<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 17, 2007

Áskorun tekið....sagan endalausa 

Þar sem ég er ekki þekkt fyrir það að skorast undan áskorunum s.s. að syngja Whitney Houston, dansa og halda kynfræðslu með ofnhanska þá ætti ekki að vera mikið mál að setja saman 1 stk ferðasögu.....vona ég

Alright! Ferðin hófst á Hlíðarenda klukkan 5 ef mig rangminnir ekki en vegna tafar á fluginu til Fjöreyja vorum við farnar í loftið um rúmlega 10!!! En þá var ekkert annað að gera en að skella sér í vesturbæjarís og fá sér einn gamlan og einnig voru búnir til nokkrir skopparaboltaleikir sem slógu all svakalega í gegn og tíminn flaug áfram :)

Loksins komumst við þó á áfangastað þar sem 17 ára öfuga stórreykingarkonan María tók á móti okkur. Þá var förinni heitið í heitasta pláss Færeyja...Klaksvik.
Við áttum gistipláss í heimavist Tekniska Skolen og allir farnir að hlakka til að komast í rúmin sem María sagði að biðu eftir okkur. ahhh...

Ennnnn.....Aðkoman var allt önnur en við áttum von á og það sem beið okkar voru litlir fangaklefar með 2 grjóthörðum beddum þar sem mölétin sængurföt og sömuleiðis handklæði biðu okkar. Beta sá sig neydda til þess að halda fund áður en við færum upp í herbergin og vara dekruðu íslendingana við aðstæðum. En þar sem við erum af víkingum komnar þá létum við þetta smámál ekkert á okkur fá og sváfum eins og steinar...svona næstum því.

Veðrið fyrsta daginn var gott á íslenskan mælikvarða, sól og dálítið kalt en heimamenn voru búnir að rífa sig úr við fyrsta sólargeisla. Við skildum afhverju næsta dag, því þá tók þokan og rigningin við alla ferðina eða heila viku.

Þeir sem vilja lesa um leikina geta skrollað niður því ég nenni ekki að skrifa neitt um þá nema það að við spiluðum mjög vel allt mótið og þó að lykilleikmenn voru hvíldir hélt liðið alltaf dampi (flott orð...vona að ég sé að nota það rétt)

En við reyndum eins og við gátum að skemta okkur í góða veðrinu og voru tölvurnar mjög vinsæl afþreying en einnig var spilaður póker þar sem "the queen" var ósigrandi en minni spámenn eins og "the tornado" sem seinna var kallaður golan og "catwoman" áttu misgóðu gengi að fagna. En svo var líka sett upp virkilega óhugnalegt draugahús í stigaganginum og eldhúsinu sem margir voru á taugum eftir. Elísabet Gunnarsdóttir var þar fremst í flokki ásamt nokkrum hjálparsveinum og mátti sjá tár á hvarmi leikmanna og aðstoðarþjálfara. Nefni engin nöfn...Freysi......

Svo varð það hin ógurlega víxla....en þar sem ég er bundin þagnareyði þá segi ég ekki meira um hana :)

En lokakvöldið var mjög eftirminnilegt. Valsliðið fór á kostum á lokahófinu þar sem hver stjarnan á fætur annari tróð upp og stóð upp úr gítaratriði Önnu Garðars sem bætti heldur betur fyrir HRÆÐILEGT uppistands sem hún þurfti að halda vegna lélegrar útkomu í money square. Svo var ein stelpa sem söng One moment in time, og mátti sjá mörg grátbólgin augu eftir flutninginn. Færeyskur bjór og Jolly var teygað og nokkrir orðnir ansi hressir og því var ekki annað hægt að gera en að halda uppí skóla og halda break keppni. En ég held að það sé óhætt að segja að Freysi hafi sigrað hana með yfirburðum með mjög frumlegar útfærslur af skrikkdansi.
Nokkrir extra harðir ákváðu þá að kíkja á heitasta bar bæjarins, Maveric og fékk górillan að fara með en hún vakti mikla kátínu heimamanna.

Síðasta nóttin á þessum æðislega stað var veruleiki. Haldið var í háttinn við mikla sorg og söknuð. Við áttum aldrei eftir að liggja aftur á hörðu beddunum. Við áttum aldrei eftir að finna fúkkalyktina af sængurfötunum aftur. Við áttum aldrei eftir að borða yndislega matinn á hótelinu aftur. Við kvöddum Færeyjar með miklum trega það eitt er víst. En það var svosem ágætt að koma aftur á Íslandið góða þar sem við fengum smá móttöku í valsheimilinu með dominos og gosi. Takk fyrir það.

En dömur mínar og herrar, börn og aðrir.

Ég þakka lesninguna og vona að þið getið lesið þessi djúpu og menningarlegu orð.

Bless í bili....Berry

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow