<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ásta Árnadóttir 



Sælt verið fólkið…..
Enn og aftur er komið af leikmanni í hnotskurn og að þessu sinni er það hún Ásta Árnadóttir.
Ásta er 23 ára og eins og flestir vita er hún fædd og uppalin á Akureyri. Ásta stundaði á yngri árum fimleika og frjálsar og þótti hún skara fram úr þar eins og á fótboltavellinum. Ásta kom til Vals árið 2003 frá stórliði Þórs frá Akureyri. Ásta hefur spilað 97 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk. Ásta hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og þar af 13 A landsleiki.
Stelpan þykir einstaklega fljót og málglöð á vellinum. Hún er mikill leiðtogi innan valar sem utan og einkar góð fyrirmynd. Ásta er sterkur varnarmaður sem hrellir alla sóknarmenn. Seinasta tímabil Ástu var frábært þar sem hún var í liði fyrri og seinni umferðar auk þess sem hún var valin í lið ársins. Ekki má gleyma því að Ásta var valin prúðasti leikmaður deildarinnar með ekkert spjald á bakin... GERI AÐRIR BETUR :)
Ásta hóf í haust nám við sjúkraþjálfun frá háskóla Íslands, en þar á undan hafði hún stundað eins árs viðveru í hjúkrun. Ásta mun taka þátt í ungfrú Reykjavík í vor og munum við á valurwoman að sjálfsögðu fylgjast með okkar manneskju þar. GANGI ÞÉR VEL ÁSTA.
Ásta er blíð og góð stelpa sem hugsar rosalega vel um alla. Hún er frábær karakter innan vallar sem utan og einstaklega skemmtileg.
Ásta we love you
Strákar gellan er frátekin..

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow