þriðjudagur, maí 23, 2006
6-0 sigur í kvöld:)

Tvær breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik og fékk hinn nýji leikmaður Vals Tatiana Mathelier að spreyta sig í fremstu víglínu ásamt Pálu Marie Einarsdóttur sem kom inná miðjuna. Við náðum ekki að spila jafnvel í seinni hálfleik með vindinum, en Þórsstelpur voru búnar að pakka í vörn og erfitt að komast fram hjá þeim og finna glufur í vörninni, reyndum oft á tíðum að spila alveg inní markið í staðinn fyrir að skjóta kannski á markið með vindinn í bakið.
Fimmta markið skoraði síðan Tatiana í sínum fyrsta leik og Fríða skoraði síðan sjötta og síðasta markið en bæði mörkin komu eftir klafs í teignum. - ÞRJÚ STIG Í HÖFN
Stuðararnir völdu síðan Margréti Láru mann leiksins og vil ég koma þökkum á framfari að hálfu leikmanna fyrir góðan stuðning í kvöld.
Liðið: Gugga (Ása), Guðný, Fríða, Ásta, Laufey, Guðrún (Pála), Kata, Rakel, Hallbera (Tatiana), Dóra María og Margrét
Síðan ætla ég bara að minna á afmælið á PRAVDA klukkan 21.00 annað kvöld,
C ya all..
Comments:
Skrifa ummæli