mánudagur, nóvember 06, 2006
Leikmaður í hnotskurn
Já sælt verið fólkið. Nú hefur verið stofnaður nýr liður á valurwoman sem heitir leikmaður í hnotskurn en þá er tekinn einn leikmaður á hverjum mánudegi og hann kynntur frá toppi til táar
Við ætlum að byrja á okkar elskulega fyrirliða Katrínu Jónsdóttur
Katrín Jónssdóttir er fædd árið 1977 og er uppalinn í Reykjavík nánar tiltekið í Kópavogi. Katrín hefur í gegnum tíðina spilað með Breiðablik, Stjörnunni, Kolbotn og auðvitað VAL, auk þess sem hún hefur verið að sprikkla á nokkrum læknamótum. Katrín á að baki 25 leiki og hefur skorað í þeim 10 mörk fyrir Val. Ekki er vitað hersu marga leiki eða mörk Katrín skoraði fyrir lið sitt Kolbotn í Noregi en orðið á götunni segir að hún hafi skorað fjöldan allan af mörkum fyrir lið sitt. Katrín hefur spilað 57 A landsleiki og hefur skorað samtals 7 mörk í
Kata eins og við kjósum að kalla hana er læknir að mennt og vinnur hún þessa stundina á heilsugæslunni í Breiðholti. Katrín þykir vera sá leikmaður sem hleypur endalaust og leggur sig alla fram í hvert verkefni. Einnig er Katrín einstaklega sterkur skallamaður hvort sem það er varnarlega eða sóknarlega. Katrín spilaði á unga aldri framarlega á vellinum en hefur færst örlítið aftar seinustu ár. Ekki má gleyma því að Katrín er sannur fyrirliði okkar valskvenna og fékk hún því þann heiður að lyfta á loft tveim titlum seinasta sumar.
Ekki má gleyma að segja fra því að í sumar var Katrín valin skrítnasta manneskjan í Val en auðvitað meinum við bara gott með því. Kata er fyndin, skemmtileg og strákar samkvæmt heimildum valurwoman er gellan á lausu ;)
Comments:
Skrifa ummæli