fimmtudagur, apríl 29, 2004
Markmannsþjálfarinn vill koma eftirfarandi á framfæri...
Á laugardaginn kl. 14.00 er stórleikur í Fífunni en þá mætast stórveldið HK og ferðafélagar okkar úr Grafarvoginum Fjölnir. Allir sannir stuðningsmenn Gulla eru hvattir til að mæta.
Fjölnisstrákar gangi ykkur vel að skora, maðurinn er svakalegur milli stanganna. húfffffff :)
Fjölnisstrákar gangi ykkur vel að skora, maðurinn er svakalegur milli stanganna. húfffffff :)
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Æfing fimmtudag og föstudag og svo 1.maí laugardagur
Svo það fari nú ekki framhjá neinum þá vil ég ÍTREKA að æfingin á morgun fimmtudag verður í Egilshöll kl. 20.00 - 21.30 og er mjög mikilvægt að allar mæti á hana. Æfingin á föstudag verður EKKI í Egilshöll, hún færist niður í Valsheimili og verður fyrr eða kl.17.00. 1.maí er síðan ákveðið skylduverkefni sem við verðum að gera ALLAR. Mæting 10.00 í Valsheimili þarf undirbúum við Aðalvöllinn undir stórviðburði sumarsins.
Gunnarz
Gunnarz
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Valur - Stjarnan 6 - 1
Þá er síðasta leik riðlakeppninnar lokið og honum lauk með sigri okkar 6-1. Vilborg skoraði fyrsta markið, Dóra María annað svo Íris og staðan var 3-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Laufey mark með skoti sem er nú frekar ótrúlegt eiginlega :) hehe og svo kom Nína inn á senterinn og setti tvö kvikindi í lokin. Alltí lagi leikur svona í heildina en ekkert sérlega vel spilaður af okkar hálfu og því verður ekkert meira talað um hann hér. Næsti leikur verður því að öllum líkindum við KR í undanúrslitum þar sem þær steinlágu fyrir kópvogsbúum í kvöld 4-0.
Valur - Stjarnan deildarbikar kl. 18.00
Í dag Þriðjudag... á Leiknisvellinum síðasti leikur okkar í deildarbikar, með sigri endum við efstar og tryggjum okkur þar með gott sæti í undanúrslitum. Endilega mæta á völlinn í þessu blíðskaparveðri :)
laugardagur, apríl 24, 2004
U-19 íSLAND - ÞÝSKALAND 1 - 5
Síðasta leik lokið með sigri Þýskalands 1 - 5. Allar okkar dömur voru í byrjunarliði að þessu sinni. Margrét Lára kom Íslandi yfir með marki úr aukaspyrnu en þjóðverjar skoruðu síðan allt of mörk eftir það og heimildir herma að Ísland hafi farið hrikalega illa með mörg góð færi og því gefi tölurnar ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins.
fimmtudagur, apríl 22, 2004
U-19 íSLAND - PÓLLAND 3-1
Öðrum leik liðsins er lokið í Póllandi, leikurinn var einmitt við Pólland og endaði með sigri Íslands
3-1. Nína, Gugga, Dóra og Dóra María voru í byrjunarliði. Regína var á bekknum en kom inná á 57.mínútu :) Greta skoraði 2 mörk og Margrét Lára 1. Annars bara vel gert enn eina ferðina.
Hreinn úrslitaleikur við Þýskaland á laugardag það verður eitthvað spennó.
3-1. Nína, Gugga, Dóra og Dóra María voru í byrjunarliði. Regína var á bekknum en kom inná á 57.mínútu :) Greta skoraði 2 mörk og Margrét Lára 1. Annars bara vel gert enn eina ferðina.
Hreinn úrslitaleikur við Þýskaland á laugardag það verður eitthvað spennó.
þriðjudagur, apríl 20, 2004
U-19 Ísland - Ungverjaland 4-0
í morgun fór fyrsti leikurinn fram í keppninni og lauk honum með sigri Íslands 4-0. Gugga, Dóra, Dóra María og Nína voru í byrjunarliði en Regína vermdi bekkinn að þessu sinni. Nína hélt uppteknum hætti og skoraði 2 mörk, Dóra skoraði eitt mark og Margrét Lára síðan eitt úr vítaspyrnu. Heimildir herma að Gugga hafi átt stórleik í markinu og varið m.a. tvisvar meistaralega dauðafæri Ungverjanna. Regína kom ekki við sögu í leiknum. Okkar stúlkur því afa áberandi að vanda í dag :) Vel gert
mánudagur, apríl 19, 2004
Kaffihúsakvöld kvennaráðs
Þriðjduaginn 27.apríl kl. 20.00 þá stendur kvennáráð Vals fyrir kaffihúsakvöldi. Við verðum að taka þátt í kvöldinu með þvi að safna gestum á kvöldið, safna vinningum fyrir happadrættið og baka kökur. Þetta er sami dagur og við spilum við Stjörnuna í deildarbikar svo það verður bara að bruna niðrí Valsheimili strax eftir leik... mikilvægt er að allar taki þátt því þetta er nánast eina fjáröflun kvennráðs vegna flokksins (auðvitað fyrir utan sjoppustússið allt saman) :) Klárum þetta verkefni
Thanx
Beti
Thanx
Beti
sunnudagur, apríl 18, 2004
ÍBV - Valur 0 - 3
Föstudagurinn var ljúfur... unnum í það minnsta mjög ljúfan sigur á erfiðum andstæðingi frá Vestmannaeyjum. Nína setti 2 týpisk Nínumörk í fyrrihálfleik kannski örlítið gegn gangi leiksins en Gugga sá bara svo svakalega vel við hvítu senterunum hinu megin. Í háfleik löguðum við leik okkar mikið og spiluðum massive game í seinni hálfleik þar sem aldrei var spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Dóra skoraði síðasta mark okkar eftir góða skyndisókn. Fallegur sigur sem við þurftum líka heldur betur að hafa fyrir, allir leikmenn okkar spiluðu glimrandi vel..... Vel gert eins og maðurinn sagði :)
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Þessi er ekki í Val!!
Pössum að þetta komi ekki fyrir okkur í Hreyfingu - verðum að lúkka vel svona fyrstu dagana okkar þar.
Valur - ÍBV á morgun 20.30 í Egilshallen
Valsmenn nær og fjær og aðrir velunnarar okkar..... mætið á leikinn á morgun og styðjið okkur í hörkuleik. Það er heitt og gott í Egilshöll svo það er ekki amalegt að mæta þangað á föstudagskveldi og njóta þess að horfa á góða skemmtun í hlýjunni.
Gras + lyftingar
Jæja nú þegar við erum byrjaðar á grasinu fyrr en nokkru sinni áður þá er komið að því að við byrjum að lyfta eins og um var talað. Fyrsta lyftingaræfing ársins verður í Hreyfingu á laugardaginn kl. 11.00 þá förum við yfir prógramið sem við munum fylgja næstu vikurnar... ekki seinna vænna að fara að lyfta smá lóðum.
Beti og Óla
Beti og Óla
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli var eithvað að pípa um að það væri ekkert talað um hann á síðunni og hér kemur það.
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli-Gulli
Gulli var eithvað að pípa um að það væri ekkert talað um hann á síðunni og hér kemur það.
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Bekkpressukeppnin
Það er komið að keppninni... nú þurfa að allar að fara að æfa sig í laumi í bekkpressu ... það eru vegleg verðlaun í húfi fyrir sigurvegarann. Þið hafið 4 vikur til að æfa ykkur um miðjan maí verður púlsinn tekinn í bekknum. Pumpa og pumpa ...
Kata jóns er komin í 45kg í Noregi, hún skoraði á ykkur að slá hana út
Kata jóns er komin í 45kg í Noregi, hún skoraði á ykkur að slá hana út
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Breiðablik 3 - Valur 3
Jæja þá er leik lokið. Leikurinn byrjaði skelfilega af okkar hálfu áttum í miklu basli með græningjana fyrstu mínúturnar og lentum 1-0 undir fljótlega. Unnum okkur svo inn í leikinn og náðum yfirhöndinni 1-2 með mörkum frá Kristínu Ýr og Nínu. Blikar jöfnuðu svo fyrir hlé 2-2. Við ætluðum okkur alltaf sigur og spiluðum því stífan sóknarleik í seinni hálfleik sem kom reyndar niður á okkur þegar við lentum gegn gangi leiksins undir 3-2. Eftir markið var einstefna að marki Blika við áttum hverja sóknina á fætur annarri og sköpuðum okkur fullt af færum sem skiluðu þó einu marki (Dóra María) og jafntefli 3-3. Að vissu leyti sanngjörn úrslit því Blikar börðust vel og spiluðu agaðan leik gegn okkur en það verður aldrei vafi um það hvort liðið var meira með boltann og skapaði sér fleiri færi... en það er víst ekki nóg og við spýtum að sjálfsögðu í lófana fyrir næsta leik og sýnum styrk okkar á nýjan leik.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Valur - Breiðablik miðvikudag kl. 20.30
Á morgun spilum við við stórlið Breiðabliks í deildarbikarnum. Leikurinn fer fram í hinni rómuðu Reykjaneshöll kl. 20.30.
Kæra fólk Endilega leggið leið ykkar á völlinn því það er frídagur daginn eftir. Höldum endalaust áfram með frasann "If you dont go you wont know" já og mundu það svo.
Kæra fólk Endilega leggið leið ykkar á völlinn því það er frídagur daginn eftir. Höldum endalaust áfram með frasann "If you dont go you wont know" já og mundu það svo.
mánudagur, apríl 05, 2004
STUÐNINGS PRÓGRAM Á MORGUN
Jæja stelpurnar í handboltanum lentu í þeim hremmingum að þurfa að spila þriðja leik gegn Víkingum í úrslitunum.
Það þýðir líka bara EITT að stuðningsmannaklúbburinn Hvæs þarf að mæta á svæðið aftur.
Við leggjum til eftirfarandi prógram:
16.30-18.00 ÆFING Í Egils
18.15-19.00 Subway
19.15 VALSHEIMILI All dressed in red
Mæti þær sem vilja :) :)
Það þýðir líka bara EITT að stuðningsmannaklúbburinn Hvæs þarf að mæta á svæðið aftur.
Við leggjum til eftirfarandi prógram:
16.30-18.00 ÆFING Í Egils
18.15-19.00 Subway
19.15 VALSHEIMILI All dressed in red
Mæti þær sem vilja :) :)
sunnudagur, apríl 04, 2004
Boltatækni
Talandi um að kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta, tékkið á þessum gaur. Ég myndi segja að hann væri svona meðalgóður með boltann.
Skoðið líka nýja stirnið í USA, Freddy Adu . Frekar nett hjá guttanum.
Skoðið líka nýja stirnið í USA, Freddy Adu . Frekar nett hjá guttanum.
laugardagur, apríl 03, 2004
Valur 2 - KR 0
Og sigurhrinan hélt áfram í gær, KR-ingarnir lagðir í 4 skipti í jafnmörgum leikjum. Dáldið erfið fæðing hjá okkur en eftir vægast sagt mjög slakan fyrri hálfleik áttu andstæðingarnir ekki möguleika í seinni hálfleik og 2-0 sigur hefði getað orðið miklu stærri. Miðjurisarnir, Dóra og Laufey, settu sitthvort glæsimarkið og liðið hélt hreinu. Næsti leikur í deildarbikarnum er á móti Breiðablik og fer hann fram í Reykjaneshöllinni á miðvikudaginn kl.20.30.
föstudagur, apríl 02, 2004
Áfram við :)
Við erum umtalaðar! sjáið þetta! við erum að gera góða hluti stelpur! Áfram svona :)
Kveðja ein sem var allan tíman upp á poolborði :)
Kveðja ein sem var allan tíman upp á poolborði :)
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Valur-KR
Á morgun 2.apríl spilum við gegn stelpunum úr Vesturbænum og hefst leikurinn klukkan 18.30 í Egilshöll.
Endilega látið sjá ykkur... við lofum skemmtilegum leik!
Valskveðja frá meistaraflokki!
Endilega látið sjá ykkur... við lofum skemmtilegum leik!
Valskveðja frá meistaraflokki!
TEMPÓ
Halldór í UMRO var að hringja í mig, hann er að taka inn nýjar vörur og er að losa sig við gamlar vörur svo þið getið farið til hans í dag og fengið einhver æfingaföt í okkar fallegu litum t.d. stuttbuxur og sokka (hann á fullt af sokkum í öllum litum) svo var hann að tala um einhverja regngalla... endilega drífið ykkur því fyrstur kemur fyrstur fær skiljú...
Gribban
Gribban