verri en sá fyrri og náðum við varla að skapa okkur færi en blikarnir voru reyndar ekki að skapa sér neitt heldur fyr en á cirka 70 mín þegar Gréta Mjöll komst ein í gegn og skoraði fjórða mark blika. Blikarnir náðu síðan að bæta við sínu fimmta marki áður en það var flautað til leiksloka og var þá Vanja enn og aftur á ferð..
Pála fékk síðan að koma inná í nokkrar mínútur og var ánægjulegt að sjá hana spila en hún hefur ekki spilað síðan í júlí í fyrra en þá sleit hún krossbönd í leik á móti ÍBV
Heldur stórt tap í gær sem hefði ekki þurft að fara þannig ef ákveðin atriði í fyrri hálfleik hefðu dottið okkar megin en svo fór sem fór og Blikarnir uppskáru 5-1 sigur..
Liðið: Ása, Rut (Thelma), Ásta, Fríða, Laufey, Hallbera (Telma), Rakel, Kata, Guðrún (pála), Margrét og Guðný
miðvikudagur, maí 10, 2006
Meistarar Meistaranna á morgun!
Á morgun spilum við á móti íslands- og bikarmeisturum síðasta árs a.k.a Breiðablik á hinum stórskemmtilega Stjörnuvelli í Meistarakeppni kvenna! Leikurinn hefst klukkan 19.15....
Þetta er síðasti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir íslandsmótið og höfum við titil að verja en við unnum ÍBV eftirminnilega 10-0 í þessum leik í fyrra..
Stæðstu fréttirnar eru þó að Pála Marie Einarsdóttir er komin í leikmannahópinn á ný eftir langa fjarveru vegna krossbandameiðsla og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir hópinn!
Ég get því miður ekki keppt á morgun, ég er með hælsæri....
GuggZ
Miðvikudagsmyndin..
þriðjudagur, maí 09, 2006
Viola Oderbrecht kommer jetzt
Jæja þá virðist vera búið að ná endum saman með hópinn hjá okkur stefnir allt í að Viola (Oli) spili með okkur eitthvað í sumar. Stelpan er allavega búin að skrifa undir samning við Hlíðarendaveldið og mun þá væntanlega klæðast Valsbúningnum í fyrsta skiptið gegn Fylki í 3.umferð mótsins.
Viola í leik með Postdam
Viola sem er 23 ára miðjumaður hefur tekið þátt í 30 A landsleikjum með Germany og á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum þjóðarinnar.
Ekki leiðinlegur félagsskapurinn sem hún Viola er í hérna á myndinni til vinstri Rottenberg beint fyrir neðan hana (Guggz þú getur farið að spjalla um goðið við hana) hehe
Alveg við hæfi að hún taki við hlutverki Láfýar Ólafs á miðjunni enda númer 6 hérna eins og sjá má .... Laufey hún er bara helv.... lík þér :)
Bjóðum Þýska stálið velkomið á klakann...
föstudagur, maí 05, 2006
Sælar
Minni á æfingu á morgun laugardag kl 12:00 á tungubakkós
svo er leikurinn hja stelpunum sýndur kl 1400 á rúv ÍSLAND-HVÍTA-RÚSSLANDÓS
Ásta,Kata,Dóra María og Margrét eru starters svo býst ég fastlega við að sjá Fríðu koma inná eftir 15mín... OKEYYYYYYY
SJÁST
svo er leikurinn hja stelpunum sýndur kl 1400 á rúv ÍSLAND-HVÍTA-RÚSSLANDÓS
Ásta,Kata,Dóra María og Margrét eru starters svo býst ég fastlega við að sjá Fríðu koma inná eftir 15mín... OKEYYYYYYY
SJÁST
miðvikudagur, maí 03, 2006
Miðvikudagsmyndin..
mánudagur, maí 01, 2006
Blue team til Hvíta Rússlands...
Landsliðshópurinn sem fer til Hvíta Rússlands var valin fyrir nokkru og eigum við þar fimm leikmenn: Kata Jóns, Fríða, Margrét Lára, Ásta og Dóra María, til hamingju með þetta, síðan fer okkur ástkæri þjálfari að sjálfsögðu með út. Liðið fer út á miðvikudag og ykkur verður án efa sárt saknað á æfingum!!
Eftir leikinn í gær bauð Marco til veizlu í sína fínu íbúð, spurning um að Vala Matt mæti og skanni svæðið, gefi nokkur góð ráð hvernig er best að raða "öllum" húsgögnunum... :) Eftir það var farið í smá teiti til Leiknis gæjanna og þaðan á Ooliver... stemmari...
Henti inn nokkrum myndum, þið getið séð þær hérna: http://www.picturetrail.com/gudgun
Gangi ykkur vel úti og ÁFRAM ÍSLAND!!!
Eftir leikinn í gær bauð Marco til veizlu í sína fínu íbúð, spurning um að Vala Matt mæti og skanni svæðið, gefi nokkur góð ráð hvernig er best að raða "öllum" húsgögnunum... :) Eftir það var farið í smá teiti til Leiknis gæjanna og þaðan á Ooliver... stemmari...
Henti inn nokkrum myndum, þið getið séð þær hérna: http://www.picturetrail.com/gudgun
Gangi ykkur vel úti og ÁFRAM ÍSLAND!!!
Breiðablik Deildarbikarmeistari
Í gær spiluðum við úrlsitaleikinn í deildarbikarnum vs Breiðablik í Egilz.
Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan fyrri hálfleik fengum við hornspyrnu og Berry Gísla skoraði örugglega eftir góðan bolta Rakelar. Staðan var 1-0 okkur í vil í hálfleik.
Í seinni hálfleik má nú segja að Breiðablik hafi tekið völd á vellinum, þrátt fyrir mjög góðan varnarleik okkar skoruðu þær 2 mörk upp úr hornspyrnum og höfðu að lokum sigur 1-2. Sóknarleikur okkar varð okkur að falli í leiknum, héldum boltanum illa fram á við og nýttum tækifæri okkar illa.... einhhver hundur í okkar, nú er bara málið að laga það.
Næsti leikur okkar verður við Breiðablik 11.maí í meistarar meistaranna leiknum.
Leikvöllur óákveðinn en leikurinn fer fram kl. 19.00