<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 20, 2006

Nína komin aftur!! 

Í gærdag skrifaði Nína Ósk Kristinsdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Val. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir familíuna og óskum við Nínu hjartanlega velkomna aftur!
Nína Ósk spilaði tímabilið 2003, 2004 og hálft tímabilið 2005 með Val og varð bikarmeistari með liðinu 2003 og Íslandsmeistari 2004. Síðasta tímabil spilaði Nína Ósk með Keflavík og varð næst markahæsti leikmaður deildarinn á eftir Marco okkar en Nína skoraði hvorki meira né minna en 24 mörk í 14 leikjum og hlaut silfurskóinn fyrir vikið..
NÍNA VELKOMIN AFTUR!

Þess má einnig geta að Margrét Lára spilaði sinn annan leik með Duisburg í gær þegar lið hennar gjörsigraði fyrstu deildarliðið Victoria Gersten í þýska bikarnum 6-0. Marco spilaði allan leikinn og stóð sig með prýði!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow