föstudagur, maí 12, 2006
1-5 tap á móti breiðablik í gær..
Eftir þetta áttum við réttilega að fá hið minnsta eina vítaspyrnu og fyrir utan það voru tvö vafaatvik sem einnig hefðu getað fært okkur vítaspyrnur en dómarinn var ekki á sama máli...
Breiðablik fékk síðan aukaspyrnu langt útá velli rétt fyrir leikhlé, Edda Garðarsdóttir tók skotið með vindinn í bakið og boltinn sveif því miður fyrir okkur alla leið í slá og inn... Staðan 3-1 í hálfleik.
Beta Gunn gerði síðan tvær breytingar í hálfleik, tók Hallberu og Rut útaf og Thelmurnar hinar ungu mættu til leiks, enda var liðið ekki að standa sig og augljóst að breytinga var þörf..
Seinni hálfleikurinn var því miður verri en sá fyrri og náðum við varla að skapa okkur færi en blikarnir voru reyndar ekki að skapa sér neitt heldur fyr en á cirka 70 mín þegar Gréta Mjöll komst ein í gegn og skoraði fjórða mark blika. Blikarnir náðu síðan að bæta við sínu fimmta marki áður en það var flautað til leiksloka og var þá Vanja enn og aftur á ferð..
Pála fékk síðan að koma inná í nokkrar mínútur og var ánægjulegt að sjá hana spila en hún hefur ekki spilað síðan í júlí í fyrra en þá sleit hún krossbönd í leik á móti ÍBV
Heldur stórt tap í gær sem hefði ekki þurft að fara þannig ef ákveðin atriði í fyrri hálfleik hefðu dottið okkar megin en svo fór sem fór og Blikarnir uppskáru 5-1 sigur..
Liðið: Ása, Rut (Thelma), Ásta, Fríða, Laufey, Hallbera (Telma), Rakel, Kata, Guðrún (pála), Margrét og Guðný
Comments:
Skrifa ummæli