þriðjudagur, september 13, 2005
ÓENDANLEGA svekkjandi
jæja þá er fyrsta leik okkar lokið í 2.umferð Evrópukeppninnar.....
Leikurinn fór frekar rólega af stað en við fengum fyrsta færi leiksins þegar Rakel Loga komst ein inn á vítateig en Svíunum tókst með naumindum að bjarga boltanum af teig. Stuttu síðar átti Guðný skot af stuttu færi sem varið var af línu af varnarmanni. Það var hins vegar svíarnir sem komust yfir í leiknum eftir frábært spil upp vinstri kantinn sem endaði með skoti úr vítateignum. Það tók okkur ekki nema 10 mínútur að jafna leikinn en það gerðum við eftir frábæra sókn sem hófst hjá Rakel sem sendi boltann snyrtilega á Margréti og hún dróg til sín 2 varnarmenn og sendi svo hárfínt inn á Laufeyu sem skoraði örugglega af stuttu færi. Seinni háfleikur einkenndist af miklu miðjuþófi þar og stjórnuðu Svíarnar leiknum. Varnarleikur okkar frá frábær og þeim tókst ekki að skapa sér eitt einasta færi fyrr en á 92.mín í uppbótartíma þegar Victoria Svensson fékk boltann inni í teig og skoraði af miklu öryggi fram hjá GUGGU sem hafði annars mjög lítið að gera í markinu í síðari hálfleik. Við sóttum ekki mikið í seinni hálfleik enda var markmiðið að halda stiginu sem við höfðum unnið svo vel fyrir. Það var gríðarlega erfitt að sjá á eftir stiginu enda var frammistaða liðsins frábær. Á 68.mín urðum við fyrir áfalli þegar að Íris lenti í samstuði sem varð til þess að hún vankaðist alvarlega og þurfti að fara af velli. Óvíst er um þátttöku hennar í þeim leikjum sem eftir eru en hún er á sjúkrahúsi í skoðun þegar þessi orð eru skrifuð.
Við spiluðum 4-2-3-1 og gekk taktíkin virkilega vel upp að þessu sinni. Við getum borið höfuðið hátt eftir þennan leik enda engir smá mótherjar sem við mættum og það á þeirra heimavelli.
Liðið: Gugga - Ásta - Dóra - Íris (Kata 68 mín) - Laufey - Fríða - Guðrún - Rakel - Laufey - Guðný - Margrét
Mark: Laufey Ólafs 38.mín
Leikurinn fór frekar rólega af stað en við fengum fyrsta færi leiksins þegar Rakel Loga komst ein inn á vítateig en Svíunum tókst með naumindum að bjarga boltanum af teig. Stuttu síðar átti Guðný skot af stuttu færi sem varið var af línu af varnarmanni. Það var hins vegar svíarnir sem komust yfir í leiknum eftir frábært spil upp vinstri kantinn sem endaði með skoti úr vítateignum. Það tók okkur ekki nema 10 mínútur að jafna leikinn en það gerðum við eftir frábæra sókn sem hófst hjá Rakel sem sendi boltann snyrtilega á Margréti og hún dróg til sín 2 varnarmenn og sendi svo hárfínt inn á Laufeyu sem skoraði örugglega af stuttu færi. Seinni háfleikur einkenndist af miklu miðjuþófi þar og stjórnuðu Svíarnar leiknum. Varnarleikur okkar frá frábær og þeim tókst ekki að skapa sér eitt einasta færi fyrr en á 92.mín í uppbótartíma þegar Victoria Svensson fékk boltann inni í teig og skoraði af miklu öryggi fram hjá GUGGU sem hafði annars mjög lítið að gera í markinu í síðari hálfleik. Við sóttum ekki mikið í seinni hálfleik enda var markmiðið að halda stiginu sem við höfðum unnið svo vel fyrir. Það var gríðarlega erfitt að sjá á eftir stiginu enda var frammistaða liðsins frábær. Á 68.mín urðum við fyrir áfalli þegar að Íris lenti í samstuði sem varð til þess að hún vankaðist alvarlega og þurfti að fara af velli. Óvíst er um þátttöku hennar í þeim leikjum sem eftir eru en hún er á sjúkrahúsi í skoðun þegar þessi orð eru skrifuð.
Við spiluðum 4-2-3-1 og gekk taktíkin virkilega vel upp að þessu sinni. Við getum borið höfuðið hátt eftir þennan leik enda engir smá mótherjar sem við mættum og það á þeirra heimavelli.
Liðið: Gugga - Ásta - Dóra - Íris (Kata 68 mín) - Laufey - Fríða - Guðrún - Rakel - Laufey - Guðný - Margrét
Mark: Laufey Ólafs 38.mín
Comments:
Skrifa ummæli