<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

5-0 sigur á ÍR 

Í kvöld spiluðum við á móti ÍR með frekar breytt lið frá fyrri leikjum en: Kata, Pála, Sif, Gugga og Guðný fengu allar frí, Margrét ekki enn komin með leikheimild og Ásta ennþá meidd. Rakel var komin aftur í liðið þar sem hún er komin heim frá Danaveldi en hún var fyrirliði liðsins í kvöld. Fyrsta mark leiksins skoraði hin bráðefnilegi vinstri-fótarleikmaður Thelma Björk á cirka 20.mínútu en Hallbera bætti síðan við öðru marki með skoti frá hægri eftir sendingu frá Rakel eftir hornspyrnu. Fullt af færum fóru forgörðum í fyrrihálfleik og má þar sérstaklega nefna dauðafæri Vönju sem skaut yfir fyrir opnu marki. Staðan 2-0 í hálfleik.
Beta skipti tveimur leikmönnum inná í hálfleik þegar Magga og Andrea komu inná fyrir Söru og Thelmu Björk. Fríða var færð fram í senter, Magga fór í vörnina og Björg færði sig framar. Fríða var ekki lengi að færa sér breytinguna í nyt en hún skoraði glæsilegt mark með skalla eftir góða sendingu frá Berry. Fjórða markið kom síðan eftir vítaspyrnu en yngsti leikmaður vallarins, Heiða nokkur dóttir Röggu Vík, fiskaði víti og skoraði síðan sjálf úr því örugglega. Vanja innsiglaði síðan góðan 5-0 sigur rétt undir lok leiksins og erum við því á toppnum ásamt KR en þær eru með betri markatölu. Síðasti leikur mótsins er einmitt á móti KR á föstudag þegar baráttan um Reykjavík verður háð.
Fínn sigur þar sem frekar ungt og óreynt lið Vals í kvöld stóð sig með hreinum ágætum.
Byrjunarliðið: Ása, Anna Garðars, Björg, Hallbera, Linda,Fríða, Heiða, Sara, Vanja, Rakel og Thelma

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow