laugardagur, júní 30, 2007
3-0 frábær sigur í kvöld!!!
Í kvöld mættum við gríðarlega baráttuglöðu liði Fjölnis á Valbjarnarvelli. Þær sýndu strax að þær voru mættar til að vinna leikinn rétt eins og við og einkenndust því upphafsmínúturnar af mikilli baráttu beggja liða. Fljótlega tókum við samt völdin á vellinum og náðum að skapa okkur nóg af fínum færum á meðan Fjölnir beitti skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Dóra María og var það á 42.mínútu þegar hún smellti boltanum niðri í vinstra hornið eftir klafs í teig Fjölnis.Staðan var 1-0 í hálfleik en við hefðum reyndar alveg getað verið komnar með meira forskot en náðum illa að koma skotum á markið þar sem Fjölnisstúlkur voru mjög þéttar fyrir.
Í seinni hálfleik var svipað uppá teningnum og strax á 49. mínútu skoraði Dóra María án efa eitt fallegasta mark sumarsins eftir frábært samspil á milli hennar og Margrétar Láru sem endaði með glæsilegu skoti uppí samskeytin fjær. Fjölnisstúlkur héldu áfram að berjast og gáfu ekkert eftir og tækluðu allt og alla útum allan völl. Við fengum síðan aukaspyrnu á 72.mínútu sem Margrét Lára tók, Sonný markvörður Fjölnis varði boltann en missti hann beint í fæturnar á Nínu sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í netið og staðan orðin 3-0. Leikurinn átti eftir að verða heldur harðari eftir þetta og voru Fjölnisstúlkur stundum heldur til of ákafar, allavega missti dómarinn hálfpartinn tökin á leiknum. Við létum þetta að sjálfsögðu ekki á okkur fá og börðumst vel á móti og létum aðgerðarleysi dómarans ekki hafa áhrif á okkur. Við héldum áfram að sækja og Fjölnir náði aldrei að skapa sér neitt opið marktækifæri. Það var síðan á 81.mínútu þegar einn leikmaður Fjölnis fór heldur betur hart í markvörð okkar sem endaði með því að hún lá óvíg og alblóðug eftir á vellinum, dómarinn dæmdi ekki einu sinni fríspark. (Fréttirnar af nefinu eru þær að það er allavega hætt að blæða og mar virðist vera að myndast, feitt og ljótt nef sem þið fáið að sjá á sunnudag auk glóðurauga væntanlega!) Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði því 3-0 en við vorum alltaf miklu líklegri til að bæta við mörkum en þær að minnka muninn. Í kvöld átti Dóra María hreint frábæran leik og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og var síðan tekin útaf (geri ráð fyrir að það hafi verið að hvíla hana) og stuttu síðar var hún útnefnd maður leiksins. Margrét átti einnig fínan leik, var síógnandi, sérstaklega í fyrri hálfleik og skapaði mörg marktækifæri auk þess að leggja upp tvö mörk. Kata er að spila vel í stöðu miðvarðar og skapar mikið öryggi á vörninni sem hefur svolítið vantað uppá síðkastið. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og lýsir það styrk hópsins að innbyrða sigur sem þennan þrátt fyrir að Rakel, Sif, Anna G.og Fríða væru ekki með vegna meiðsla.
Í seinni hálfleik var svipað uppá teningnum og strax á 49. mínútu skoraði Dóra María án efa eitt fallegasta mark sumarsins eftir frábært samspil á milli hennar og Margrétar Láru sem endaði með glæsilegu skoti uppí samskeytin fjær. Fjölnisstúlkur héldu áfram að berjast og gáfu ekkert eftir og tækluðu allt og alla útum allan völl. Við fengum síðan aukaspyrnu á 72.mínútu sem Margrét Lára tók, Sonný markvörður Fjölnis varði boltann en missti hann beint í fæturnar á Nínu sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í netið og staðan orðin 3-0. Leikurinn átti eftir að verða heldur harðari eftir þetta og voru Fjölnisstúlkur stundum heldur til of ákafar, allavega missti dómarinn hálfpartinn tökin á leiknum. Við létum þetta að sjálfsögðu ekki á okkur fá og börðumst vel á móti og létum aðgerðarleysi dómarans ekki hafa áhrif á okkur. Við héldum áfram að sækja og Fjölnir náði aldrei að skapa sér neitt opið marktækifæri. Það var síðan á 81.mínútu þegar einn leikmaður Fjölnis fór heldur betur hart í markvörð okkar sem endaði með því að hún lá óvíg og alblóðug eftir á vellinum, dómarinn dæmdi ekki einu sinni fríspark. (Fréttirnar af nefinu eru þær að það er allavega hætt að blæða og mar virðist vera að myndast, feitt og ljótt nef sem þið fáið að sjá á sunnudag auk glóðurauga væntanlega!) Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði því 3-0 en við vorum alltaf miklu líklegri til að bæta við mörkum en þær að minnka muninn. Í kvöld átti Dóra María hreint frábæran leik og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og var síðan tekin útaf (geri ráð fyrir að það hafi verið að hvíla hana) og stuttu síðar var hún útnefnd maður leiksins. Margrét átti einnig fínan leik, var síógnandi, sérstaklega í fyrri hálfleik og skapaði mörg marktækifæri auk þess að leggja upp tvö mörk. Kata er að spila vel í stöðu miðvarðar og skapar mikið öryggi á vörninni sem hefur svolítið vantað uppá síðkastið. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og lýsir það styrk hópsins að innbyrða sigur sem þennan þrátt fyrir að Rakel, Sif, Anna G.og Fríða væru ekki með vegna meiðsla.
Liðið: Gugga, Hallbera (Andrea 70.), Ásta, Kata (f), Linda (Thelma 62.), Pála, Nína, Dóra María (Thelma Ýr 73.) Vanja, Guðný og Margrét
Frábæru kvöldi lokið sem byrjaði á rútuferð fyrir leikinn uppá Valbjarnarvöll frá Hlíðarenda þar sem leikmönnum var boðið uppá ávexti og Gatorade. Eftir leik og pizzur í boði kvennaráðs var síðan aftur farið uppí Rútu og Kók og Prins gefið á línuna og vil ég fyrir hönd liðsins bæði þakka þjálfaranum og Gunnari nokkrum fyrir að gera gott kvöld ennþá betra!
Comments:
Skrifa ummæli