<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Liggur hundurinn grafinn? :) 

Sæl verði öll sem eitt... 
Ég fór að velta fyrir mér þessum dýrindis málshætti, Liggur kötturinn (eða hundurinn ef fólk vill frekar nota hann :) grafinn? Þessi síða okkar er búin að vera örlítið 6 feet under ef maður má sletta fram ensku mælandi málsætti. Ég og Guðný okkar Óðins vorum að velta því fyrir okkur hvað hafi orðið um okkar kæru síðu þegar við fengum þá flugu í hausinn að reisa hana upp frá dauðum. Ég er nú ekki alveg besti penninn í bænum þannig ég vona að fólk fari að setja eitthvað hérna inn þó það sé ekki nema svona 1 sinni í viku :) 

Annars sagði Kata mér góða sögu af 2 fjölskyldumeðlimum okkar. Þetta átti sér stað þann 16.júní síðastliðinn. Staðsetningin var Lollastúka á Hlíðarenda og umræddu meðlimir eru með nafnleynd... Köllum þær Gnoll og Tott.

Gnoll og Tott eru að ræða saman um daginn og veginn þegar Dr. Kata spyr Tott hvort hún sé ekki að hitta einhvern (þ.e.a.s. hvort hún sé að fara á eldheit stefnumót fyrir ykkur sem þurfa meiri útskýringar:) og þá grípur Gnoll inní og segir "Jú hún er að hitta frænda minn". Þannig opnast umræðan um þennan alræmda frænda Gnoll. 
Gnoll: Hann er ekkert smá ríkur..
Tott: Já eigum við að ræða það eitthvað.
Gnoll: Já, hann á ekkert smá flott FJÓS...
Á þessari stundu snýr Rakel sér við og gapir af hreinni undrun á vinkonurnar og áttar sig á hvað það er geinilegt hversu mikill munur er á borgarbörnunum og sveitabörnunum. Á meðan Rakel er að spá í þessu þá nær Dr. Kata varla andanum yfir þessum upplýsingum. 
Þetta kennir okkur það að á meðan borgarbörnin mæla út frá bílum eða seðlum ríka fólkið þá skipir það sveitafólkið lítið hvort þú átt flottan bíl eða mikið af seðlum heldur er það Fjósið og búfénaðurinn sem er þar fremst í flokki.

Með þessu Endar þessi pistill... 
Þanngað til næst
Köttur út í mýri
Setti upp á sig stýri
og úti er ævintýri.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow