miðvikudagur, september 09, 2009
Sigur á Stjörnunni og 9 fingur og nögl komin á bikarinn OKKAR
Það var frábær stemning á Stjörnuvelli í Garðabæ í dag en um hálfgerðan úrslitaleik var að ræða á Íslandsmótinu.
Leikurinn byrjaði frekar dauflega en bæði lið lágu í skotgröfunum framan af fyrri hálfleik. Kristín var þó nálægt því að skalla boltann í netið rétt fyrir leikhlé en Sandra varði vel í markinu.
Í seinni hálfleik náðum við yfirhöndinni og komumst í 1-0 með marki frá KÝR eftir frábæra fyrirgjöf Rakelar. Kristín var svo aftur að verki skömmu síðar þegar hún skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Dóru.
Það er óhætt að segja að við séum farin að finna lyktina af nýpússaðri dollunni þar sem að Fylkir sigraði okkar helstu keppinauta 2-1 og erum við því með 5 stiga forystu þegar 6 stig eru í pottinum.
Meistaraflokkur kvenna í Val vill hér með koma þökkum til ALLRA þeirra sem mættu á völlinn og hjálpuðu okkur að landa þessum sigri. handboltastrákarnir, fótboltastelpurnar og allir hinir - VEL GERT!
Næsti leikur er mánudaginn 14. september klukkan 17:30 og hvetjum við alla valsara til þess að fjölmenna á þann leik en þar getum við endanlega tryggt okkur FJÓRÐA íslandsmeistaratitilinn á jafnmörgum árum.
þriðjudagur, ágúst 04, 2009
Næsti leikur gegn Þór/KA
Jæja þá er flottri Verslunnarmannahelgi lokið og ný vika tekin við :)
Þessa vikuna fáum við líklega skemmtileg innlit frá ýmsum atvinnumönnum í Sverige :)
Bara gaman að því :)
Annars er næsti leikur á föstudaginn og fáum við þá Þór/KA í heimsókn á Hlíðarendann...
Þangað til næstu færslu
Lifið heil :)
Kveðja
SA:)
miðvikudagur, júlí 29, 2009
Laufey Ólafs aftur í VALSBÚNINGINN!!!!!
Þá er hún mætt aftur :D
Laufey er búin að reima á sig takkaskónna aftur og komin á Hlíðarenda. Ekki þannig að hún er búin að vera langt í burtu, alls ekki, en virkilega gaman að fá þig aftur í búninginn Laufey....
VELKOMIN TIL BAKA Í BOLTANN VINAN :)
mánudagur, júlí 27, 2009
Sigur í bikar og GRV í næsta leik :)
Sæl veriði öll sem eitt...
Jæja þá erum við komin áfram í bikarnum. Virkilega ánægjulegt og frábær sigur í gær. Virkilega flottur sigur og ALLIR hreint frábærir :)
5-0 fyrir Val gegn Stjörnunni.
Markaskorarar gærkvöldsins voru:
1. Rakel "Sleggja" Logadóttir
2. Kristín "haldabolta" Bjarnadóttir
3. Dóra "Maradona" Lárusdóttir
4. Kata "el.capitano" Jónsdóttir
5 Dagný "Header" Brynjarsdóttir
Fáránlega flott og æðislegt hjá okkar dömum...
En það sem setur skugga á þennan frábæra sigur okkar var brotið á Hallberu okkar inní teig. Ekki nóg með að fá ekki brot á þetta heldur við fallið brotnar Berry á úlliðnum og verður frá í smá tíma. En þar sem við þekkjum Berry okkar vel þá verður hún komin aftur á völlinn innan tíðar:) En sendum allar okkar batakveðjur á hana...
VIÐ ELSKUM ÞIG BERRY... AND NEVER FORGET IT... Þetta brot er geymt en ALLS EKKI GLEYMT...
Þökkum kærlega fyrir stuðninginn sem við fengum í leiknum í gær. 2.fl.kk. 3, 4, 5.fl kvk og allir sem komu Þið voruð bara frábær... Ekki hægt að biðja um það betra :D
Annars er næsti leikur okkar við GRV í Grindavík næstkomandi miðvikudag 29.júlí.
Kvetjum auðvitað alla til að mæta til Grindavíkur.
Áfram VALUR!!!! :D
fimmtudagur, júlí 23, 2009
Undanúrslit bikars VALUR - Stjarnan...
Hey hó...
Næsta sunnudag, 26. júlí, eigum við Stjörnuna heima í undanúrslitum bikars. Þar sem þetta mót er allt annað en Íslandsmótið og ALLT UNDIR í þessum leik HVETJUM VIÐ ALLA til að mæta á leikinn... Leikurinn hefst 16:00 á Hlíðarenda...
SÚPERGRÚPPA hlökkum til að sjá ykkur þar :D
ÁFRAM VALUR!!!!!
fimmtudagur, júlí 16, 2009
Liggur hundurinn grafinn? :)
Sæl verði öll sem eitt...
Ég fór að velta fyrir mér þessum dýrindis málshætti, Liggur kötturinn (eða hundurinn ef fólk vill frekar nota hann :) grafinn? Þessi síða okkar er búin að vera örlítið 6 feet under ef maður má sletta fram ensku mælandi málsætti. Ég og Guðný okkar Óðins vorum að velta því fyrir okkur hvað hafi orðið um okkar kæru síðu þegar við fengum þá flugu í hausinn að reisa hana upp frá dauðum. Ég er nú ekki alveg besti penninn í bænum þannig ég vona að fólk fari að setja eitthvað hérna inn þó það sé ekki nema svona 1 sinni í viku :)
Annars sagði Kata mér góða sögu af 2 fjölskyldumeðlimum okkar. Þetta átti sér stað þann 16.júní síðastliðinn. Staðsetningin var Lollastúka á Hlíðarenda og umræddu meðlimir eru með nafnleynd... Köllum þær Gnoll og Tott.
Gnoll og Tott eru að ræða saman um daginn og veginn þegar Dr. Kata spyr Tott hvort hún sé ekki að hitta einhvern (þ.e.a.s. hvort hún sé að fara á eldheit stefnumót fyrir ykkur sem þurfa meiri útskýringar:) og þá grípur Gnoll inní og segir "Jú hún er að hitta frænda minn". Þannig opnast umræðan um þennan alræmda frænda Gnoll.
Gnoll: Hann er ekkert smá ríkur..
Tott: Já eigum við að ræða það eitthvað.
Gnoll: Já, hann á ekkert smá flott FJÓS...
Á þessari stundu snýr Rakel sér við og gapir af hreinni undrun á vinkonurnar og áttar sig á hvað það er geinilegt hversu mikill munur er á borgarbörnunum og sveitabörnunum. Á meðan Rakel er að spá í þessu þá nær Dr. Kata varla andanum yfir þessum upplýsingum.
Þetta kennir okkur það að á meðan borgarbörnin mæla út frá bílum eða seðlum ríka fólkið þá skipir það sveitafólkið lítið hvort þú átt flottan bíl eða mikið af seðlum heldur er það Fjósið og búfénaðurinn sem er þar fremst í flokki.
Með þessu Endar þessi pistill...
Þanngað til næst
Köttur út í mýri
Setti upp á sig stýri
og úti er ævintýri.
mánudagur, maí 18, 2009
Tilkynning frá Skemmtinefndinni
Katrín féll úr keppni þar sem hún gat ekki sannað að hatturinn væri heimatilbúinn.
Systurnar Björg & Guðný hlutu systrabikarinn. Pála og Bára voru í harðri samkeppni um bréfpoka ársins og hlaut Bára að lokum titilinn og gerðu límmiðarnir á pokanum útslagið
Thelma og Magga komu sterkar inn í systrakeppninni en höfðu ekki erindi sem erfiði
SKAMMARLEG FRAMMISTAÐA ÖNNU
Thelma og Magga komu sterkar inn í systrakeppninni en höfðu ekki erindi sem erfiði
SKAMMARLEG FRAMMISTAÐA ÖNNU
1.sæti : MAJA!! Maja mætti með hattinn "Euro-vision" Þar sem evrurnar voru fyrir Euro og gleraugun fyrir vision. Stórglæsilegur hattur og í verðlaun er rómantísk stund í pottinum með engum öðrum en Geir Ólafssini og 500.000 krónur!! 2. sæti : María blómarós. María kom með hattinn "ljósblóm" og var virkilega sumarlegur og fallegur. María fær 2 Tyrkisk peber sleikjóa í verðlaun
3. sæti : Hallbera. Hatturinn er ádeila á íslenska efnahagskerfið sem hrundi eins og spilaborg. Hatturinn er gerður úr spilum frá Landsbankanum og má einnig nota hattinn sem... spil!
3. sæti : Hallbera. Hatturinn er ádeila á íslenska efnahagskerfið sem hrundi eins og spilaborg. Hatturinn er gerður úr spilum frá Landsbankanum og má einnig nota hattinn sem... spil!
Verðlaun : 100.000 krónur
laugardagur, maí 09, 2009
Sigur í fyrsta leik!
Unnum verðskuldaðan og góðan sigur á Kr-ingum í fyrsta leik í Pepsi deildinni!
Við byrjuðum strax af miklum krafti og það var greinilegt hvort liðið var komið til þess að sækja stigin 3.
Rakel Loga kom okkur í 1-0 með fínu skoti úr vítateignum og þar við sat í hálfleik. Staðan 0-1 en það fóru nokkur mjög góð færi forgörðum í fyrri hálfleik.
Við héldum áfram að sækja í seinni hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Kr mark sem kom eftir mistök okkar.
Dóra María svaraði strax með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Sifilis. Dóra er augljóslega farin að gera harða atlögu að skalladrottningartitlinum.
Það var svo Sif Atla sem er búin að grátbiðja í allan vetur um að fá að skella sér í hlutverk sóknarmanns sem smellti boltanum glæsilega í netið eftir að hafa tekið hann á kassann fyrir utan vítateig.
Góð byrjun á íslandsmótinu þrátt fyrir að sigurinn hefði sjálfsagt átt að vera töluvert stærri en það eru aldrei auðveld stigin sem maður sækir vestur í bæ!
Næsti leikur á dagskrá er stórleikur af bestu gerð en við tökum á móti Breiðablik á miðvikudaginn á hinum gullfallega Vodafone velli sem virðist vera í frábæru ásigkomulagi.
Að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og þökkum í leiðinni fyrir stuðninginn í dag og þá sérstaklega stelpurnar í 4. flokk sem mættu með trommur og voru með dólgslæti ;)
mánudagur, maí 04, 2009
Meistarar meistaranna...meistaralega flott
Sigruðum KR 2-1 í hinum árlega leik um titilinn meistara meistaranna
Flottur endir á undirbúningstímabilinu og ágætt að Kata æfi sig í að lyfta titli
Það var einmitt Kata sjálf sem að jafnaði leikinn og Guðný kláraði svo dæmið einni mínútu fyrir leikslok.
Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu er svo á laugardaginn n.k úti í Frostaskjóli
(myndir fengnar á fotbolta.net)
fimmtudagur, apríl 30, 2009
Leikmaður mánaðarins
KJARTAN ORRI!!!
Orri eins og hann er oftast kallaður er nýjasti leikmaður meistaraflokks kvenna. Orri spilar stöðu markvarðar og er háll sem áll á því sviði en hann hyggst leysa þá stöðu þar til annar markvörður liðsins, Bryndís jafnar sig á handarbroti.
Við þökkum Orra fyrir frábæra takta á æfingum og fyrirgefum honum einnig fyrir sjaldséð mistök.