sunnudagur, maí 28, 2006
Næsti leikur við Fylki þriðjudaginn 30.maí
Næsti leikur okkar Valsstúlkna er þriðjudaginn 30.maí klukkan 19.15 og spilum við á móti Fylki á Fylkisvelli. Endilega fjölmenna á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma í Landsbankadeild kvenna eru: Breiðablik - FH, KR - Keflavík og Þór/KA - Stjarnan
Aðrir punktar um leikinn: Fylkir er sem stendur í 3 sæti deildarinnar með 3 stig en þær eru búnar að spila við Keflavík og töpuðu þar 2-0 en þær sigruðu síðan FH 3-0 á útivelli. Þjálfari liðsins er Kristbjörg Inga Helgadóttir fyrrum Valsari. Við höfum aldrei áður spilað á móti Fylki í Landsbankadeildinni.
Comments:
Skrifa ummæli