sunnudagur, september 25, 2005
Evrópumeistararnir koma í heimsókn!
Jámm okkar næstu andstæðingar verða ffc Turbine Potsdam http://www.ffc-turbine.de/ en þær ætla að kíkja til okkar á klakann og mæta okkur á Laugardalsvelli þann 9.október nk. (ég held hreinlega að þær viti ekki hvað þær eru að fara út í!! Það er alveg möguleiki á því að það verði snjókoma og brjálað frost þannig....þetta verður bara gaman)
Þar sem það kom aldrei nein almennileg ferðasaga frá Svíþjóð og bara heyrst hefur þá hef ég ákveðið að segja nokkur orð um ferðina. Fyrsti leikurinn eins og allir vita fór 2-1 fyrir Djurgarden sigurmarkið á 92.mín:( (óli sagði nokkur vel valin orð við línuvörðinn segir sagan allavega) held meira að segja að eftirlitsdómarinn hafi viðurkennt það að þetta væri rangstaða og sagt bara "so sorry" og eh rugl!og við unnum síðan Serbana 3-0 í leik númer 2. Þriðji leikurinn var á móti Alma frá Kazakstan og það var hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum. Leikurinn fór síðan 8-0 og var fyrri hálfleikurinn einn sá besti sem þetta lið hefur spilað. Staðan var orðin 3-0 eftir 7 mínútna leik! Í hálfleik var staðan 5-0 og þá fór fram eitt svakalegast “hálfleikspepp” sem ég hef e-h tíman orðið vitni af! Tina Turner sett á fóninn...simply the best, einhverjum þótti þetta ekki fair play...það er víst rétt:S en þetta var mjög líklega eftirminnilegasti hálfleikur sem flestar okkar hafa upplifað...En nóg um það – við komnar í “quarter-finals” eða ÁTTA LIÐA ÚRSLIT!http://www.uefa.com/competitions/WomenCup/FixturesResults/round=2222/index.html Og allir svaka happy! semsagt 6 leikjum lokið 5 sigrar 1 tap, markatala 26-5!
Síðasta kvöldið var tekið með stæl, sumir fóru fyr heim en aðrir, sumir tóku “skemmtiskokk” meðan aðrir húkkuðu sér far. Kjúklingarnir vígðir...“Sæti” splæsti nokkrum línum á liðið enda þóttu hin liðin frekar þunglynd. Óli fór á kostum..Við valsstúlkur bornar saman við atvinnumannaliðin frá Serbíu og Kazakstan litum út fyrir að vera allar sem ein 18 ára gelgjur með myndavélar og Beta var að sjálfsögðu álitin sem leikmaður. Síðasta kvöldið var ekki brauð, salat og kók...Bananarnir í Eskilstuna eru alltaf skærgrænir..Mikið af “start” súkkulaði var étið..Sumir gistu í brjáluðum svítum – aðrir ekki, sumir versluðu (aðallega karlmennirnr í ferðinni) – hinir á McDonalds...Marco gat pantað sjálf..Gamlir unnu oftar í ungir gamlir (með smá hjálp frá Óla) við græddum bleika bolta.. – meira rugl síðar en núna er bara að einbeita sér af EUROCUP !!:)
Comments:
Skrifa ummæli