þriðjudagur, júní 26, 2007
4-0 sigur í Kópavogi í nokkuð furðulegum leik.
Við mættum mjög einbeittar til leiks í Kópavoginn og tókum strax öll völd á vellinum. Við náðum að skapa okkur fjölmörg færi en fórum mjög illa að ráði okkar fyrir framan markið og Breiðablik var því allan tíman inní leiknum. Þeirra helstu færi voru föst leikatriði en fyrir utan það áttu þær engin teljandi marktækifæri. Á 34.mín fór Fríða meidd af velli og Rakel Loga kom í hennar stað og átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Strax mínútu síðar lagði hún upp mark þegar hún átti frábæran sprett og góða fyrirgjöf frá vinstri á Margréti sem setti hann glæsilega í einni snertingu í netið. Nokkrum mínútum síðar vildu blikar fá vítaspyrnu þegar Greta bliki var að reyna að fiska vítaspyrnu en dómarinn veifaði gulu spjaldi fyrir leikaraskap en hann var mjög vel staðsettur til að sjá þetta. Staðan var því 1-0 í hálfleik en við hefðum klárlega átt að geta nýtt betur færin okkar og verið komnar í betri stöðu. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og pressuðum mjög stíft framarlega á vellinum og sköpuðm okkur fjölmörg færi. Á 54.mínútu fengum við aukaspyrnu sem Margrét Lára skoraði úr með góðu skoti, Guðný gerði líka mjög vel í því að standa akkurat í sjónlínu blikamarkmannsins sem truflaði hana vafalaust. Stuttu síðar fengu blikar sitt eina færi í seinni hálfleiknum en það kom eftir mikil mistök hjá okkur þegar Sif átti hræðilega sendingu tilbaka en Kata náði að bjarga á síðustu stundu. Í stöðunni 2-0 dró heldur betur til tíðinda í leiknum en tveir leikmenn breiðabliks fengu að lýta rauða spjaldið, hvor annarri með kjánalegri brotum. Það fyrra var þegar nýr erlendur leikmaður breiðabliks (höfum því miður ekki nafnið) fékk gult fyrir að henda boltanum í burtu og síðan rautt fyrir að sparka honum í burtu þegar við ætluðum að taka spyrnunna. Seinna rauða spjaldið var þegar Greta sem var á gulu spjaldi tæklaði Ástu aftan frá og dómarinn gat ekkert annað gert nema veifa öðru spjaldi og senda hana í sturtu. Allt í einu vorum við orðnar 2 fleiri inná vellinum og einhvern vegin duttum niður á allt annað plan. Við spiluðum hreinlega illa tveimur fleiri og reyndum alltaf stungur sem blikarnir áttu auðvelt með enda spiluðu þær nánast á vítateig allan seinni hálfleikinn. Vanja braut eiginlega ísinn með þriðja marki leiksins með góðu skoti rétt utan teigs í stöng og inn á 81.mínútu. Nína batt síðan endahnútinn á 4-0 sigur á Kópavogsvelli þegar hún fylgdi á eftir þegar markvörður blika hafði varið flugskalla frá Guðný á 90.mínútu. Lokatölur leiksins því 4-0 og er mikil gleðitíðindi að liðið hafi loksins náð að halda hreinu á Kópavogsvelli en það hefur ekki gerst í mjöööög langan tíma. Rakel Logadóttir átti hreint frábæra innkomu en hún er enn meidd og var því tekin útaf á 67.mínútu fyrir Dagný sem kom inná í sínum fyrsta leik og má nú eiginlega hrósa þjálfaranum fyrir snarlega og mjög afdrifaríka skiptingu þarna. Hallbera kom síðan inná fyrir Sif sem er enn tæp í nára eftir landsleikina tvo og stóð sig með prýði. Svona í heildina áttum við góðan leik fram að því að verða tveimur fleiri þá varð eitthvert andleysi inná vellinum þótt að sigurinn hafi aldrei verið í neinni hættu. Við áttum klárlega að gera betur 11 á móti 9 og þurfum við aðeins að hugsa okkar gang hvað varðar að nýta færin sín. Allavega gældi við miklu einbeitingaleysi inná vellinum og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í fyrir næsta leik.
Það verður samt ekki af okkur tekið að það er alltaf FRÁBÆRT að fara í Kópavog, taka stigin þrjú, skora fjögur mörk og halda hreinu og svona fyrirfram hefði talist frábært að sigra þennan leik 4-0 en miðað við hvernig hann þróaðist hefðum við getað gert betur. En þrjú stigur í hús og markmiðinu náð:)
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða (Rakel / Dagný) Pála, Sif (Hallbera), Guðný, Vanja, Kata, Dóra María, Nína og Margrét.
Það verður samt ekki af okkur tekið að það er alltaf FRÁBÆRT að fara í Kópavog, taka stigin þrjú, skora fjögur mörk og halda hreinu og svona fyrirfram hefði talist frábært að sigra þennan leik 4-0 en miðað við hvernig hann þróaðist hefðum við getað gert betur. En þrjú stigur í hús og markmiðinu náð:)
Liðið: Gugga, Ásta, Fríða (Rakel / Dagný) Pála, Sif (Hallbera), Guðný, Vanja, Kata, Dóra María, Nína og Margrét.
Comments:
Skrifa ummæli