laugardagur, júní 30, 2007
3-0 frábær sigur í kvöld!!!

Í kvöld mættum við gríðarlega baráttuglöðu liði Fjölnis á Valbjarnarvelli. Þær sýndu strax að þær voru mættar til að vinna leikinn rétt eins og við og einkenndust því upphafsmínúturnar af mikilli baráttu beggja liða. Fljótlega tókum við samt völdin á vellinum og náðum að skapa okkur nóg af fínum færum á meðan Fjölnir beitti skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Dóra María og var það á 42.mínútu þegar hún smellti boltanum niðri í vinstra hornið eftir klafs í teig Fjölnis.Staðan var 1-0 í hálfleik en vi
ð hefðum reyndar alveg getað verið komnar með meira forskot en náðum illa að koma skotum á markið þar sem Fjölnisstúlkur voru mjög þéttar fyrir.
Í seinni hálfleik var svipað uppá teningnum og strax á 49. mínútu skoraði Dóra
María án efa eitt fallegasta mark sumarsins eftir frábært samspil á milli hennar og Margrétar Láru sem endaði með glæsilegu skoti uppí samskeytin fjær. Fjölnisstúlkur héldu áfram að berjast og gáfu ekkert eftir og tækluðu allt og alla útum allan völl. Við fengum síðan aukaspyrnu á 72.mínútu sem Margrét Lára tók, Sonný markvörður Fjölnis varði boltann en missti hann beint í fæturnar á Nínu sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í netið og staðan orðin 3-0. Leikurinn átti eftir að verða heldur harðari eftir þetta og voru Fjölnisstúlkur stundum heldur til of ákafar, allavega missti dómarinn hálfpartinn tökin á leiknum. Vi
ð létum þetta að sjálfsögðu ekki á okkur fá og börðumst vel á móti og létum aðgerðarleysi dómarans ekki hafa áhrif á okkur. Við héldum áfram að sækja og Fjölnir náði aldrei að skapa sér neitt opið marktækifæri. Það var síðan á 81.mínútu þegar einn leikmaður Fjölnis fór heldur betur hart í markvörð okkar sem endaði með því að hún lá óvíg og alblóðug eftir á vellinum, dómarinn
dæmdi ekki einu sinni fríspark. (Fréttirnar af nefinu eru þær að það er allavega hætt að blæða og mar virðist vera að myndast, feitt og ljótt nef sem þið fáið að sjá á sunnudag auk glóðurauga væntanlega!) Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði því 3-0 en við vorum alltaf miklu líklegri til að bæta við mörkum en þær að minnka muninn. Í kvöld átti Dóra María hreint frábæran leik og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og var síðan tekin útaf (geri ráð fyrir að það hafi verið að hvíla hana) og stuttu síðar var hún útnefnd maður leiksins. Margrét átti einnig fínan leik, var síógnandi, sérstaklega í fyrri hálfleik og skapaði mörg marktækifæri auk þess að leggja upp tvö mörk. Kata er að spila vel í stöðu miðvarðar og skapar mikið öryggi á vörninni sem
hefur svolítið vantað uppá síðkastið. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og lýsir það styrk hópsins að innbyrða sigur sem þennan þrátt fyrir að Rakel, Sif, Anna G.og Fríða væru ekki með vegna meiðsla.

Í seinni hálfleik var svipað uppá teningnum og strax á 49. mínútu skoraði Dóra




Liðið: Gugga, Hallbera (Andrea 70.), Ásta, Kata (f), Linda (Thelma 62.), Pála, Nína, Dóra María (Thelma Ýr 73.) Vanja, Guðný og Margrét
Frábæru kvöldi lokið sem byrjaði á rútuferð fyrir leikinn uppá Valbjarnarvöll frá Hlíðarenda þar sem leikmönnum var boðið uppá ávexti og Gatorade. Eftir leik og pizzur í boði kvennaráðs var síðan aftur farið uppí Rútu og Kók og Prins gefið á línuna og vil ég fyrir hönd liðsins bæði þakka þjálfaranum og Gunnari nokkrum fyrir að gera gott kvöld ennþá betra!
miðvikudagur, júní 27, 2007
Valur - Fjölnir næst á dagskrá!!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: Stjarnan - KR, ÍR - Fylkir og Keflavík - Breiðablik.
Hér er mótið í heild: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
Hér er mótið í heild: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
Eftir æfingu á morgun er skylda að taka með sér sturtudót því við ætlum að fara saman á FRIDAYS að borða!!
þriðjudagur, júní 26, 2007
4-0 sigur í Kópavogi í nokkuð furðulegum leik.






Það verður samt ekki af okkur tekið að það er alltaf FRÁBÆRT að fara í Kópavog, taka stigin þrjú, skora fjögur mörk og halda hreinu og svona fyrirfram hefði talist frábært að sigra þennan leik 4-0 en miðað við hvernig hann þróaðist hefðum við getað gert betur. En þrjú stigur í hús og markmiðinu náð:)
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða (Rakel / Dagný) Pála, Sif (Hallbera), Guðný, Vanja, Kata, Dóra María, Nína og Margrét.
föstudagur, júní 22, 2007
Pásan er á enda, Breiðablik - Valur næst á dagskrá!

ÁFRAM VALUR!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: Fjölnir-ÍR, Fylkir - Stjarnan og KR-Þór/KA. Hér er mótið í heild:http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
föstudagur, júní 15, 2007
Breiðablik - Valur í 8 liða úrslitum Visa-bikarsins!!

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit í bikarnum og fengum við mjög verðuga andstæðinga, Breiðablik á útivelli. Fyrir utan breiðablik - Valur var drátturinn svohljóðandi: Stjarnan - Fjölnir, Afturelding - Keflavík og Þór/Ka - KR. Allir leikirnir fara fram fimmtudaginn 12.júlí.

Eins og flestir eflaust vita erum við núverandi handhafar bikarsins eftir að hafa unnið einmitt Breiðablik í úrslitaleiknum í fyrra. Það má því búast við því að þetta verði hörkuviðureign eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast!!
ÁFRAM VALUR!!
fimmtudagur, júní 14, 2007
ÚTSKRIFT!
SÆLAR..þar sem við erum allar út og suður, þá ákveð ég bara að setja inn færslu hérna og bjóða ykkur formlega í útskriftina mína á laugardaginn 16 júní nk. húsið opnar sem sagt kl 1800 og verður puttamatur, og ýmsir vökvar á b0ðstólnum.
vonandi sé ég sem flestar...(þetta á líka við um þig Teddi):)
kv pearlý
vonandi sé ég sem flestar...(þetta á líka við um þig Teddi):)
kv pearlý
þriðjudagur, júní 12, 2007
U19 kvenna leikur gegn Svíþjóð 18. júní, þrjár úr Val í liðinu!

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð 18. júní. Leikurinn er síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppni EM sem hefst hér á landi í 18. júlí.
Íslensku stelpurnar eru í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands í úrslitakeppninni og er þessi leikur við Svía lokahnykkurinn í undirbúningnum.
Óli valdi Ásu, Önnu og Lindu í leikinn! Til hamingju allar, hér er hópurinn í heild: http://www.ksi.is/media/landslid/u19kvenna/U19_kvenna_Svithjod_18juni_2007_hopur.pdf
ÁFRAM ÍSLAND!!!
mánudagur, júní 11, 2007
Blue Team valið..

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinga tvo gegn Frakklandi og Serbíu. Leikurinn gegn Frakklandi fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en Serbíuleikurinn fimmtudaginn 21. júní. 22 leikmenn voru valdir fyrir leikina tvo og eigum við hvorki meira né minna en 9 leikmenn! Kata, Margrét, Dóra María, Fríða, Ásta, Rakel, Guðný, Gugga og Sif, til hamingju allar!
Hér er hópurinn í heild: http://www.ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_Frakkland_Serbia_juni_2007_hopur.pdf
ÁFRAM ÍSLAND!!!
laugardagur, júní 09, 2007
4-1 karaktersigur í höfn!
(Eins og sjá má á mynd þótti Kötu mun meira stressandi að vera utan vallar en innan vallar og átti mjög erfitt með að sitja kjur..)
Í hennar stað kom Hallbera í skyndi inná völlinn. Strax á fimmtu mínútu náði Keflavík að skora hjá okkur einkar klaufalegt mark, Guðný Keflvíkingur náði að komast framhjá Ástu, pota boltanum undir Guggu og inn rúllaði boltinn löturhægt án þess að við náðum að hreinsa hann í burtu. Við hresstumst reyndar mikið við markið og náðum loksins að komast uppá tærnar og byggja upp almennilegar sóknir. Jöfnunar
mark okkar kom á 11.mín þegar Margrét komst í gegn vinstra megin í teignum, renndi boltanum á Guðný sem setti boltann í netið og staðan orðin 1-1. Vanja kom okkur síðan í 2-1 á 25.mín þegar Hallbera vann boltann og átti frábæra sendingu inn fyrir á Vönju sem keyrði upp völlinn og kláraði færið laglega. Staðan var 2-1 í hálfleik en hún hefði þó getað verið mikið betri en góður markvörður Keflavíkur varði oft frábærlega frá okkar stúlkum. Beta gerði nokkuð róttækar mannafærslur inna
n liðsins í hálfleik og mun einbeittara lið fór út í seinni hálfleikinn. Við byrjuðum seinni hálfleikinn á svipuðum nótum og við enduðum þann fyrri og sóttum stíft á meðan keflavíkurstúlkur beittu skyndisóknum og sköpuðu oft mikinn usla fyrir framan okkar mark. Þriðja mark okkar kom eftir hraða sókn á 59.mínútu en Keflavík hafði átt hornspyrnu sem við náðum að verjast geystumst upp völlin
n sem endaði með því að Nína komst í gegn, sólaði markvörð Keflvíkinga og lagði boltann í markið og staðan orðin 3-1. Fjórða og síðasta mark leiksins var stórglæsilegt, á 64.mín átti Dóra María stórkostlega sendingu yfir vörn Keflavíkur og Margrét Lára lyfti boltanum viðstöðulaust yfir markvörðinn. Beta gerði síðan tvöfalda skiptingu þegar hún tók Nínu og Sif útaf fyrir Önnu Garðars og Thelmu.
Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og lokatölur því 4-1. Í heild má segja að mikill karakter-sigur hafi unnist þar sem Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn betur og komust yfir en við náðum að rífa okkur upp og klára leikinn nokkuð sannfærandi. Vanja átti virkilega góðan leik í dag og hún náði hvað eftir annað að komast framhjá bakverði Keflavíkur og skoraði auk þess eitt mark í kvöld. Við vorum svolítið að tapa miðjunni í fyrri hálfleik, þó aðallega s
kallaboltunum en það stórbatnaði í seinni hálfleik. Dóra María átti fullt af mjög góðum rispum og átti hvað eftir annað frábærar sendingar á samherja sína meðal annars þegar Margrét skoraði fjórða markið. Margrét átti einnig góðan leik en hún var dugleg í að byggja upp spil og skoraði auk þess eitt gott mark. Nína er svo sannarlega aftur að komast í markagírinn og hefur hún núna skorað í öllum leikjum sem af er. Virkilega mikilvægur sigur í höfn og þrjú ný stig komin í hús!
Í hennar stað kom Hallbera í skyndi inná völlinn. Strax á fimmtu mínútu náði Keflavík að skora hjá okkur einkar klaufalegt mark, Guðný Keflvíkingur náði að komast framhjá Ástu, pota boltanum undir Guggu og inn rúllaði boltinn löturhægt án þess að við náðum að hreinsa hann í burtu. Við hresstumst reyndar mikið við markið og náðum loksins að komast uppá tærnar og byggja upp almennilegar sóknir. Jöfnunar
Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og lokatölur því 4-1. Í heild má segja að mikill karakter-sigur hafi unnist þar sem Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn betur og komust yfir en við náðum að rífa okkur upp og klára leikinn nokkuð sannfærandi. Vanja átti virkilega góðan leik í dag og hún náði hvað eftir annað að komast framhjá bakverði Keflavíkur og skoraði auk þess eitt mark í kvöld. Við vorum svolítið að tapa miðjunni í fyrri hálfleik, þó aðallega s
Staðan í mótinu: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14844
Liðið: Gugga, Ásta,Pála, Sif(Anna), Guðný, Fríða, Nína (Thelma) Rakel (Hallbera), Dóra María, Vanja og Margrét
Nú kemur aftur smá pása vegna landsleikja og er töluvert langt í næsta leik en meira um það síðar!
miðvikudagur, júní 06, 2007
Valur - Keflavík á föstudag!
Ég vil hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru: ÍR-Breiðablik, Stjarnan-Fjölnir og Þór/KA-Fylkir.
Ég vil síðan minna ALLA á að koma með sturtudót á æfingu á morgun þar sem það er nú hefð að borða saman kvöldið fyrir leik!!!
þriðjudagur, júní 05, 2007
Ragnheiður Jónsdóttir!
Já nú er Júní gengin í garð og hvað þýðir það??
JÚ MIKIÐ RÉTT, NÝ AFMÆLISBÖRN! Fyrst í röðinni er Ragga a.k.a Ragga MARK!
stelpan er fædd á herrans árinu 1980 og það gerir hana 27 ára í DAG!
Ragga er ómissandi liðstjóri mfl kvk í VAL og 2.flokks, hún er þekkt fyrir einstaklega gott dvd safn, köngulóatakta í markinu,PUMA fan og að sjálfsögðu fyrir að vera mikill VALSARI!!
VIÐ ÓSKUM RÖGGU TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG VONUM AÐ ÞÚ HAFIR HAFT ÞAÐ ROOOOOOOOOOOOOOOSA GOTT Í DAG ;)
GO RAGGIE!
mánudagur, júní 04, 2007
Æfingafatnaður!!
Jæja nú hef ég sett upp bráðabirgða plan á æfingafatnaði sem YKKUR ER SKYLT AÐ MÆTA Í!
Þetta breytist þegar svarta settið kemur:)
Mánudagar: Rauða/gull treyjan, hvítar/gull stuttbuxurnar og hvítir sokkar - semsagt nýja settið
Ef það er kalt: Hálfrennda bómullarpeysan og svartar kvartbuxur.
Þriðjudagar: Bláar stuttbuxur, Blár bolur, má vera bláa keppnistreyjan og bláir eða hvítir sokkar. Ef það er kalt: Dökkbláa peysan með númeri og dökkbláar buxur
Miðvikudagar: Rauða/gull treyjan, hvítar/gull stuttbuxurnar og hvítir sokkar - semsagt nýja settið - Ef það er kalt: Hálfrennda bómullarpeysan og svartar kvartbuxur
Fimmtudagar: Hvítar stuttbuxur, Rauður bolur, má vera má vera rauða keppnistreyjan og hvítir eða rauðir sokkar. Ef það er kalt: Dökkbláa peysan með númeri og dökkbláar buxur
Föstudagar: Rauða/gull treyjan, hvítar/gull stuttbuxurnar og hvítir sokkar - semsagt nýja settið - Ef það er kalt: Hálfrennda bómullarpeysan og svartar kvartbuxur
Laugardagar: Bláar stuttbuxur, Blár bolur, má vera bláa keppnistreyjan og bláir eða hvítir sokkar. Ef það er kalt: Dökkbláa peysan með númeri og dökkbláar buxur
Sunnudagar: FRÍ, ef það er frí á laugardegi þá notiði þau föt á sunnudegi.
Muniði að þið getið ALLTAF farið í rauða æfingajakkanum utan yfir - það má:)
Þetta breytist þegar við fáum fleiri föt
Sjáumst á æfingu!!
Sjáumst á æfingu!!
laugardagur, júní 02, 2007
Júní komin og veikindi í hópnum

bara einhver texti til að hafa afsökun til að setja þessa stórskemmtilegu mynd inn ..
Vanja búin að vera veik undanfarið og hallbera liggur núna heima með flensu, kannski ekki skrýtið að fólk smitist ef þetta eru samskiptin á æfingum ;) hmmmmmmmmmmm