
Mikil
þoka var þegar við mættum á grasvöllinn í Færeyjum sem var staðsettur nokkurn veginn
uppá fjalli á einni af eyjunum.
Fc Honka byrjaði leikinn að krafti og fékk strax þónokkuð margar hættulegar
hornspyrnur en þær voru mjög sterkar í föstum leikatriðum. Þær áttu að auki eitt hættulegt stangarskot. Síðan unnum við okkur smátt og smátt inní leikinn og það má því segja að Fc Honka hafi skorað gegn gangi leiksins þegar þær
skoruðu mark beint úr hornspyrnu á 30.mínútu. Fram að markinu áttum við þónokkur marktækifæri en ber þar helst að nefna
skallafæri Rakelar af markteig sem fór yfir. Staðan var
1-0 fyrir Fc Honk

a í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn spilaðist á móti nokkuð sterkum vindi og Honka spilaði mest löngum boltum sem við náðum frekar

auðveldlega að verjast. Í hálfleik kom
crazy ræða frá Gunnarz sem tróð því inní h
ausinn á okkur að ferðinn skyldi sko ekki enda í fyrsta leik. Við komum því
trítilóðar út í seinni hálfleik og áttum hann frá upphafi til enda. Með vindinn í bakið og hápressu tókum við öll völd á vellinum og sköpuðum okkur fjölmörg færi. Beta gerði síðan tvær skiptingar á liðinu þegar hún tók Rakeli og Nínu af velli fyrir Dagný og Berry á 58.mínútu. Margrét fékk meðal annars tvö góð færi sem hún náði ekki að nýta og Guðný
skoraði stórglæsilegt skallamark sem var
dæmt af vegna rangstöðu. Það má segja að dálítil taugaveiklun hafi verið komin í liðið, sérstaklega þar sem það var ekki leikklukka á vellinum og leikmenn vissu ekki hversu mikið var eftir af leiknum. Á 85.mínútu fengum við
aukaspyrnu útá kanti sem
Margrét tók beint á kollinn á
Vönju sem skallið knöttinn í netið við gríðarleg fagnarlæti okkar Íslendinga. Þetta var hálfgert rothögg á Fc Honka sem hafði varist gríðarlega vel fram að þessu. Við létum ok

kur
ekki nægja aðeins 1 stig í leiknum og bættum ennþá meiri

þunga í sóknarleikinn í stað þess að halda fengnum hlut. Það var svo sannarlega þess virði en við fengum aðra aukaspyrnu á lokamínútu leiksins og
Margrét Lára gerði sér lítið fyrir og skaut á markið af 30 metra færi og boltinn söng í netinu!!! Nokkru síðar
flautaði dómarinn til loka leiksins og leikmenn trúðu varla hvað gerst hafði og
einn allra sætasti sigur Vals í sögunni staðreynd!!!
Stórkostlegur karaktersigur í höfn og kom
persónuleiki liðsins berlega í ljós. Þolinmæði er orðið í dag en vi

ð
misstum aldrei trúna á að við gætum unnið og héldum allan tíman áfram.
Varnarleikur liðsins var virkilega góður og skapaði Honka sér nánast bara marktækifæri eftir föst leikatriði.
Guðný var gríðarlega dugleg og hljóp gjörsamlega útum allt og
Vanja spilaði einn sinn besta leik fyrir Val.. Mikill léttir er að hafa unnið þennan leik en við hefðum réttilega átt að hafa skorað 4-5 mörk áður en
Margrét kláraði
leikinn fyrir okkur eftir aukaspyrnuna. Við stjórnuðum nánast alla
n leikinn
(fyrir utan smá hluta í byrjun) og má því segja að framfarir liðsins frá árinu 2005 séu gríðarlegar en þá unnum við þáverandi finnsku meistarana FC.United 2-1 og spiluðum EINUNGIS varnarleik og skoruðum eftir tvær skyndisóknir. Næsti leikur er við Færeysku meistarana KÍ á laugardag en þær voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli við Hollensku meistarana.
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Guðný, Sif, Kata, Dóra María, Vanja, Rakel (Dagný 58.) Nína (Hallbera 58.) og Margrét Lára.