<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Breiðablik 3 - Valur 3 

Jæja þá er leik lokið. Leikurinn byrjaði skelfilega af okkar hálfu áttum í miklu basli með græningjana fyrstu mínúturnar og lentum 1-0 undir fljótlega. Unnum okkur svo inn í leikinn og náðum yfirhöndinni 1-2 með mörkum frá Kristínu Ýr og Nínu. Blikar jöfnuðu svo fyrir hlé 2-2. Við ætluðum okkur alltaf sigur og spiluðum því stífan sóknarleik í seinni hálfleik sem kom reyndar niður á okkur þegar við lentum gegn gangi leiksins undir 3-2. Eftir markið var einstefna að marki Blika við áttum hverja sóknina á fætur annarri og sköpuðum okkur fullt af færum sem skiluðu þó einu marki (Dóra María) og jafntefli 3-3. Að vissu leyti sanngjörn úrslit því Blikar börðust vel og spiluðu agaðan leik gegn okkur en það verður aldrei vafi um það hvort liðið var meira með boltann og skapaði sér fleiri færi... en það er víst ekki nóg og við spýtum að sjálfsögðu í lófana fyrir næsta leik og sýnum styrk okkar á nýjan leik.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow