<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 14, 2005

Nýr dagur og GLEÐIN KOMIN Á NÝ 

við tókum nokkra klukkutíma í að svekkja okkur á þessu leiðinlega tapi í gær en þegar teamið vaknaði í morgun þá var komin rífandi stemmning í mannskapinn aftur. Við tókum æfingu í hádegi (ef æfingu skyldi kalla).... fók var nú frekar þreytt og þungt í fótunum en skokkið og fyrigjafirnar voru ekki lengi að laga þann kvilla :) Sumar tóku sér hvíld eftir u.þ.b. 30 mín æfingu og ekki leið að löngu þar til þær voru búnar að troða sér ofan í boltapokana í pokahlaup og svo til að toppa ruglið þá voru sumar búnar að troða boltum undir peysuna hjá sér til að stækka brjóstin svolítið :) Það fór þeim bara helvíti vel... Fríða fékk loksins barminn sem hún þráði hehe

Maturinn hérna hefur einn sá besti sem Íslenskt föruneyti hefur bragðað.... not.... Í dag söfnuðum við kröftum með því að "éta" einhverja buffaló kássu sem við fullyrðum að hafi verið einhverjar hestatæjur í brúnni sósu... maður veit náttla ekkert hvað þetta fólk er að elda ofan í okkur, gætu alveg eins verið einhverjir flækingskettir í brúnni sósu ;)

Planið var að horfa á OC núna fyrir kvöldmat (nýjasta sería mætt á svæðið) en það þarf liklega að fresta frumsýningunni þar sem að Gugga, Fríða, Guðrún og fl. finnast ekki inni á hóteli.... þið megið svo bara giska af hverju þær finnast ekki ???????? smá hint..... hótelið er í miðbænum ca. 200m frá aðalverslunargötunni í ESKILSTUNA... síðast sást til Guggu og Fríðu fyrir 2 tímum en þá var Gugga komin með 3 poka og Fríða einn en það var líka bara 15 mín eftir hádegismatinn :)


Later fólk og hafiði það gott á ÍSLANDINU GÓÐA

Kveðja frá SWEDEN með gleði í hjarta og rísandi sól að sjálfsögðu ;)

P.s Íris er að jafna sig eftir höfuðhöggið verður líklega leikfær á morgun en hún er orðin eins og tvíhöfði þar sem nýtt höfuð hefur skotist út úr enninu á henni, spurning um að tússa augu og munn á ennið þá fer líklega enginn Serbi nálægt henni á morgun :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow