fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Rakel Logadóttir
Já gott fólk þá er komið að nýja liðnum okkar hérna á valurwoman. Næsta fórnarlamb er hins vegar hin eitilharða Rakel Logadóttir (það mætti halda að það væri verið að taka aldursröðina á þetta) hehe
Rakel er 24 ára Kant/miðjumaður og er fædd og uppalin í höfuðborginni Reykjavík þar sem hún var alla sína æsku. Rakel hefur búið í Hafnafirðinum seinustu ár við gott yfirlæti. Rakel hefur spila allt að 77 leiki í m.fl og skorað í þeim 35 mörk. Rakel hefur spila með Íbv og Val hérna heima. Rakel stundaði til þriggja ára nám við háskóla í Bandaríkjunum og þótti stelpan standa sig einstakelga vel. Rakel hefur spilað 8 A landsleiki.
Rakel er ein af þessum fjölmörgu tæknitröllum sem við valsmenn eigum. Hún þykir hafa einstakt vald á boltanum og er oft gaman að fylgjast með henni þegar hún er í "HAM". Rakel er með einstaklega stórt valshjarta sem er mikill kostur að hafa. Seinasta tímabil stúlkunnar var einstaklega gott þar sem hún var í liði fyrri umferðar og loks í liði ársins. Það verður geymt en ekki gleymt þegar Rakel tók Jacksodansinn upp á sviðinu á Brodway að viðstöddum 2000 áhorfendum.
Rakel stundar sem stendur nám við Íþróttakennaraháskólan á Laugarvatni og mun hún klára hann líklegast næsta vor. Einnig er hún að þjálfa yngri flokka hja félaginu. Rakel er manneskja sem ekki er hægt að lýsa í stuttu máli, en í MJOG stuttu máli er hún einstaklega skemmtileg, fyndin, hress og óútreiknanleg.
Rakel þú ert yndisleg
Comments:
Skrifa ummæli