fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Valur - Breiðablik á morgun!


ÁFRAM VALUR!!!
Í kvöld fara fram 3 leikir í deildinni, Þór/Ka - KR, ÍR - Fjölnir og Stjarnan - Fylkir.
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
Siggi Raggi velur Blue Team

Við eigum alls 8 leikmenn í hópnum, Gugga, Kata, Margrét, Dóra María, Ásta, Rakel, Guðný og Sif, til hamingju allar!
Hér er hópurinn í heild: http://ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_Slovenia_agust_2007_hopur.doc
laugardagur, ágúst 18, 2007
9-0 Stórsigur í Keflavík





9-0 frábær sigur í höfn, Keflavík sá aldrei til sólar, sköpuðu sér nokkur hálffæri sem vörnin átti ekki í vandræðum með og við vorum virkilega hættulegar frammávið og settum 9 stykki í dag. Frábær endir á þessari leikjahrynu en nú er kærkomið “smá-frí” eftir evrópukeppnina og deildarleik þar sem það er landsleikur í næstu viku og frí í deildinni. (og við ekki lengur í VISA-bikarnum...)
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Sif, Guðný, Kata (Linda 71.) Vanja (Nína 21.) Dóra María, Rakel, Hallbera(Fríða 46.) og Margrét Lára.
föstudagur, ágúst 17, 2007
PARTY!!!!!!!!!
Já ég sagði bara bless í bili.
PARTY Á MORGUN Í GARÐASTRÆTINU!!!!
Húsið er númer 19 og ég veit ekki hvort bjöllurnar virka. Kem með ítarlegri leiðbeiningar á morgun.
Berry....aftur
PARTY Á MORGUN Í GARÐASTRÆTINU!!!!
Húsið er númer 19 og ég veit ekki hvort bjöllurnar virka. Kem með ítarlegri leiðbeiningar á morgun.
Berry....aftur
Áskorun tekið....sagan endalausa
Þar sem ég er ekki þekkt fyrir það að skorast undan áskorunum s.s. að syngja Whitney Houston, dansa og halda kynfræðslu með ofnhanska þá ætti ekki að vera mikið mál að setja saman 1 stk ferðasögu.....vona ég
Alright! Ferðin hófst á Hlíðarenda klukkan 5 ef mig rangminnir ekki en vegna tafar á fluginu til Fjöreyja vorum við farnar í loftið um rúmlega 10!!! En þá var ekkert annað að gera en að skella sér í vesturbæjarís og fá sér einn gamlan og einnig voru búnir til nokkrir skopparaboltaleikir sem slógu all svakalega í gegn og tíminn flaug áfram :)
Loksins komumst við þó á áfangastað þar sem 17 ára öfuga stórreykingarkonan María tók á móti okkur. Þá var förinni heitið í heitasta pláss Færeyja...Klaksvik.
Við áttum gistipláss í heimavist Tekniska Skolen og allir farnir að hlakka til að komast í rúmin sem María sagði að biðu eftir okkur. ahhh...
Ennnnn.....Aðkoman var allt önnur en við áttum von á og það sem beið okkar voru litlir fangaklefar með 2 grjóthörðum beddum þar sem mölétin sængurföt og sömuleiðis handklæði biðu okkar. Beta sá sig neydda til þess að halda fund áður en við færum upp í herbergin og vara dekruðu íslendingana við aðstæðum. En þar sem við erum af víkingum komnar þá létum við þetta smámál ekkert á okkur fá og sváfum eins og steinar...svona næstum því.
Veðrið fyrsta daginn var gott á íslenskan mælikvarða, sól og dálítið kalt en heimamenn voru búnir að rífa sig úr við fyrsta sólargeisla. Við skildum afhverju næsta dag, því þá tók þokan og rigningin við alla ferðina eða heila viku.
Þeir sem vilja lesa um leikina geta skrollað niður því ég nenni ekki að skrifa neitt um þá nema það að við spiluðum mjög vel allt mótið og þó að lykilleikmenn voru hvíldir hélt liðið alltaf dampi (flott orð...vona að ég sé að nota það rétt)
En við reyndum eins og við gátum að skemta okkur í góða veðrinu og voru tölvurnar mjög vinsæl afþreying en einnig var spilaður póker þar sem "the queen" var ósigrandi en minni spámenn eins og "the tornado" sem seinna var kallaður golan og "catwoman" áttu misgóðu gengi að fagna. En svo var líka sett upp virkilega óhugnalegt draugahús í stigaganginum og eldhúsinu sem margir voru á taugum eftir. Elísabet Gunnarsdóttir var þar fremst í flokki ásamt nokkrum hjálparsveinum og mátti sjá tár á hvarmi leikmanna og aðstoðarþjálfara. Nefni engin nöfn...Freysi......
Svo varð það hin ógurlega víxla....en þar sem ég er bundin þagnareyði þá segi ég ekki meira um hana :)
En lokakvöldið var mjög eftirminnilegt. Valsliðið fór á kostum á lokahófinu þar sem hver stjarnan á fætur annari tróð upp og stóð upp úr gítaratriði Önnu Garðars sem bætti heldur betur fyrir HRÆÐILEGT uppistands sem hún þurfti að halda vegna lélegrar útkomu í money square. Svo var ein stelpa sem söng One moment in time, og mátti sjá mörg grátbólgin augu eftir flutninginn. Færeyskur bjór og Jolly var teygað og nokkrir orðnir ansi hressir og því var ekki annað hægt að gera en að halda uppí skóla og halda break keppni. En ég held að það sé óhætt að segja að Freysi hafi sigrað hana með yfirburðum með mjög frumlegar útfærslur af skrikkdansi.
Nokkrir extra harðir ákváðu þá að kíkja á heitasta bar bæjarins, Maveric og fékk górillan að fara með en hún vakti mikla kátínu heimamanna.
Síðasta nóttin á þessum æðislega stað var veruleiki. Haldið var í háttinn við mikla sorg og söknuð. Við áttum aldrei eftir að liggja aftur á hörðu beddunum. Við áttum aldrei eftir að finna fúkkalyktina af sængurfötunum aftur. Við áttum aldrei eftir að borða yndislega matinn á hótelinu aftur. Við kvöddum Færeyjar með miklum trega það eitt er víst. En það var svosem ágætt að koma aftur á Íslandið góða þar sem við fengum smá móttöku í valsheimilinu með dominos og gosi. Takk fyrir það.
En dömur mínar og herrar, börn og aðrir.
Ég þakka lesninguna og vona að þið getið lesið þessi djúpu og menningarlegu orð.
Bless í bili....Berry
Alright! Ferðin hófst á Hlíðarenda klukkan 5 ef mig rangminnir ekki en vegna tafar á fluginu til Fjöreyja vorum við farnar í loftið um rúmlega 10!!! En þá var ekkert annað að gera en að skella sér í vesturbæjarís og fá sér einn gamlan og einnig voru búnir til nokkrir skopparaboltaleikir sem slógu all svakalega í gegn og tíminn flaug áfram :)
Loksins komumst við þó á áfangastað þar sem 17 ára öfuga stórreykingarkonan María tók á móti okkur. Þá var förinni heitið í heitasta pláss Færeyja...Klaksvik.
Við áttum gistipláss í heimavist Tekniska Skolen og allir farnir að hlakka til að komast í rúmin sem María sagði að biðu eftir okkur. ahhh...
Ennnnn.....Aðkoman var allt önnur en við áttum von á og það sem beið okkar voru litlir fangaklefar með 2 grjóthörðum beddum þar sem mölétin sængurföt og sömuleiðis handklæði biðu okkar. Beta sá sig neydda til þess að halda fund áður en við færum upp í herbergin og vara dekruðu íslendingana við aðstæðum. En þar sem við erum af víkingum komnar þá létum við þetta smámál ekkert á okkur fá og sváfum eins og steinar...svona næstum því.
Veðrið fyrsta daginn var gott á íslenskan mælikvarða, sól og dálítið kalt en heimamenn voru búnir að rífa sig úr við fyrsta sólargeisla. Við skildum afhverju næsta dag, því þá tók þokan og rigningin við alla ferðina eða heila viku.
Þeir sem vilja lesa um leikina geta skrollað niður því ég nenni ekki að skrifa neitt um þá nema það að við spiluðum mjög vel allt mótið og þó að lykilleikmenn voru hvíldir hélt liðið alltaf dampi (flott orð...vona að ég sé að nota það rétt)
En við reyndum eins og við gátum að skemta okkur í góða veðrinu og voru tölvurnar mjög vinsæl afþreying en einnig var spilaður póker þar sem "the queen" var ósigrandi en minni spámenn eins og "the tornado" sem seinna var kallaður golan og "catwoman" áttu misgóðu gengi að fagna. En svo var líka sett upp virkilega óhugnalegt draugahús í stigaganginum og eldhúsinu sem margir voru á taugum eftir. Elísabet Gunnarsdóttir var þar fremst í flokki ásamt nokkrum hjálparsveinum og mátti sjá tár á hvarmi leikmanna og aðstoðarþjálfara. Nefni engin nöfn...Freysi......
Svo varð það hin ógurlega víxla....en þar sem ég er bundin þagnareyði þá segi ég ekki meira um hana :)
En lokakvöldið var mjög eftirminnilegt. Valsliðið fór á kostum á lokahófinu þar sem hver stjarnan á fætur annari tróð upp og stóð upp úr gítaratriði Önnu Garðars sem bætti heldur betur fyrir HRÆÐILEGT uppistands sem hún þurfti að halda vegna lélegrar útkomu í money square. Svo var ein stelpa sem söng One moment in time, og mátti sjá mörg grátbólgin augu eftir flutninginn. Færeyskur bjór og Jolly var teygað og nokkrir orðnir ansi hressir og því var ekki annað hægt að gera en að halda uppí skóla og halda break keppni. En ég held að það sé óhætt að segja að Freysi hafi sigrað hana með yfirburðum með mjög frumlegar útfærslur af skrikkdansi.
Nokkrir extra harðir ákváðu þá að kíkja á heitasta bar bæjarins, Maveric og fékk górillan að fara með en hún vakti mikla kátínu heimamanna.
Síðasta nóttin á þessum æðislega stað var veruleiki. Haldið var í háttinn við mikla sorg og söknuð. Við áttum aldrei eftir að liggja aftur á hörðu beddunum. Við áttum aldrei eftir að finna fúkkalyktina af sængurfötunum aftur. Við áttum aldrei eftir að borða yndislega matinn á hótelinu aftur. Við kvöddum Færeyjar með miklum trega það eitt er víst. En það var svosem ágætt að koma aftur á Íslandið góða þar sem við fengum smá móttöku í valsheimilinu með dominos og gosi. Takk fyrir það.
En dömur mínar og herrar, börn og aðrir.
Ég þakka lesninguna og vona að þið getið lesið þessi djúpu og menningarlegu orð.
Bless í bili....Berry
Keflavík - Valur á morgun!
Á morgun spilum við ellefta leik okkar í Landsbankadeild kvenna og er hann á móti Keflavík á
Keflavíkurvelli, laugardaginn 18.ágúst klukkan 14.00. Fyrri leikur liðanna endaði 4-1 okkur í hag eftir að staðan hafi verið 2-1 í hálfleik. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!
Ferðasaga frá færeyjum kemur fljótlega inn og búið er að skora á Hallberu í þeim málum þar sem "vefstjórinn" er pínulítið upptekinn þessa dagana..
Í hádeginu í gær var síðan tilkynnt lið umferða 7-12 í landsbankadeild kvenna og áttum við þar fjóra leikmenn: Gugga, Guðný, Kata og Margrét - til hamingju allar

sunnudagur, ágúst 12, 2007
Komnar áfram!! Jibbí Kóla

Eins og margir vita, þá bárum við Valspíur sigurorð af Færeysku meisturunum KÍ og erum þ.a.l komnar uppúr riðlinum og áfram í evrópukeppninni. Eitthvað hefur gleymst að blogga um leikinn í sigurvímunni og sælunni, en betra er seint en aldrei.
Við byrjuðum leikinn af ágætis krafti og sóttum stíft á eyjaskeggjana. En eins og oft áður þá náðum við ekki að koma tuðrunni í netið klakklaust í Klakksvík. Heimasæturnar (og þó) reyndu af veikum mætti að sækja á mark okkar en voru þó mest í því að bomba boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.
Það var ekki fyrr en á 40 mínútu að við náðum að brjóta múrin, en þá skallaði Rakel Logadóttir boltann glæsilega í mark Klaksvíkinga eftir góða fyrirgjöf Margrétar Lauru.
Klaksvíkurstúlkur náðu einu hálf færi (kannski 1/4 færi) eftir þetta, þegar það kom aukaspyrna inn á teig og boltinn skoppaði einu sinni áður en Ása greip boltann örugglega við fætur fyrirliða vor. 

Seinni hálfleikur var eign okkar frá upphafi og mörkunum hóf að rigna inn.
Guðný Björk komst inn í teig KÍ þar sem brotið var á henni og heldur slakur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu (þó réttilega). Margrét reið á vaðið og staðan 2-0 eftir 50 mínútna leik eða svo.
5 mínútum síðar var Guðný mætt aftur og skallaði boltann stórglæsilega í fjær hornið eftir góða fyrirgjöf frá Vönju.
Þarna vorum við loksins komnar á rétta braut og eftir hnitmiðaða hornspyrnu marka sénísins var röðin komin að Dr. Kötu Jóns að hamra boltann í netið með sínum fræga hornspyrnuskalla.
Loksins var Kata búin að skora og þá var hægt að skipta henni ásamt svörtu perlunni útaf og hvíla gömlu konurnar :) og inná komu Dagný kjúlli og Nína Ósk sem áttu eftir að setja sinn svip á leikinn.

En þá var aftur komið að Margréti Láru sem náði að sóla 4 varnarmenn KÍ áður en hún lagði hann fagmannlega framhjá lánlausum markmanni Klakksvíkur.
Þá var loksins óhætt að taka varnartröllið Pálu Marie útaf a.k.a the terminator og inn á komu mjög ferskir fætur í eigu Thelmu Bjarkar sem átti góða spretti upp vinstri kantinn.
nokrum mínútum síðar lék Dagný upp hægr
i kantinn, sendi boltann á Margréti sem sendi út á Nínu Ósk sem var mætt í teiginn og setti hann örugglega í netið og rak þar með síðasta naglan í líkkistuna.

Byrjunarliðið :
Ása í markinu.
Linda Rós - Ásta - Pála - Hallbera
Rakel - Dóra - Kata (c) - Vanja
Guðný Björg
Marka Lára
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ÞOKA í Færeyjum. Það var sól fyrsta daginn okkar hér og héldu innfæddir mikla hátíð við það að sjá í heiðann himinn. Þar færðu þau sólarguðinum fórnir og dönsuðu nakin á götum Klakksvíkur. En nú er holiday seasonið greinilega búið og þokan mætt til að vera sýnist okkur.
En við látum veðrið hér ekki draga okkur niður og útbjuggum við til dæmis mikið draugahús í stigaganginum í skólanum sem við erum í þar sem draugahússtjórinn var Beta. Einn kjúklingurinn fór að gráta ásamt Freysa en svo hræðilegt var húsið.
Svo var ferð í dag til stórborgarinna Thorshavn þar sem var spiluð keila og séð Man. U gera ömurlegt jafntefli veð Reading. Ferðinni var slúttað á Burger King þar sem heimamenn voru ekki allveg vanir að fá svona "stóran" hóp inn í einu en að lokum fengu allir burger í mallann og þá var haldið heim í volvo rútunni með Opruh í dvd spilaranum. Allir (næstum) sáttir :)
Nú tekur frægi tölvutíminn við þar sem það er tja...ekkert annað að gera ;)
Biðjum að heilsa heim á Íslandið góða.
Ritari dagsins
Hallbera "Berry" Gísladóttir
fimmtudagur, ágúst 09, 2007
2-1 stórkostlegur karaktersigur í höfn






Stórkostlegur karaktersigur í höfn og kom persónuleiki liðsins berlega í ljós. Þolinmæði er orðið í dag en vi


Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Sif, Kata, Dóra María, Vanja, Rakel (Dagný 58.) Nína (Hallbera 58.) og Margrét Lára.
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Seint koma sumir en koma þó!!
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna, varð seinkun á flugi okkar til Fjöreyja.
Þá er allveg dásamlega tilvalið að gera eina sívinsæla heyrst hefur færslu!!!
Heyrst hefur að..........
Þá er allveg dásamlega tilvalið að gera eina sívinsæla heyrst hefur færslu!!!
Heyrst hefur að..........
- Dóra hafi verið í eldheitum faðmlögum í brekkusöngnum.
- Anna Garðars hafi keypt sér bíl með ælu í loftinu og hélt hann væri 5 dyra en svo kom í ljós að hann var aðeins 3 dyra!!!
- Kata hafi tekið slumm áður en hún fór til Fjöreyja
- víxlan nálgist óðfluga og baibíin eru orðin stressuð.
- María Lind Gylfadóttir eigi EKKI vegabréf
- Teddi gangi undir nafninu Tiger boy
- Hallbera heiti Hallbera Guðný
- stjörnusíðan fíli VAL
- blind date sé málið í dag
- Bíllinn hennar Önnu sé ógeð
- Anna (já aftur) elski Dodda Birgirs :)
- Beta þurfi nýja klukku
- Ragga taki myndavélina með til Færeyja, og ætli að setja heimsmet í teknum myndum
- Freysi bauð kæró út að borða en svaf yfir sig (rómó gæi)
- Margrét sé á föstu
- Orri hafi aldrei farið til Eyja.....honum er aldrei hleypt í gegn
- Klósettin heima hjá Söru (semí valsara) sé alltaf upptekin!!!
- Kata hringi í hundraðogþrettán í ítrustu neyð
- og 3081 fyrir kynlífsþjónustu
- Að nú þurfum við að fara út á flugvöll
- kveðja Berry og Marco Póló :)
föstudagur, ágúst 03, 2007
Grillveisla í Firðinum..!!


Látið mig líka vita hverjir koma þannig ég viti cirka hvað ég þarf að kaupa mikið:)
Sjáumst á æfingu!!
p.s muna eftir 500 kalli til að dýrlingurinn okkar geti haldið áfram að spreða á okkur PUMA föt!!
Hallbera, bara fyrir þig!
4-1 sigur í kvöld!!! Nína með þrennu...






Liðið í kvöld: Gugga, Sif, Fríða, Pála, Ásta(Berry 67.), Vanja, Dóra María, Kata, Guðný (Rakel 60.) Nína og Margrét (Dagný 67.)
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Stjarnan - Valur á morgun!!
Á morgun, fimmtudaginn 2.ágúst, förum við í heimsókn í Garðarbæinn og spilum á móti Stjörnunni á Stjörnuvelli (gervigrasinu...) klukkan 19.15. Stjarnan er sem stendur í 5.sæti deildarinnar með 12 stig. Við viljum hvetja alla til að kíkja í Garðabæinn annað kvöld og styðja okkur til sigurs í leiknum! ÁFRAM VALUR!!!
*Á sama tíma er Þór/KA - Keflavík
*Í kvöld er KR - Breiðablik kl. 17,30