þriðjudagur, maí 16, 2006
6-0 sigur í fyrsta leik:)
Í dag spiluðum við gegn Stjörnunni á nýjum heimavelli okkar Valbjarnarvelli. Leikurinn fór svona frekar rólega af stað en þegar á leið óðum við í færum sem við náðum ekki að nýta, það var ekki fyr en á síðustu mínútu fyrrihálfleiks að Stjörnustelpur gerðu slæm mistök í vörninni sem Dóra María náði að nýta sér til fullnustu og lagði boltann laglega í markið! 1-0 í hálfleik en staðan hefði getið verið 4-5 núll ef við hefðum náð að nýta færin betur..
Við komum sterkar inní seinni hálfleik og var það hún Guona, a.k.a Guðný sem setti mark númer tvö og var það ekki af verri endanum, gott skot utan teigs sem endaði í bláhorninu.. Þriðja markið kom síðan eftir hornspyrnu og var þar Fríða á ferð sem smellti honum í netið eftir gott horn frá Hallberu, Rakel átti síðan fjórða markið eftir fínt samspil, Kata fimmta með frábæru skoti utan teigs, Marco kláraði þetta síðan með stæl eftir góða sókn, Fríða vann boltann sendi hann uppá Dóru Maríu sem renndi honum fyrir og Margrét kláraði 6-0!
Mjög góður liðssigur og deildust mörkin á sex mismunandi leikmenn sem sýnir styrk liðsheildarinnar í kvöld.
Við fengum fínan stuðning í dag en ég skora á trommarana að mæta á næsta leik og taka upp þráðinn frá því í fyrra en hann er á næsta þriðjudag á móti Þór/KA, enda er alltaf skemmtilegra að spila þegar vel heyrist í fólki í stúkunn:)
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða, Guðný, Laufey (Rut) Rakel, Guðrún (Pála) Kata, Dóra María, Hallbera (Thelma) og Margrét
Æfing á morgun klukkan 17.00 - 18.00 og ykkur er velkomið að koma heim til Guggz og horfa á úrslitaleik í Meistaradeildinni beint eftir æfingu!
NJÓTIÐ SUMARSINS - ÍSLANDSMÓTIÐ ER BYRJAÐ!!!
Comments:
Skrifa ummæli