<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Komnar áfram!! Jibbí Kóla 








Eins og margir vita, þá bárum við Valspíur sigurorð af Færeysku meisturunum KÍ og erum þ.a.l komnar uppúr riðlinum og áfram í evrópukeppninni. Eitthvað hefur gleymst að blogga um leikinn í sigurvímunni og sælunni, en betra er seint en aldrei.


Við byrjuðum leikinn af ágætis krafti og sóttum stíft á eyjaskeggjana. En eins og oft áður þá náðum við ekki að koma tuðrunni í netið klakklaust í Klakksvík. Heimasæturnar (og þó) reyndu af veikum mætti að sækja á mark okkar en voru þó mest í því að bomba boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.

Það var ekki fyrr en á 40 mínútu að við náðum að brjóta múrin, en þá skallaði Rakel Logadóttir boltann glæsilega í mark Klaksvíkinga eftir góða fyrirgjöf Margrétar Lauru.


Klaksvíkurstúlkur náðu einu hálf færi (kannski 1/4 færi) eftir þetta, þegar það kom aukaspyrna inn á teig og boltinn skoppaði einu sinni áður en Ása greip boltann örugglega við fætur fyrirliða vor.






Seinni hálfleikur var eign okkar frá upphafi og mörkunum hóf að rigna inn.



Guðný Björk komst inn í teig KÍ þar sem brotið var á henni og heldur slakur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu (þó réttilega). Margrét reið á vaðið og staðan 2-0 eftir 50 mínútna leik eða svo.


5 mínútum síðar var Guðný mætt aftur og skallaði boltann stórglæsilega í fjær hornið eftir góða fyrirgjöf frá Vönju.

Þarna vorum við loksins komnar á rétta braut og eftir hnitmiðaða hornspyrnu marka sénísins var röðin komin að Dr. Kötu Jóns að hamra boltann í netið með sínum fræga hornspyrnuskalla.

Loksins var Kata búin að skora og þá var hægt að skipta henni ásamt svörtu perlunni útaf og hvíla gömlu konurnar :) og inná komu Dagný kjúlli og Nína Ósk sem áttu eftir að setja sinn svip á leikinn.









En þá var aftur komið að Margréti Láru sem náði að sóla 4 varnarmenn KÍ áður en hún lagði hann fagmannlega framhjá lánlausum markmanni Klakksvíkur.



Þá var loksins óhætt að taka varnartröllið Pálu Marie útaf a.k.a the terminator og inn á komu mjög ferskir fætur í eigu Thelmu Bjarkar sem átti góða spretti upp vinstri kantinn.

nokrum mínútum síðar lék Dagný upp hægri kantinn, sendi boltann á Margréti sem sendi út á Nínu Ósk sem var mætt í teiginn og setti hann örugglega í netið og rak þar með síðasta naglan í líkkistuna.






Byrjunarliðið :

Ása í markinu.

Linda Rós - Ásta - Pála - Hallbera

Rakel - Dóra - Kata (c) - Vanja

Guðný Björg

Marka Lára
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ÞOKA í Færeyjum. Það var sól fyrsta daginn okkar hér og héldu innfæddir mikla hátíð við það að sjá í heiðann himinn. Þar færðu þau sólarguðinum fórnir og dönsuðu nakin á götum Klakksvíkur. En nú er holiday seasonið greinilega búið og þokan mætt til að vera sýnist okkur.
En við látum veðrið hér ekki draga okkur niður og útbjuggum við til dæmis mikið draugahús í stigaganginum í skólanum sem við erum í þar sem draugahússtjórinn var Beta. Einn kjúklingurinn fór að gráta ásamt Freysa en svo hræðilegt var húsið.
Svo var ferð í dag til stórborgarinna Thorshavn þar sem var spiluð keila og séð Man. U gera ömurlegt jafntefli veð Reading. Ferðinni var slúttað á Burger King þar sem heimamenn voru ekki allveg vanir að fá svona "stóran" hóp inn í einu en að lokum fengu allir burger í mallann og þá var haldið heim í volvo rútunni með Opruh í dvd spilaranum. Allir (næstum) sáttir :)
Nú tekur frægi tölvutíminn við þar sem það er tja...ekkert annað að gera ;)
Biðjum að heilsa heim á Íslandið góða.
Ritari dagsins
Hallbera "Berry" Gísladóttir



Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow