<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 27, 2006

Gugga 



Kæru vinir og vandamenn.
Í dag er komið að hinum stórgóða markverði okkar Guðbjörgu Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin í plebbabænum Hafnarfirði. Gugga eins og við kjósum að kalla hana er 21 árs og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 87 leiki í efstu deild en ekki enn náð að pota inn marki skrítið. Á unga aldri komust hæfileikar Guggu snemma í ljós á milli stanganna og var hún kölluð svarti köttturinn af andstæðingum sínum. Svo lipur, snögg og ákveðin þótti hún vera. Gugga hefur spilað með FH og VAL á Íslandi við góðan orðstír.
Gugga hefur spilað fjoldann allan af yngrilandsleikjum og er nú sem stendur varamarkmaður A landsliðsins þar sem hún á að baki 3 leiki. Gugga er ótrúleg snöggur og sterkur markmaður sem getur klárað leiki fyrir lið sitt. Hún er einstaklega góð maður á mann og í þeim andstæðum hefur hún oft og mörgum sinnum bjargað liði sínu.
Þrátt fyrir hæfileika gellunnar milli standanna þá er hún einstaklega góður karakter og hefur hún hlotið nafnið bíógugga þar sem hún er gjörn að skipuleggja bíóferðir með liðsfélögum sínum. Gugga er orðin mikill valsari þrátt fyrir að hafa leikið alla yngriflokka mð FH. Seinasta tímabil stúlkunnar var mjög gott þar sem hún var í liði seinni umferðar og var í hóp A landsliðsins alla leiki sumarsins.
Ekki má gleyma að segja frá því að eitt helsta afrek Guggu fyrir utan boltann er að hún á að baki 5 mínútna kvikmyndastjörnuferil í STIKKFRÍ myndinni hér á árum áður, þar sem hún var í aukahlutverki og kom fyrir í heildina í sirka 5 mín. Aldrei að vita ef stúlkan leggur þetta fyrir sig þegar ferlinum líkur.
Eins og við best vitum þá er hún Pocahontas okkar á lausu ;)
We love you Guggs

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow