<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 01, 2006

Breiðablik Deildarbikarmeistari 



Í gær spiluðum við úrlsitaleikinn í deildarbikarnum vs Breiðablik í Egilz.
Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan fyrri hálfleik fengum við hornspyrnu og Berry Gísla skoraði örugglega eftir góðan bolta Rakelar. Staðan var 1-0 okkur í vil í hálfleik.
Í seinni hálfleik má nú segja að Breiðablik hafi tekið völd á vellinum, þrátt fyrir mjög góðan varnarleik okkar skoruðu þær 2 mörk upp úr hornspyrnum og höfðu að lokum sigur 1-2. Sóknarleikur okkar varð okkur að falli í leiknum, héldum boltanum illa fram á við og nýttum tækifæri okkar illa.... einhhver hundur í okkar, nú er bara málið að laga það.


Næsti leikur okkar verður við Breiðablik 11.maí í meistarar meistaranna leiknum.
Leikvöllur óákveðinn en leikurinn fer fram kl. 19.00

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow