<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 30, 2005

Hófið 

Jæja já komið að hófinu góða á morgun. Það verður ekki teiti hjá Evu eins og var planið heldur er mæting niðr´í Smith og Norland (rétt hjá Ármannsvellinum) í kokteil klukkan fimm -- 17:00!! Innilegar óskir hafa borist um að við verðum tímalega því það verða verðlaunaafhendingar og fleiri skemmtilegir dagskráliðir í gangi og ekki verður hægt að bíða með þá lengi. Þannig að við skulum vera til fyrirmyndar og vera fyrstar á svæðið!! Það verður síðan bus frá Smith og félögum undir allt liðið upp á Broadway.

Allar að gera sig sætar snemma og drífa sig svo í kokteilinn ;) Sjáumst...........

sunnudagur, september 25, 2005

Evrópumeistararnir koma í heimsókn! 


Jámm okkar næstu andstæðingar verða ffc Turbine Potsdam http://www.ffc-turbine.de/ en þær ætla að kíkja til okkar á klakann og mæta okkur á Laugardalsvelli þann 9.október nk. (ég held hreinlega að þær viti ekki hvað þær eru að fara út í!! Það er alveg möguleiki á því að það verði snjókoma og brjálað frost þannig....þetta verður bara gaman)
Þar sem það kom aldrei nein almennileg ferðasaga frá Svíþjóð og bara heyrst hefur þá hef ég ákveðið að segja nokkur orð um ferðina. Fyrsti leikurinn eins og allir vita fór 2-1 fyrir Djurgarden sigurmarkið á 92.mín:( (óli sagði nokkur vel valin orð við línuvörðinn segir sagan allavega) held meira að segja að eftirlitsdómarinn hafi viðurkennt það að þetta væri rangstaða og sagt bara "so sorry" og eh rugl!og við unnum síðan Serbana 3-0 í leik númer 2. Þriðji leikurinn var á móti Alma frá Kazakstan og það var hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum. Leikurinn fór síðan 8-0 og var fyrri hálfleikurinn einn sá besti sem þetta lið hefur spilað. Staðan var orðin 3-0 eftir 7 mínútna leik! Í hálfleik var staðan 5-0 og þá fór fram eitt svakalegast “hálfleikspepp” sem ég hef e-h tíman orðið vitni af! Tina Turner sett á fóninn...simply the best, einhverjum þótti þetta ekki fair play...það er víst rétt:S en þetta var mjög líklega eftirminnilegasti hálfleikur sem flestar okkar hafa upplifað...En nóg um það – við komnar í “quarter-finals” eða ÁTTA LIÐA ÚRSLIT!http://www.uefa.com/competitions/WomenCup/FixturesResults/round=2222/index.html Og allir svaka happy! semsagt 6 leikjum lokið 5 sigrar 1 tap, markatala 26-5!
Síðasta kvöldið var tekið með stæl, sumir fóru fyr heim en aðrir, sumir tóku “skemmtiskokk” meðan aðrir húkkuðu sér far. Kjúklingarnir vígðir...“Sæti” splæsti nokkrum línum á liðið enda þóttu hin liðin frekar þunglynd. Óli fór á kostum..Við valsstúlkur bornar saman við atvinnumannaliðin frá Serbíu og Kazakstan litum út fyrir að vera allar sem ein 18 ára gelgjur með myndavélar og Beta var að sjálfsögðu álitin sem leikmaður. Síðasta kvöldið var ekki brauð, salat og kók...Bananarnir í Eskilstuna eru alltaf skærgrænir..Mikið af “start” súkkulaði var étið..Sumir gistu í brjáluðum svítum – aðrir ekki, sumir versluðu (aðallega karlmennirnr í ferðinni) – hinir á McDonalds...Marco gat pantað sjálf..Gamlir unnu oftar í ungir gamlir (með smá hjálp frá Óla) við græddum bleika bolta.. – meira rugl síðar en núna er bara að einbeita sér af EUROCUP !!:)

þriðjudagur, september 20, 2005

some more gossip on the streets of sweden.... 

Heyrst hefur......

Að Gugga hafi týnst í svíþjóð....

Að Valsstelpurnar hafi gist á sænku fyrirvernadi hóru-húsi þar sem lyftan úr Titanic var að hruni komin.

Að Elín sé komin með nýtt viðurnefni....Ella Franz...

Að kónglærnar hafi gert vart við sig á hóru....hótelinu!

Að Rakel hafi aftur orðið "bílveik"

Að Ella Franz hafi höstlað 3 "linking Park" gaura og komið þeim heim á hótel

Að laufey olafs eða lufen hausen hafi rekið "linking park" gaurana út með regghlíf.

Að gugga hafi loksins fundist eftir liðsfélagar hennar ráku hinar ýmsar slóðir út um allt.

Að óli hafi farið á kostum með hvíta hárbandið og "skin-hólkinn"

Að Kjúllarnir séu nú vígðar!

Að Rakel sé með stungusár á kviðnum.

Að slökkt hafi verið á míkrófónunum á karíókí barnum þegar "take on me" var sungið. En svo voru lætin að íbúar á efri hæðinni vöknuðu upp við væran blund og við reknar út!

Að fólkið sem átti heima fyrir ofan karíókí barinn sé enn að jafna sig eftir þetta mikla svefnleysi....

Jæja, þetta er það sem heyrst hefur á götunum....bætið við ef við erum að gleyma einhverju....

föstudagur, september 16, 2005

Góður sigur gegn Serbiu og montenegro 

Það verður að sjálfsögðu að minnast á 3-0 sigur okkar í Euro hérna úti... Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og við kannski full varkárar í okkar og staðan í hálfleik var 0-0. Eftir þónokkrar róteringar á liðinu stigum við upp úr grasrótinni og skoruðum 3 glæsileg mörk og jörðuðum serbnesku gellurnar hreinlega. Völlurinn sem við erum búnar að spila á er ekkert smá flottur og umgjörðin í kringum leikina glæsileg. Síðasti leikur okkar mun því miður fara fram á einhverju túni suður í sveit hérna Svíþjóðarmegin. En við erum vanar ýmsum aðstæðum frá Íslandi.....

Veðurspáin er glaðasólskin :) Eftir bænastund fengum við sem betur fer þokkalegan dómara á leikinn en eins og flestir vita geta sumir dómararnir í kvennaklíkunni (sérstaklega þessar rússnesku) verið ansi rúðustrikaðar :) Vonandi verða þessi má ljómmmmandi góð morgens

Kazakstan er kannski ekki fremsta knattspyrnuþjóð heims en leikmenn Alma eru samt sem áður allar í landsliðshópi KZT og eru þær með vel skipulagt lið svona miðað við það sem við höfum séð. Það má því búast við hörkuleik kl. 10.00 í fyrramálið að íslenskum tíma. ´

Áfram Valur nær og fjær og þið verðið kannski með okkur í huganum ÖLL :)

Heyrst hefur frá Sverge..... 

Að Íris sé með tvö höfuð....
Að elítan hafi fengið svítur á hótelinu, hinir ekki....
Að það sé annað lið á Íslandi sem er miklu betra en við, en miðað við það fara þær væntanlega AUÐVELDLEGA í 8 liða úrslit enda ætla þær sér víst að verða Evrópumeistarar á næsta ári:)
Að Láfý viti loksins hvað rautt kók er...
Að tvöfaldur titill sé ekki nóg til að halda þjálfarastarfi......
Að serbarnir og píurnar frá Kasakstan séu ekkert sérstaklega kvennlegar til fara....
Að Guðrún hafi verið með Viktoriu Svensson í vasanum....
Að Óli sé komin í sænsku "mail"tískuna.....
Að "sæti" sé búinn að heilla íslensku dömurnar upp úr skónum.....
Að STÓR könguló með stórar VÍGTENNUR hafi ráðist á þjálfarann og hrætt líftóruna og þeim sem viðstaddir voru.... p.s. líðan þjálfara er eftir atvikum góð
Að liðið sé búið að borða meira brauð og drekka meira kók en venjulega á hálfu ári....
meira síðar....

miðvikudagur, september 14, 2005

Að hugnast ???? 

Smá könnun .....
Er einhver hérna úti sem getur sagt okkur hvað það þýðir "að hugnast" ???
Plís svara
Kveðja Eva Ástrós

Nýr dagur og GLEÐIN KOMIN Á NÝ 

við tókum nokkra klukkutíma í að svekkja okkur á þessu leiðinlega tapi í gær en þegar teamið vaknaði í morgun þá var komin rífandi stemmning í mannskapinn aftur. Við tókum æfingu í hádegi (ef æfingu skyldi kalla).... fók var nú frekar þreytt og þungt í fótunum en skokkið og fyrigjafirnar voru ekki lengi að laga þann kvilla :) Sumar tóku sér hvíld eftir u.þ.b. 30 mín æfingu og ekki leið að löngu þar til þær voru búnar að troða sér ofan í boltapokana í pokahlaup og svo til að toppa ruglið þá voru sumar búnar að troða boltum undir peysuna hjá sér til að stækka brjóstin svolítið :) Það fór þeim bara helvíti vel... Fríða fékk loksins barminn sem hún þráði hehe

Maturinn hérna hefur einn sá besti sem Íslenskt föruneyti hefur bragðað.... not.... Í dag söfnuðum við kröftum með því að "éta" einhverja buffaló kássu sem við fullyrðum að hafi verið einhverjar hestatæjur í brúnni sósu... maður veit náttla ekkert hvað þetta fólk er að elda ofan í okkur, gætu alveg eins verið einhverjir flækingskettir í brúnni sósu ;)

Planið var að horfa á OC núna fyrir kvöldmat (nýjasta sería mætt á svæðið) en það þarf liklega að fresta frumsýningunni þar sem að Gugga, Fríða, Guðrún og fl. finnast ekki inni á hóteli.... þið megið svo bara giska af hverju þær finnast ekki ???????? smá hint..... hótelið er í miðbænum ca. 200m frá aðalverslunargötunni í ESKILSTUNA... síðast sást til Guggu og Fríðu fyrir 2 tímum en þá var Gugga komin með 3 poka og Fríða einn en það var líka bara 15 mín eftir hádegismatinn :)


Later fólk og hafiði það gott á ÍSLANDINU GÓÐA

Kveðja frá SWEDEN með gleði í hjarta og rísandi sól að sjálfsögðu ;)

P.s Íris er að jafna sig eftir höfuðhöggið verður líklega leikfær á morgun en hún er orðin eins og tvíhöfði þar sem nýtt höfuð hefur skotist út úr enninu á henni, spurning um að tússa augu og munn á ennið þá fer líklega enginn Serbi nálægt henni á morgun :)

þriðjudagur, september 13, 2005

ÓENDANLEGA svekkjandi 

jæja þá er fyrsta leik okkar lokið í 2.umferð Evrópukeppninnar.....
Leikurinn fór frekar rólega af stað en við fengum fyrsta færi leiksins þegar Rakel Loga komst ein inn á vítateig en Svíunum tókst með naumindum að bjarga boltanum af teig. Stuttu síðar átti Guðný skot af stuttu færi sem varið var af línu af varnarmanni. Það var hins vegar svíarnir sem komust yfir í leiknum eftir frábært spil upp vinstri kantinn sem endaði með skoti úr vítateignum. Það tók okkur ekki nema 10 mínútur að jafna leikinn en það gerðum við eftir frábæra sókn sem hófst hjá Rakel sem sendi boltann snyrtilega á Margréti og hún dróg til sín 2 varnarmenn og sendi svo hárfínt inn á Laufeyu sem skoraði örugglega af stuttu færi. Seinni háfleikur einkenndist af miklu miðjuþófi þar og stjórnuðu Svíarnar leiknum. Varnarleikur okkar frá frábær og þeim tókst ekki að skapa sér eitt einasta færi fyrr en á 92.mín í uppbótartíma þegar Victoria Svensson fékk boltann inni í teig og skoraði af miklu öryggi fram hjá GUGGU sem hafði annars mjög lítið að gera í markinu í síðari hálfleik. Við sóttum ekki mikið í seinni hálfleik enda var markmiðið að halda stiginu sem við höfðum unnið svo vel fyrir. Það var gríðarlega erfitt að sjá á eftir stiginu enda var frammistaða liðsins frábær. Á 68.mín urðum við fyrir áfalli þegar að Íris lenti í samstuði sem varð til þess að hún vankaðist alvarlega og þurfti að fara af velli. Óvíst er um þátttöku hennar í þeim leikjum sem eftir eru en hún er á sjúkrahúsi í skoðun þegar þessi orð eru skrifuð.

Við spiluðum 4-2-3-1 og gekk taktíkin virkilega vel upp að þessu sinni. Við getum borið höfuðið hátt eftir þennan leik enda engir smá mótherjar sem við mættum og það á þeirra heimavelli.

Liðið: Gugga - Ásta - Dóra - Íris (Kata 68 mín) - Laufey - Fríða - Guðrún - Rakel - Laufey - Guðný - Margrét

Mark: Laufey Ólafs 38.mín

miðvikudagur, september 07, 2005

Coming up..... 

Íslandsmótið - búið.....silfrið..jæja..
bikarinn - búinn.......undanúrslit..jájá..
Euro cup - 16 liða úrslit;) allt að gerast!

Stemma hópinn upp - "ugly clothes practise" eða með öðrum orðum það er ljótu fata æfing sunnudaginn 11. september eða on the nine-eleven eins og kanarnir myndu segja um þann merka dag...

smá slúður rétt fyrir ferð.....heyrst hefur..
Að Rakel eyði meiri vinnu í bloggið sitt heldur en skólann...
Að krakkinn okkar Guðný sé komin með bloggsíðu..
Að Marco og Dora Maria séu báðar orðnar módel, forsíða, heilsíða..name it - þær eru á leiðinni til USA - americas next waiting...EUROCUP hvað?
Að Dóra þyktist vera voða þroskuð og hámenntuð pía - orðin kennari????
Að Laufey og Írisi langi líka að verða kennarar...og líka Rakeli og Kötu??
Að liðið sem er færra í tapi alltaf í stigakeppni??
Að ísskápurinn sé ennþá tómur....
Að hlíðarendi sé að hverfa...
Að búningarnir í mótslok passi á 5.flokk kvenna.....;)
Að Buffon sætti sig við Puma hanska...Gugga ekki...
Að það sé svona 90% af liðinu í skóla....
Að Beta sé one of the blue,búin að segja skilið við Puma og Errea sé tískan í dag...
Að Vilborg stefni á að dúxa of course:)
Að Jóhanna sé stödd á klakanum...
meira rugl síðar...

mánudagur, september 05, 2005

Fréttir frá Laugó..og svona 

Sælar og takk fyrir síðast.....sem sagt...síðasti leikurinn var í gær á móti KR(ónunum) og unnum við örugglega 5-núll. (Margrét Markamaskínan okkar skoraði 2, Mjálmfríður 1, Láfý 'olafs 1 og Pearlí eitt) Síðan fengum við silfrið afhent við hátílega athöfn þar sem 'Eg (rakel loga) og ásta hlupum svo einar...siflurhringinn þar sem hinar voru svo miklir plebbar að hlaupa ekki með okkur!:) takk fyrir stuðningin girls!! We appreciate it! ;)

Allavegna það er nóg um að vera á laugó´hja mér og Kate. Við fórum í heitapottinn í dag þar sem flugurnrar ákváðu í sameiningu að ráðast á eina stelpu og leggja hana í einelti. 'eg og Kate horfðum á okkur til mikilla ánægju og yndisauka. Síðan erum við búnar að hanga á netinu í fimm tíma...fórum svo og stálum snúru frá heimavistinni til að geta horft á sjonvarpið. Sem sagt....með öðrum orðum...það er allt að gerast hérna á laugó!!!!!!

En víkjum okkur að öðru máli...EUR'O keppnin fer að rúlla af stað....förum við út á manudaginn og spilum fyrsta leikinn gegn DJURGATEN.....eða eitthvað.......Þetta verður gaman!

en jæja nú er komin háttatimi hja mer og Kate..........(þetta er ótruleg blanda...kate er þrifsjúk og ég er alltaf svöng)

anívei.....góða nótt!

P.S . enda þessa færslu með finnskum HOTTIES!! YEA BABY YEA!!! (held að þetta sé gaurinn sem var að reyna við dóru maríu!);)




fimmtudagur, september 01, 2005

Íslandsmeistaratitilinn kvaddur 

Í gær tryggði Breiðablik sér Íslandsmeistaratitilinn í Landsbankadeildinni 2005. Það hefur verið gaman að geyma bikarinn undanfarið ár og góðar minningar um hann vel geymdar. Það er samt ekki hægt að segja annað en að Breiðablik eigi bikarinn skilið eftir taplaust sumar og óskum við þeim til hamingju með titilinn. Núna spýtum við valsmenn bara í lófana og gerum allt sem við getum til að vinna titilinn til baka að ári.

Næsti leikur okkar er á sunnudag á móti KR JAFNFRAMT okkar síðasti leikur hér heima í sumar. Leikurinn er að Hliðarenda kl. 14.00


Valur - FH 2-0 

Í kvöld fórum við í heimsókn í kaplakrika og spiluðum við FH, leikurinn var spilaður í fínu veðri og vallaraðstæður góðar, alltaf gaman að mæta í krikann!:)
Í byrjun leiks vorum við mun betri aðillinn í leiknum og áttum nokkur mjög góð færi og skoruðum fyrsta markið,sem var reyndar sjálfsmark, eftir góða rispu Margrétar Láru og Íris fylgi boltanum í netið að þvílíku harðfylgi. staðan 1-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik spiluðum við aðeins betri fótbolta og uppskárum annað mark eftir að Íris var felld inní teig og vítaspyrna var réttilega dæmd sem Íris tók sjálf og skoraði örugglega. Góður endir hjá Írisi á íslandsmótinu þar sem hún spilaði sinn síðasta leik því hún verður í banni á móti KR. Við vorum mun meira með boltann allan leikinn en FH stúlkur börðust kröftulega, sem eðlilegt er, því þær eru í bullandi fallbaráttu og niðurstaðan 2-0 í leikslok.
Margir leikmenn sem hafa spilað lítið fengu að spreyta sig í leiknum og stóð liðið sig í heild hreint ágætlega bara.
Liðið: Gugga, Elín, Ásta, Íris, Laufey Jó, Rut, Rakel, Dóra Stef (Guðrún) , Vilborg (Guðný) , Kata og Margrét (Beta).
[Laufey Ólafs fékk frí, Fríða er búin að vera veik og meidd, Pála eins og flestir vita að koma úr krossbandaaðgerð, Dóra María farin til USA, allir einhversstaðar bara, Kristín Ýr ennþá meidd, Lilja farin aftur í stjörnuna og svo söknum við ennþá Nínu;) !!]
Guðrún átti 19 ára afmæli í dag, og kom inná og stóð sig frábærlega og átti eina bestu tæklingu sem sést hefur í suma :) Beta litla spilaði einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik og stóð sig með prýði.
Næsti leikur og okkar og sá síðasti til að púsla liðinu saman fyrir Evrópukeppnina er á sunnudaginn á móti KR og búumst við að sjálfsögðu við hörkuleik!
Áfram Valur!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow