þriðjudagur, maí 30, 2006
10-0 sigur í þriðja leik!!


Við spiluðum í bláu varabúningunum okkar í kvöld þar sem Fylkir spilar í sínum hefðbundnu appelsínugulu búningum.
Á 10.mínútu skoruðum við okkar fyrsta mark og þar var á ferð Margrét Lára eftir góðan undirbúning frá hinum eitilharða bakverði Guðný Óðinsdóttur. Við h

Margrét borgaði Guðný síðan greiðan með góðri hornspyrnu frá vinstri á 13.mínútu sem Guðný stýrði í netið. Þriðja markið skoraði Laufey Jóhannsdóttir á 19.mínútu en hún fékk boltann út eftir klafs í teignum og skoraði með vinstri, stönginn inn...Margrét og Rakel bættu síðan við mörkum á 24. og 39.mínútu og staðan var 5-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik var komið meira rok og orðið frekar kalt í veðri en það kom ekki að sök og við náðum að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik með fimm mörkum í viðbót. Margrét skoraði 6.mark leiksins á 54.mínútu og Rakel sjöunda markið fimm mínútum síðar. Guðný skoraði síðan áttunda markið á 63.mínútu en hún var færð á kantinn og Tatiana var sett í bakvörð í seinni hálfleiknum. Rakel skoraði níunda markið og sitt þriðja mark á 84.mínútu og Margrét Lára innsiglaði síðan 10-0 sigur á 94.mínútu en stelpan setti fernu í leiknum!
Frábær sigur á Fylkisvelli í kvöld þar sem mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta við 10-0 sigri!! :)
Maður leiksins: Rakel Logadóttir
Liðið: Gugga, Laufey (Hallbera), Ásta, Fríða, Guðný, Tatiana (Rut) Kata, Dóra María, Guðrún (Pála) Rakel og Margrét.
Comments:
Skrifa ummæli