<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Pála búin að undirrita samning (staðfest) 


Jæja, þá er það klappað og klárt. Hún Pála okkar er búin að skrifa undir og þannig endurnýja samning sinn við Val. Eins og Valsarar vita er Pála gríðarlega mikilvægur leikmaður hjá okkur. Hún er sterk, föst fyrir, vinnur nánast allar tæklingar og með þrususkot! Sumarið 2004 var hreint frábært. Hún varð svo fyrir því mikla áfalli að slíta krossbönd. Hún vann sig þó hægt og sígandi tilbaka og styrktist með hverri æfingunni vorið/sumarið 2006. Og ekki leið langur tími þangað til hún vann sér aftur fast sæti í byrjunarliðinu, og var þannig mikilvægur póstur í leið að Ísland- og Bikarmeistartitlinum. Og markmiðið núna hlýtur að vera að vinna sér aftur sæti í The Blue Team, eða hvað Pála?

Allavega Pála, við erum þvílíkt ánægðar með þetta!

Geri svo fastlega ráð fyrir því að við fáum ýtarlegri lýsingu í pistlinum Leikmaður í hnotskurn :-)

mánudagur, nóvember 27, 2006

Gugga 



Kæru vinir og vandamenn.
Í dag er komið að hinum stórgóða markverði okkar Guðbjörgu Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin í plebbabænum Hafnarfirði. Gugga eins og við kjósum að kalla hana er 21 árs og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 87 leiki í efstu deild en ekki enn náð að pota inn marki skrítið. Á unga aldri komust hæfileikar Guggu snemma í ljós á milli stanganna og var hún kölluð svarti köttturinn af andstæðingum sínum. Svo lipur, snögg og ákveðin þótti hún vera. Gugga hefur spilað með FH og VAL á Íslandi við góðan orðstír.
Gugga hefur spilað fjoldann allan af yngrilandsleikjum og er nú sem stendur varamarkmaður A landsliðsins þar sem hún á að baki 3 leiki. Gugga er ótrúleg snöggur og sterkur markmaður sem getur klárað leiki fyrir lið sitt. Hún er einstaklega góð maður á mann og í þeim andstæðum hefur hún oft og mörgum sinnum bjargað liði sínu.
Þrátt fyrir hæfileika gellunnar milli standanna þá er hún einstaklega góður karakter og hefur hún hlotið nafnið bíógugga þar sem hún er gjörn að skipuleggja bíóferðir með liðsfélögum sínum. Gugga er orðin mikill valsari þrátt fyrir að hafa leikið alla yngriflokka mð FH. Seinasta tímabil stúlkunnar var mjög gott þar sem hún var í liði seinni umferðar og var í hóp A landsliðsins alla leiki sumarsins.
Ekki má gleyma að segja frá því að eitt helsta afrek Guggu fyrir utan boltann er að hún á að baki 5 mínútna kvikmyndastjörnuferil í STIKKFRÍ myndinni hér á árum áður, þar sem hún var í aukahlutverki og kom fyrir í heildina í sirka 5 mín. Aldrei að vita ef stúlkan leggur þetta fyrir sig þegar ferlinum líkur.
Eins og við best vitum þá er hún Pocahontas okkar á lausu ;)
We love you Guggs

föstudagur, nóvember 24, 2006

.....Good times... 

Muniði eftir.....
Germany...
KSI - hófinu...
Íslandsmeistaratitlinum...
M16..
Partýum sumarsins..
Bikarúrslitaleiknum!
Eurocup?
Vá hvað ég hlakka til næsta tímabils....hvað með ykkur?

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Gugga skrifar undir nýjan samning! 

Okkar ástkæri markmaður hefur undirritað nýjan 2 ára samning, okkur Valsstelpum til mikillar gleði. Gugga hefur varið mark Valsstúlkna síðustu ár og staðið sig mjög vel, sérstaklega verður að nefna síðasta tímabil, sem var hreint frábært hjá stelpunni!! Það er engin spurning að Gugga er lykilleikmaður, bæði innan vallar sem utan. Jákvæð, metnaðarfull og hugsar eins og ekta "athlete".





Þetta er frábært Gugga!!










P.S. Ýtarlegri umsögn um Guggu mun koma í pistlinum Leikmaður í hnotskurn

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Heyrst hefur... 

Í kvennaboltanum gengur alltaf slúður manna á milli og það er nú aldeilis komin tími á að up-deita það aðeins fyrir alþjóð, eins og áður eru þetta ekki staðfestar upplýsingar, aðeins slúðrið á götunum....Heyrst hefur...
Að Beta, Eva og Fríða séu allar ófrískar....
Að Laufey Ólafs sé best á æfingum, það munar hana engu að taka pásu í eitt ár..
Að Kata reki bar á heimili sínu i kópavoginum.
Að Dórurnar okkar séu langt langt í burtu, síðustu fréttir af Dóru Stefáns voru af henni í bakpokaferðalagi um Tæland, Dóra María er hinsvegar að krúsa í Flórída at moment...
Að Guona a.k.a the fish sé aldrei í fríi, sama hvaða landslið það er, hún er alltaf að spila...
Að Rakel loga djammi svolítið mikið með stjörnustelpunum....
Að Fríða djammi ekki..
Að Berry hafi verið í vanda stödd um helgina og þurft að láta björgunarsveitina hjálpa sér..
Að A landslið karla fái meiri dagpeninga en A landslið kvenna..(og U17 Karla sé dýrara lið heldur en A landslið kvenna)
Að Kata capteinn hafi farið í ræðukeppni í kastljósinu og otið kappi við Ingó a.k.a Ksi-mafíósan, engir voru dómarar í þeirri keppni, en almennt álit almennings var á þá leið að Kata hafi verið ótvíræður sigurvegari.
Að Man.Utd sé á toppnum..
Að Sporthúsið verði okkar félagsheimili í vetur..
Að Íris Andrésar sé að læra á gítar....hún stefnir beina leið í X-factor næsta vetur..
Að Beta hafi bæði kíkt í heimsókn til Frank Rijkaard og Arsene Wenger nú á dögunum..
Að það sé búið á skora á Ellu Franz til að mæta á æfingar!
Að Ásta sé að fara að taka þátt í Ungfrú Reykjavík..
Að það styttist í næstu snjóæfingu á leiknisvelli og beta hafi beðið vallarstjórann þar á bæ að vinsamlegast ekki láta moka af vellinum..

Eflaust er margt margt fleira að gerast og endilega kommentiði um e-h krassandi sem má fljúga..

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ásta Árnadóttir 



Sælt verið fólkið…..
Enn og aftur er komið af leikmanni í hnotskurn og að þessu sinni er það hún Ásta Árnadóttir.
Ásta er 23 ára og eins og flestir vita er hún fædd og uppalin á Akureyri. Ásta stundaði á yngri árum fimleika og frjálsar og þótti hún skara fram úr þar eins og á fótboltavellinum. Ásta kom til Vals árið 2003 frá stórliði Þórs frá Akureyri. Ásta hefur spilað 97 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk. Ásta hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og þar af 13 A landsleiki.
Stelpan þykir einstaklega fljót og málglöð á vellinum. Hún er mikill leiðtogi innan valar sem utan og einkar góð fyrirmynd. Ásta er sterkur varnarmaður sem hrellir alla sóknarmenn. Seinasta tímabil Ástu var frábært þar sem hún var í liði fyrri og seinni umferðar auk þess sem hún var valin í lið ársins. Ekki má gleyma því að Ásta var valin prúðasti leikmaður deildarinnar með ekkert spjald á bakin... GERI AÐRIR BETUR :)
Ásta hóf í haust nám við sjúkraþjálfun frá háskóla Íslands, en þar á undan hafði hún stundað eins árs viðveru í hjúkrun. Ásta mun taka þátt í ungfrú Reykjavík í vor og munum við á valurwoman að sjálfsögðu fylgjast með okkar manneskju þar. GANGI ÞÉR VEL ÁSTA.
Ásta er blíð og góð stelpa sem hugsar rosalega vel um alla. Hún er frábær karakter innan vallar sem utan og einstaklega skemmtileg.
Ásta we love you
Strákar gellan er frátekin..

Nína komin aftur!! 

Í gærdag skrifaði Nína Ósk Kristinsdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Val. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir familíuna og óskum við Nínu hjartanlega velkomna aftur!
Nína Ósk spilaði tímabilið 2003, 2004 og hálft tímabilið 2005 með Val og varð bikarmeistari með liðinu 2003 og Íslandsmeistari 2004. Síðasta tímabil spilaði Nína Ósk með Keflavík og varð næst markahæsti leikmaður deildarinn á eftir Marco okkar en Nína skoraði hvorki meira né minna en 24 mörk í 14 leikjum og hlaut silfurskóinn fyrir vikið..
NÍNA VELKOMIN AFTUR!

Þess má einnig geta að Margrét Lára spilaði sinn annan leik með Duisburg í gær þegar lið hennar gjörsigraði fyrstu deildarliðið Victoria Gersten í þýska bikarnum 6-0. Marco spilaði allan leikinn og stóð sig með prýði!

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Byssa mánaðarins! 

Byssa mánaðarins er án efa Miss Rachel Flame, þvílíkir vöðvar, þvílík hottie, við elskum hana allar, ég meina, spurjiði bara pálu!

laugardagur, nóvember 18, 2006

SAMKOMA! 

sælar dívur!

ætla bara rétt að minna ykkur á að mæta á þessa SAMKOMU í kvold kl 8 sharp. (það er skyldumæting) nú á þessari samkomu verða haleljúa söngvar í anda kfum og kfuk..... nú þarna verða kökur og mjólk....fullt af mjólk... á boðstólnum fyrir þá sem vilja. nú fólk má koma með sína eigin mjólk ef það vill ekki t.d ný mjólk...;) svo kannski...sko bara kannski..ef við verðum heppnar þá kemur hún ÍRIS ANDRÉSAR með gítarinn og syngur nokkra falskar sonnettur!;) (smá djók íris) hehe

En já þetta byrjar kl 8...með sálmum og tilheyrandi...koma svo DÍVAS! SJÁUMST!

KVEÐJA YFIR DÍVAN...PEARLÝ! ROCK ON!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Rakel Logadóttir 



Já gott fólk þá er komið að nýja liðnum okkar hérna á valurwoman. Næsta fórnarlamb er hins vegar hin eitilharða Rakel Logadóttir (það mætti halda að það væri verið að taka aldursröðina á þetta) hehe

Rakel er 24 ára Kant/miðjumaður og er fædd og uppalin í höfuðborginni Reykjavík þar sem hún var alla sína æsku. Rakel hefur búið í Hafnafirðinum seinustu ár við gott yfirlæti. Rakel hefur spila allt að 77 leiki í m.fl og skorað í þeim 35 mörk. Rakel hefur spila með Íbv og Val hérna heima. Rakel stundaði til þriggja ára nám við háskóla í Bandaríkjunum og þótti stelpan standa sig einstakelga vel. Rakel hefur spilað 8 A landsleiki.
Rakel er ein af þessum fjölmörgu tæknitröllum sem við valsmenn eigum. Hún þykir hafa einstakt vald á boltanum og er oft gaman að fylgjast með henni þegar hún er í "HAM". Rakel er með einstaklega stórt valshjarta sem er mikill kostur að hafa. Seinasta tímabil stúlkunnar var einstaklega gott þar sem hún var í liði fyrri umferðar og loks í liði ársins. Það verður geymt en ekki gleymt þegar Rakel tók Jacksodansinn upp á sviðinu á Brodway að viðstöddum 2000 áhorfendum.
Rakel stundar sem stendur nám við Íþróttakennaraháskólan á Laugarvatni og mun hún klára hann líklegast næsta vor. Einnig er hún að þjálfa yngri flokka hja félaginu. Rakel er manneskja sem ekki er hægt að lýsa í stuttu máli, en í MJOG stuttu máli er hún einstaklega skemmtileg, fyndin, hress og óútreiknanleg.
Rakel þú ert yndisleg

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

MIÐVIKUDAGS MYNDIN... 


en að þessu sinni fær hún Dóra María þann heiður...bara að láta vita að við erum ekki búnar að gleyma þér þótt þú sért far far away:) Okkur hlakkar til að sjá þig um jólin stelpa!!

En enívei...það er SAMKOMA næsta laugardag hjá henni Katie Captain. Allar að mæta...og koma með góða skapið...kannski e-h drykkjarvænt.....Mjólk og djús er klárlega málið:) á ætlað er að fjörið byrji um 9 leytið. ok.....ef þið hafið e-h ?????ar þa bara commenta eða hringja í einhver sem hefur vit á þessum málum. OK sí jú on practic!

kv Pearlý smearý!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Miðvikudagsmyndin! 

Þessir myndarlegu folar eru miðvikudagsmyndin í þessari viku, fyrir þá sem vita þá er þeir allir fráteknir því miður...
Allir að muna síðan eftir fundinum á morgun klukkan 17.30!!

mánudagur, nóvember 06, 2006

Leikmaður í hnotskurn 



Já sælt verið fólkið. Nú hefur verið stofnaður nýr liður á valurwoman sem heitir leikmaður í hnotskurn en þá er tekinn einn leikmaður á hverjum mánudegi og hann kynntur frá toppi til táar
Við ætlum að byrja á okkar elskulega fyrirliða Katrínu Jónsdóttur
Katrín Jónssdóttir er fædd árið 1977 og er uppalinn í Reykjavík nánar tiltekið í Kópavogi. Katrín hefur í gegnum tíðina spilað með Breiðablik, Stjörnunni, Kolbotn og auðvitað VAL, auk þess sem hún hefur verið að sprikkla á nokkrum læknamótum. Katrín á að baki 25 leiki og hefur skorað í þeim 10 mörk fyrir Val. Ekki er vitað hersu marga leiki eða mörk Katrín skoraði fyrir lið sitt Kolbotn í Noregi en orðið á götunni segir að hún hafi skorað fjöldan allan af mörkum fyrir lið sitt. Katrín hefur spilað 57 A landsleiki og hefur skorað samtals 7 mörk í
Kata eins og við kjósum að kalla hana er læknir að mennt og vinnur hún þessa stundina á heilsugæslunni í Breiðholti. Katrín þykir vera sá leikmaður sem hleypur endalaust og leggur sig alla fram í hvert verkefni. Einnig er Katrín einstaklega sterkur skallamaður hvort sem það er varnarlega eða sóknarlega. Katrín spilaði á unga aldri framarlega á vellinum en hefur færst örlítið aftar seinustu ár. Ekki má gleyma því að Katrín er sannur fyrirliði okkar valskvenna og fékk hún því þann heiður að lyfta á loft tveim titlum seinasta sumar.
Ekki má gleyma að segja fra því að í sumar var Katrín valin skrítnasta manneskjan í Val en auðvitað meinum við bara gott með því. Kata er fyndin, skemmtileg og strákar samkvæmt heimildum valurwoman er gellan á lausu ;)

sunnudagur, nóvember 05, 2006

BYSSA MÁNAÐARINS! 


JÁ góðir lensendur nær og fjær!

Eins og alheimurinn veit þá var hann Orri að keppa í körfu í gær. Jú það vildi nú svo leiðinlega til að valur tapaði á móti hinu alþjóðlega liði Þórs. En eftir þennan leik rakst ég á þessa mynd og ákvað því að from now one verði valin BYSSA MÁNAÐARINS!

að þessu sinni er það leikmaður Vals sem að varð fyrir valinu..hann ORRI okkar! eins og sjá má á þessari mynd þá er hann með HRIKALEGAR BYSSUR! (allvegna ef við miðum við tannstaungulinn sem er við hliðina á) :)

En þessi mynd kæmi einnig sterklega til greina sem svipur mánaðarins ef við myndum velja það líka....

En góður leikur orri okkar...en leitt með ósigurinn! gerum bara betur næst:)

með kveðju...Byssudómnefndin (Pearlý)

laugardagur, nóvember 04, 2006

ORRI!!! 


já nú er komið að því...er orri sönn rauðka eða ekki! já hann Orri er að fara að keppa í dag laugardag kl 1600 upp í iþróttahúsi kennaraháskálans! VALURWOMAN hvetur alla sem að þekkja hann að fara að horfa á þar sem hann er alltaf að monta sig hversu góður hann er;) hehe

Koma svo! horfum á rauðhærða kvikindið dunka nokkrum bolltum!

hver segir svo að white man can´t jump!!??


með kveðju...pearlý

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Miðvikudagsmyndin... 


Já marr er klárlega að standa sig herna...þar sem Gugga er ekki in town...er kannski bara í e-h chinatown..who knows...:) En þetta er klárlega Myndin:) Hun er svaka díva og myndast alltaf jafnvel;) HALLÍBERRÝ!!!! til hamingju!!

En ætla síðan bara að minna á að fyrsta æfing verður á þriðjudaginn í egilz og það er að sjálfsögðu frjál mæting en ég hvet samt allar til að mæta. the more the merrier;)!!

Nú...ef við tölum aðeins um framhaldið...þá er klárlega þörf á því a famelian fari að plana hittting, en það verður gert þegar allir nýir sem gammlir meðlimir nær og fjær eru á landingu...og geta mætt! Fleirri upplýsingar koma siðar. :)

En meira var þetta nú ekki en ákvað að láta eina myndaf henni guggu hérna í tilefni þess að hún sé e-h staðar í óæðriendanum að skemmta sér í úgglöndum. Hafðu það gott og keyptu nú einhvern "lukku"minnjagrip til að láta í klefann okkar;)

Jæja ætla að láta þetta gott að halda áfram að læra....kveðja frá vatinu....PEARLÍ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow