laugardagur, apríl 03, 2004
Valur 2 - KR 0
Og sigurhrinan hélt áfram í gær, KR-ingarnir lagðir í 4 skipti í jafnmörgum leikjum. Dáldið erfið fæðing hjá okkur en eftir vægast sagt mjög slakan fyrri hálfleik áttu andstæðingarnir ekki möguleika í seinni hálfleik og 2-0 sigur hefði getað orðið miklu stærri. Miðjurisarnir, Dóra og Laufey, settu sitthvort glæsimarkið og liðið hélt hreinu. Næsti leikur í deildarbikarnum er á móti Breiðablik og fer hann fram í Reykjaneshöllinni á miðvikudaginn kl.20.30.
Comments:
Skrifa ummæli