<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 16, 2007

5-0 sigur í höfn - Sif Atla með þrennu! 


Í kvöld spiluðum við á móti Fjölni í Egilz og má segja að við höfum ekki alveg náð okkur á strik í þeim leik. Leikurinn fór ekki nógu vel af stað og voru leikmenn að snerta boltann alltof oft. Vanja skoraði samt fyrsta markið á 7.mín þegar hún prjónaði sig í gegnum vörn fjölnis. Nokkur færi fylgdu í kjölfarið en besta færi seinni hálfleiks átti Björg þegar boltinn lenti í slánni eftir skot frá Hallberu og Björg fékk boltann inní markteig og skaut boltanum í slánna og yfir. Staðan því 1-0 í hálfleik. Beta gerði síðan þrjár breytingar á liðinu í hálfleik en Sara, María og Begga komu inná fyrir Lindu, Thelmu og Björg.
María fór í vörnina fyrir Sif sem var sett í senter. Sif líkaði sú breyting greinilega vel en áður en var búið að flauta til leiksloka var hún búin að setja þrennu! Kata skoraði síðan eitt mark eftir klafs í teig Fjölnis (samt eiginlega tvö því hún átti skalla að marki sem markvörðurinn greip inní markinu og boltinn augljóslega inni en ekkert dæmt). 5-0 sigur í höfn en alls ekki nógu góður leikur. Boltinn náði engan vegin að ganga hratt á milli manna og tókum við alltof margar óþarfa snertingar á boltann. Sumir vilja kenna erfiðri fimmtudagsæfingu um gengi liðsins í dag...Varnarlínan stóð sig vel í dag en Sif Atla var án efa maður leiksins.
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Sif, Guðný, Linda (Begga 46.), Björg (María46.), Kata, Hallbera (Magga 78.) Thelma (Sara 46.) og Vanja.
Rakel Loga spilaði ekki þar sem hún er stödd í Danmörku.
Margrét Lára spilaði ekki þar sem hún er ekki komin með leikheimild.
Ásta og Anna spiluðu ekki vegna meiðsla.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow