sunnudagur, maí 14, 2006
Íslandsmótið að hefjast!!!
Fyrsti leikur okkar í Íslandsmótinu verður á móti Stjörnunni á Valbjarnarvelli þriðjudaginn 16. maí klukkan 19.15.
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: Þór/Ka - FH, Fylkir - Keflavík og Breiðablik - KR,
Allir að mæta á völlinn! ÁFRAM VALUR!
Liðið fór í hina árlegu sumarbústaðarferð í gærkvöldi og gúffaði í sig veitingar í boði herra GunnarZ, (þar fór fatty group prógrammið út um þúfur..) Spurning um að mæta bráðlega með bikíni þangað og skella sér í pottinn!!
Nokkrar punktar um leikinn og fyrri viðureignir: Valur - Stjarnan fór 7-0 síðasta sumar með mörkum frá Rakeli, Dóru Maríu, Margréti, Rut og Nínu (sem er núna leikmaður keflavíkur). Útileikurinn fór síðan 3-0 okkur í hag með mörkum frá Margréti Láru og Laufey Ó en sá leikur er hvað eftirminnilegastur eftir atvikin inní klefa í hálfleik:)
Sandra Sigurðardóttir, leikmaður stjörnunnar verður í leikbanni ásamt þjálfurum liðsins en þau fengu öll rautt spjald á móti ÍBV í síðustu umferð íslandsmótsins í fyrra.
Eflaust hægt að telja upp marga aðra punkta um leikinn en þetta er nóg í bili:)
Comments:
Skrifa ummæli