<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 30, 2006

10-0 sigur í þriðja leik!! 

Í kvöld mætti hópurinn í Árbæinn og tókum við fljótlega eftir því að það vantaði einn leikmann í hópinn, a.k.a Black Pearl... eftir miklar umræður og vangaveltur var fundið heimanúmerið hjá Rakel því hún svaraði ekki gemsanum og okkur til mikillar undrunar svaraði Rakel heima hjá sér!!! E-h misskilningur um hvenær leikurinn var hjá henni......en það kom ekki að sök, því hún rauk út í bíl og mætti í tæka tíð og stóð sig frábærlega í leiknum, spurning um að þetta sé e-h nýtt trick hjá henni..

Við spiluðum í bláu varabúningunum okkar í kvöld þar sem Fylkir spilar í sínum hefðbundnu appelsínugulu búningum.

Á 10.mínútu skoruðum við okkar fyrsta mark og þar var á ferð Margrét Lára eftir góðan undirbúning frá hinum eitilharða bakverði Guðný Óðinsdóttur. Við höfðum reyndar skömmu áður skorað annað mark sem dæmt var af vegna rangstöðu.
Margrét borgaði Guðný síðan greiðan með góðri hornspyrnu frá vinstri á 13.mínútu sem Guðný stýrði í netið. Þriðja markið skoraði Laufey Jóhannsdóttir á 19.mínútu en hún fékk boltann út eftir klafs í teignum og skoraði með vinstri, stönginn inn...Margrét og Rakel bættu síðan við mörkum á 24. og 39.mínútu og staðan var 5-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var komið meira rok og orðið frekar kalt í veðri en það kom ekki að sök og við náðum að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik með fimm mörkum í viðbót. Margrét skoraði 6.mark leiksins á 54.mínútu og Rakel sjöunda markið fimm mínútum síðar. Guðný skoraði síðan áttunda markið á 63.mínútu en hún var færð á kantinn og Tatiana var sett í bakvörð í seinni hálfleiknum. Rakel skoraði níunda markið og sitt þriðja mark á 84.mínútu og Margrét Lára innsiglaði síðan 10-0 sigur á 94.mínútu en stelpan setti fernu í leiknum!
Frábær sigur á Fylkisvelli í kvöld þar sem mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta við 10-0 sigri!! :)
Maður leiksins: Rakel Logadóttir
Liðið: Gugga, Laufey (Hallbera), Ásta, Fríða, Guðný, Tatiana (Rut) Kata, Dóra María, Guðrún (Pála) Rakel og Margrét.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow