<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 02, 2007

7-0 sigur á HK/Víking – Ásta meidd 

7-0 sigur á HK/Víking í gær, fínn leikur en Ásta meiddist illa þegar hún var bókstaflega skölluð af mótherja en hún er kinnbeinsbrotin á tveimur stöðum og fer í aðerð í fyrramálið. Við vonum innilega að hún nái sér fljótlega af þessum meiðslum en hörkutólið Ásta kláraði samt leikinn þrátt fyrir að vera brotin.
Liðið mætti vel á tánum í gærkvöldi en við spiluðum nýja taktík sem gekk bara þónokkuð vel miðað við fyrsta leik. Fyrsta mark leiksins skoraði Vanja eftir frábæran undirbúning Rakelar á hægri kantinum. Vanja bætti síðan við öðru marki áður en flautað var til hlés, þriðja mark leiksins var síðan sjálfsmark mótherja eftir hornspyrnu frá vinstri sem Rakel tók – staðan var 3-0 í hálfleik.
Beta notaði allar sínar skiptingar í hálfleik þannig að allir leikmennirnir spiluðu a.m.k 45 mín.
Í seinni hálfleik skoraði síðan Vanja þriðja markið sitt, Nína eitt, Rakel tvö þar af eitt úr víti sem Guðný fiskaði þegar hún var felld innan teigs.
Hallbera var ekki með vegna skyndilegra veikinda á æfingu í gærmorgun..

Liðið: Gugga (Ása 46.) Ásta, Pála, Anna (Fríða), Björg (Linda) Kata (Thelma) Guðný, Vanja, Rakel, Sif og Nina.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow