<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 01, 2005

Valur - FH 2-0 

Í kvöld fórum við í heimsókn í kaplakrika og spiluðum við FH, leikurinn var spilaður í fínu veðri og vallaraðstæður góðar, alltaf gaman að mæta í krikann!:)
Í byrjun leiks vorum við mun betri aðillinn í leiknum og áttum nokkur mjög góð færi og skoruðum fyrsta markið,sem var reyndar sjálfsmark, eftir góða rispu Margrétar Láru og Íris fylgi boltanum í netið að þvílíku harðfylgi. staðan 1-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik spiluðum við aðeins betri fótbolta og uppskárum annað mark eftir að Íris var felld inní teig og vítaspyrna var réttilega dæmd sem Íris tók sjálf og skoraði örugglega. Góður endir hjá Írisi á íslandsmótinu þar sem hún spilaði sinn síðasta leik því hún verður í banni á móti KR. Við vorum mun meira með boltann allan leikinn en FH stúlkur börðust kröftulega, sem eðlilegt er, því þær eru í bullandi fallbaráttu og niðurstaðan 2-0 í leikslok.
Margir leikmenn sem hafa spilað lítið fengu að spreyta sig í leiknum og stóð liðið sig í heild hreint ágætlega bara.
Liðið: Gugga, Elín, Ásta, Íris, Laufey Jó, Rut, Rakel, Dóra Stef (Guðrún) , Vilborg (Guðný) , Kata og Margrét (Beta).
[Laufey Ólafs fékk frí, Fríða er búin að vera veik og meidd, Pála eins og flestir vita að koma úr krossbandaaðgerð, Dóra María farin til USA, allir einhversstaðar bara, Kristín Ýr ennþá meidd, Lilja farin aftur í stjörnuna og svo söknum við ennþá Nínu;) !!]
Guðrún átti 19 ára afmæli í dag, og kom inná og stóð sig frábærlega og átti eina bestu tæklingu sem sést hefur í suma :) Beta litla spilaði einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik og stóð sig með prýði.
Næsti leikur og okkar og sá síðasti til að púsla liðinu saman fyrir Evrópukeppnina er á sunnudaginn á móti KR og búumst við að sjálfsögðu við hörkuleik!
Áfram Valur!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow