miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Miðvikudagsmyndin
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Lengjubikarinn

mánudagur, febrúar 26, 2007
Sigurður Ragnar velur landsliðshópinn,
.jpg&w=0&h=0)
Siggi Raggi hefur valið landsliðshópinn sem fer á Algarve Cup 2007 og eigum við þar 8 leikmenn. Gugga, Kata, Margrét, Dóra María, Ásta, Rakel, Guðný og Sif til hamingju allar! Sif er að komast í A landsliðið í fyrsta sinn og viljum við sérsaklega óska henni til hamingju með það! Hér er hópurinn í heild: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_Algarve_lidid_2007.doc Liðið heldur að utan þann 5.mars, spilar fjóra leiki og kemur síðan heim 15. mars, hér er dagskrá liðsins: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_Algarve_dagskra_2007.doc
Gangi ykkur vel og ÁFRAM ÍSLAND!
laugardagur, febrúar 24, 2007
4-3 tap á móti KR

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fór fram í gær en við töpuðum honum því miður 4-3. Leikurinn byrjaði þó ágætlega að okkar hálfu og fengum við fjölmörg færi til að skora mörk. Það var samt KR sem skoraði fyrsta markið eftir að varnarlínan klikkaði aðeins. Katrín Ómarsdóttir komst ein í gegn og gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum í stöng og inn. Katrín Jónsdóttir jafnaði síðan metin með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Kata var ekki hætt og stuttu síðar kom hún okkur í 2-1 og aftur var það með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. 2 frábær mörk frá fyrirliðanum. Fyrirliði KR, Olga Færseth skoraði síðan næsta mark leiksins en það var mjög klaufalegt að okkar hálfu, Pála ætlaði að skalla til baka á Guggu en Olga komst inní sendinguna og skoraði og staðan því orðin 2-2 en þannig var staðan í hálfleik. Fjöldi opinna færa litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og hefðu bæði lið hæglega getað bætt við fleiri mörkum.
Beta gerði síðan eina breytingu í hálfleik þegar hún tók Söru útaf og setti Önnu Garðars í djúpan miðjumann.
Við komumst fljótlega í 3-2 þegar Vanja skoraði eftir góðan undirbúning Hallberu. Við fengum síðan dæmt á okkur víti stuttu síðar en aðdragandinn var frekar klaufalegur þar sem við hefðum getað verið búnar að hreinsa boltann af hættusvæðinu en þess í stað var hreinsað beint á KR-ing, vörnin að hlaupa út, Olga fékk sendingu og Fríða ekki alveg í jafnvægi þar sem hún ásamt varnarlínunni var að hlaupa út, var of sein og felldi olgu innan teigs, Olga tók sjálf vítið og skoraði örugglega og staðan því orðin 3-3.
Sigurmark leiksins var síðan þannig að Hólmfríður átti skot að marki sem var varið út í teig, KR ingar fylgdu á eftir og náðu á endanum að skora í þriðju tilraun en þar var að verki Fjóla Dröfn Friðriksdóttir. Enn og aftur hefðum við getað gert betur með því að vera búnar að koma boltanum burt.
Annars var þetta mjög fjörugur og skemmtilegur leikur með fullt af umdeildum atvikum, hátt tempó og hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Við getum lært mikið af þessum leik enda enn nægur tími til að slípa saman liðið fyrir komandi sumar.
Liðið: Gugga, Pála, Sif, Fríða, Sara (Anna 46.), Kata, Guðný, Hallbera, Vanja, Rakel og Thelma.
Beta gerði síðan eina breytingu í hálfleik þegar hún tók Söru útaf og setti Önnu Garðars í djúpan miðjumann.
Við komumst fljótlega í 3-2 þegar Vanja skoraði eftir góðan undirbúning Hallberu. Við fengum síðan dæmt á okkur víti stuttu síðar en aðdragandinn var frekar klaufalegur þar sem við hefðum getað verið búnar að hreinsa boltann af hættusvæðinu en þess í stað var hreinsað beint á KR-ing, vörnin að hlaupa út, Olga fékk sendingu og Fríða ekki alveg í jafnvægi þar sem hún ásamt varnarlínunni var að hlaupa út, var of sein og felldi olgu innan teigs, Olga tók sjálf vítið og skoraði örugglega og staðan því orðin 3-3.
Sigurmark leiksins var síðan þannig að Hólmfríður átti skot að marki sem var varið út í teig, KR ingar fylgdu á eftir og náðu á endanum að skora í þriðju tilraun en þar var að verki Fjóla Dröfn Friðriksdóttir. Enn og aftur hefðum við getað gert betur með því að vera búnar að koma boltanum burt.
Annars var þetta mjög fjörugur og skemmtilegur leikur með fullt af umdeildum atvikum, hátt tempó og hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur. Við getum lært mikið af þessum leik enda enn nægur tími til að slípa saman liðið fyrir komandi sumar.
Liðið: Gugga, Pála, Sif, Fríða, Sara (Anna 46.), Kata, Guðný, Hallbera, Vanja, Rakel og Thelma.
Hér er síðan lokastaðan í mótinu þar sem við enduðum í 2.sæti: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385, Næstu leikir okkar verða í "nýskírðum" lengjubikar en meira um það þegar nær dregur.
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Bardaginn um Reykjavík, Valur - KR á morgun!



Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram annað kvöld, föstudaginn 23.febrúar kl. 19.00 í Egilz, en þá spilum við á móti KR sem er ósigrað eins og við en þær eru þó með mun betri markatölu þannig KR nægir jafntefli í leiknum. Hér er mótið í heild: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14385
ÁFRAM VALUR!!
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Miðvikudagsmyndin....


þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Æfingahópur U19 valin - 5 Valsarar

Hér er hópurinn í heild: http://www.ksi.is/media/landslid/u19kvenna/U19kv_aefingar_24_og_25_feb_2007.pdf
Nú er ljóst að margir leikmenn liðsins verða að æfa með bæði U19 og A landsliðinu þannig nokkuð fámennt verður því væntanlega á Valsæfingum um helgina...
25 manna æfingahópur valin hjá landsliðinu - 8 Valsarar

Við eigum átta fulltrúa í hópnum: Ásta, Gugga, Guðný, Kata, Pála, Sif, Rakel og Margrét (sem er reyndar titluð í Duisburg vegna þess að félagsskiptin eru ekki komin i gegn), til hamingju allar!
Hér er hópurinn í heild: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_aefingar_feb_2007.doc
Meistaradeildin að hefjast að nýju....

Endilega tjáið ykkur ef þið viljið hittast!
p.s síðan er að sjálfsögðu Lille - Man.Utd í kvöld;)
5-0 sigur á ÍR
Í kvöld spiluðum við á móti ÍR með frekar breytt lið frá fyrri leikjum en: Kata, Pála, Sif, Gugga og Guðný fengu allar frí, Margrét ekki enn komin með leikheimild og Ásta ennþá meidd. Rakel var komin aftur í liðið þar sem hún er komin heim frá Danaveldi en hún var fyrirliði liðsins í kvöld. Fyrsta mark leiksins skoraði hin bráðefnilegi vinstri-fótarleikmaður Thelma Björk á cirka 20.mínútu en Hallbera bætti síðan við öðru marki með skoti frá hægri eftir sendingu frá Rakel eftir hornspyrnu. Fullt af færum fóru forgörðum í fyrrihálfleik og má þar sérstaklega nefna dauðafæri Vönju sem skaut yfir fyrir opnu marki. Staðan 2-0 í hálfleik.
Beta skipti tveimur leikmönnum inná í hálfleik þegar Magga og Andrea komu inná fyrir Söru og Thelmu Björk. Fríða var færð fram í senter, Magga fór í vörnina og Björg færði sig framar. Fríða var ekki lengi að færa sér breytinguna í nyt en hún skoraði glæsilegt mark með skalla eftir góða sendingu frá Berry. Fjórða markið kom síðan eftir vítaspyrnu en yngsti leikmaður vallarins, Heiða nokkur dóttir Röggu Vík, fiskaði víti og skoraði síðan sjálf úr því örugglega. Vanja innsiglaði síðan góðan 5-0 sigur rétt undir lok leiksins og erum við því á toppnum ásamt KR en þær eru með betri markatölu. Síðasti leikur mótsins er einmitt á móti KR á föstudag þegar baráttan um Reykjavík verður háð.
Fínn sigur þar sem frekar ungt og óreynt lið Vals í kvöld stóð sig með hreinum ágætum.
Byrjunarliðið: Ása, Anna Garðars, Björg, Hallbera, Linda,Fríða, Heiða, Sara, Vanja, Rakel og Thelma
Beta skipti tveimur leikmönnum inná í hálfleik þegar Magga og Andrea komu inná fyrir Söru og Thelmu Björk. Fríða var færð fram í senter, Magga fór í vörnina og Björg færði sig framar. Fríða var ekki lengi að færa sér breytinguna í nyt en hún skoraði glæsilegt mark með skalla eftir góða sendingu frá Berry. Fjórða markið kom síðan eftir vítaspyrnu en yngsti leikmaður vallarins, Heiða nokkur dóttir Röggu Vík, fiskaði víti og skoraði síðan sjálf úr því örugglega. Vanja innsiglaði síðan góðan 5-0 sigur rétt undir lok leiksins og erum við því á toppnum ásamt KR en þær eru með betri markatölu. Síðasti leikur mótsins er einmitt á móti KR á föstudag þegar baráttan um Reykjavík verður háð.
Fínn sigur þar sem frekar ungt og óreynt lið Vals í kvöld stóð sig með hreinum ágætum.
Byrjunarliðið: Ása, Anna Garðars, Björg, Hallbera, Linda,Fríða, Heiða, Sara, Vanja, Rakel og Thelma
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Valur - ÍR annað kvöld!


Annað kvöld, mánudaginn 19. febrúar, munum við spila við ÍR í Egilshöll klukkan 21.00, við erum sem stendur í öðru sæti með jafnmörg stig og KR sem er á toppnum en þær eru með betri markatölu en við. ÍR er á botninum með ekkert stig. Tveir aðrir leikir fara fram á undan okkar í Egilz en þeir eru kl: 17.30 Fylkir - Þróttur og kl:19.15 KR - HK/Víkingur.
ÁFRAM VALUR!
föstudagur, febrúar 16, 2007
5-0 sigur í höfn - Sif Atla með þrennu!
.jpg&w=0&h=0)
Í kvöld spiluðum við á móti Fjölni í Egilz og má segja að við höfum ekki alveg náð okkur á strik í þeim leik. Leikurinn fór ekki nógu vel af stað og voru leikmenn að snerta boltann alltof oft. Vanja skoraði samt fyrsta markið á 7.mín þegar hún prjónaði sig í gegnum vörn fjölnis. Nokkur færi fylgdu í kjölfarið en besta færi seinni hálfleiks átti Björg þegar boltinn lenti í slánni eftir skot frá Hallberu og Björg fékk boltann inní markteig og skaut boltanum í slánna og yfir. Staðan því 1-0 í hálfleik. Beta gerði síðan þrjár breytingar á liðinu í hálfleik en Sara, María og Begga komu inná fyrir Lindu, Thelmu og Björg.
María fór í vörnina fyrir Sif sem var sett í senter. Sif líkaði sú breyting greinilega vel en áður en var búið að flauta til leiksloka var hún búin að setja þrennu! Kata skoraði síðan eitt mark eftir klafs í teig Fjölnis (samt eiginlega tvö því hún átti skalla að marki sem markvörðurinn greip inní markinu og boltinn augljóslega inni en ekkert dæmt). 5-0 sigur í höfn en alls ekki nógu góður leikur. Boltinn náði engan vegin að ganga hratt á milli manna og tókum við alltof margar óþarfa snertingar á boltann. Sumir vilja kenna erfiðri fimmtudagsæfingu um gengi liðsins í dag...Varnarlínan stóð sig vel í dag en Sif Atla var án efa maður leiksins.
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Sif, Guðný, Linda (Begga 46.), Björg (María46.), Kata, Hallbera (Magga 78.) Thelma (Sara 46.) og Vanja.
Rakel Loga spilaði ekki þar sem hún er stödd í Danmörku.
Margrét Lára spilaði ekki þar sem hún er ekki komin með leikheimild.
Ásta og Anna spiluðu ekki vegna meiðsla.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Valur - Fjölnir á morgun!


ÁFRAM VALUR!
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Miðvikudagsmyndin...
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Margir að æfa með landsliðinu um helgina - Ása valin í fyrsta sinn!

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið leikmenn til æfinga. Æft verður helgina 17. og 18. febrúar og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Eglishöllinni,
Við eigum alls 8 leikmenn sem taka þátt í þessum æfingum þar af tvo markmenn: Gugga, Ása, Margrét, Kata, Pála, Sif, Guðný og Ásta - til hamingju!
* Ása er að fara að æfa með A landsliðinu í fyrsta sinn - til hamingju Ása.
Hér er hópurinn í heild sinni: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_17_og_18_feb_2007.pdf
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Fín ferð á Selfoss!
Eftir langan dag var brunað uppí sumarbústaða þar sem gengið var til náða...
p.s sagan segir að það sé Pólsk A-landsliðsstelpa á leiðinni í Val, sel það ekki dýrara en ég keypti það..
föstudagur, febrúar 09, 2007
Margrét Lára skrifar undir!

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=44436 Eins og fram kemur í greininni á fotbolti.net hefur Nína ákveðið að taka sér smá pásu og vonum við að hún komi endurnærð tilbaka úr því fríi.
Til hamingju með nýja samninginn Margrét, familían tekur þér fagnandi!
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Selfoss City!

Nú er erfiðri fimmtudagsæfingu lokið og Selfoss City næst á dagskrá! Það verður semsagt farið beint á Selfoss eftir æfingu á laugardag, þið fáið e-mail sent um þetta fljótlega:)
Miklar fyrirspurnir hafa verið um hvernig maður loggar sig inn á síðuna en munið bara að bæta við @gmail.com og þá er þetta alveg eins og þetta var:)
Njótið þess bara að það er heil vika í næsta leiknisvöll...
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Heyrst hefur...

Að e-h crazy sjúklingur hyggist kæra kötu lækni
Að Pála sé búin að stofna beiler-klúbb..
Að Margrét sé orðin mikill göngugarpur..
Að skvass sé töff íþrótt..
Að Freysi íhuga að hætta í Leikni og keppa alfarið með stelpum..
Að Sif geti reddað öllum inn bakdyramegin á Oliver..
Að það sé ælupest að ganga..
Að Rakel hafi farið að djamma með Elton John nú á dögunum..
Að Vanja ætli að halda partý í mars..
Að Marco sé með heimþrá..
Að Laufey Ó sé í boot camp á fullu til að koma sér í form fyrir fótboltaæfingar..
Að Ásta hafi verið í lýtiaðgerð á laugardagsmorgun..
Að Sabú sé aftur komin í leikmannahóp barcelona eftir krossbandameiðsl..
Að Beta og Eva stundi ungbarnasund grimmt..
Að Pála sé búin að stofna beiler-klúbb..
Að Margrét sé orðin mikill göngugarpur..
Að skvass sé töff íþrótt..
Að Freysi íhuga að hætta í Leikni og keppa alfarið með stelpum..
Að Sif geti reddað öllum inn bakdyramegin á Oliver..
Að það sé ælupest að ganga..
Að Rakel hafi farið að djamma með Elton John nú á dögunum..
Að Vanja ætli að halda partý í mars..
Að Marco sé með heimþrá..
Að Laufey Ó sé í boot camp á fullu til að koma sér í form fyrir fótboltaæfingar..
Að Ásta hafi verið í lýtiaðgerð á laugardagsmorgun..
Að Sabú sé aftur komin í leikmannahóp barcelona eftir krossbandameiðsl..
Að Beta og Eva stundi ungbarnasund grimmt..
Að Sara sé í framboði..
Að Jói sjúkró hafi úlnliðsbrotnað í hálkunni..
Að Rakel hafi slegið í gegn á þorrablóti FH
Að Ásta hafi verið skölluð um daginn...
Að leikmenn missi af æfingum ef þeir kíkji ekki reglulega á e-mailin sín..
margt fleira - endilega kommentið um fleira slúður...
Að Jói sjúkró hafi úlnliðsbrotnað í hálkunni..
Að Rakel hafi slegið í gegn á þorrablóti FH
Að Ásta hafi verið skölluð um daginn...
Að leikmenn missi af æfingum ef þeir kíkji ekki reglulega á e-mailin sín..
margt fleira - endilega kommentið um fleira slúður...
laugardagur, febrúar 03, 2007
Ragga býður í partý - tap á móti strákunum...

Já þið lásuð rétt, Ragga a.k.a Raggz liðstjóri og video-camera girl, ætlar að bjóða liðinu í teiti í kvöld og vil ég að fólk mæta eigi síðar en 9. Beta hefur heimtað að hafa leiki eftir mikinn undirbúning, við býðum spenntar eftir því.
En annars þá spiluðum við á móti strákunum áðan og töpuðum 7-5 í þriggja hálfleika leik, Vanja var með 2 mörk, Rakel 1, Kata 1 og Marco 1. Halli og Laddi skoruðu fyrir strákana... Okkur vantaði reyndar 6 leikmenn í liðið því Guðný, Ása, Anna, Björg, Thelma og Linda voru allar á U19 æfingu og spái ég okkur sigri í næsta leik við strákana sem fer fram á fimmtudag.
föstudagur, febrúar 02, 2007
7-0 sigur á HK/Víking – Ásta meidd
7-0 sigur á HK/Víking í gær, fínn leikur en Ásta meiddist illa þegar hún var bókstaflega skölluð af mótherja en hún er kinnbeinsbrotin á tveimur stöðum og fer í aðerð í fyrramálið. Við vonum innilega að hún nái sér fljótlega af þessum meiðslum en hörkutólið Ásta kláraði samt leikinn þrátt fyrir að vera brotin.
Liðið mætti vel á tánum í gærkvöldi en við spiluðum nýja taktík sem gekk bara þónokkuð vel miðað við fyrsta leik. Fyrsta mark leiksins skoraði Vanja eftir frábæran undirbúning Rakelar á hægri kantinum. Vanja bætti síðan við öðru marki áður en flautað var til hlés, þriðja mark leiksins var síðan sjálfsmark mótherja eftir hornspyrnu frá vinstri sem Rakel tók – staðan var 3-0 í hálfleik.
Beta notaði allar sínar skiptingar í hálfleik þannig að allir leikmennirnir spiluðu a.m.k 45 mín.
Í seinni hálfleik skoraði síðan Vanja þriðja markið sitt, Nína eitt, Rakel tvö þar af eitt úr víti sem Guðný fiskaði þegar hún var felld innan teigs.
Hallbera var ekki með vegna skyndilegra veikinda á æfingu í gærmorgun..
Liðið: Gugga (Ása 46.) Ásta, Pála, Anna (Fríða), Björg (Linda) Kata (Thelma) Guðný, Vanja, Rakel, Sif og Nina.
Liðið mætti vel á tánum í gærkvöldi en við spiluðum nýja taktík sem gekk bara þónokkuð vel miðað við fyrsta leik. Fyrsta mark leiksins skoraði Vanja eftir frábæran undirbúning Rakelar á hægri kantinum. Vanja bætti síðan við öðru marki áður en flautað var til hlés, þriðja mark leiksins var síðan sjálfsmark mótherja eftir hornspyrnu frá vinstri sem Rakel tók – staðan var 3-0 í hálfleik.
Beta notaði allar sínar skiptingar í hálfleik þannig að allir leikmennirnir spiluðu a.m.k 45 mín.
Í seinni hálfleik skoraði síðan Vanja þriðja markið sitt, Nína eitt, Rakel tvö þar af eitt úr víti sem Guðný fiskaði þegar hún var felld innan teigs.
Hallbera var ekki með vegna skyndilegra veikinda á æfingu í gærmorgun..
Liðið: Gugga (Ása 46.) Ásta, Pála, Anna (Fríða), Björg (Linda) Kata (Thelma) Guðný, Vanja, Rakel, Sif og Nina.