

Já nú er landsleikjapásan á enda og unnu Íslendingar þrjá glæsta sigra, A-landsliðið sigraði Frakka og Serba í mjög eftirminnilegum leikjum og U19 gerði sér lítið fyrir og sigraði lið Svía 1-0 á útivelli. Nú geta leikmenn aftur farið að
einbeita sér að Val því næsta verkefni okkar er
Breiðablik í Kópavogi og má búast við gríðarlega erfiðum leik. Leikurinn verður
mánudaginn 25.júní í Kópavogi og hefst stundvíslega kl.
19.15. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og hvetja okkur til sigurs en leikir Vals og Breiðabliks hafa ávallt verið mikil skemmtun!
ÁFRAM VALUR!
# posted by valsarar : 9:08 e.h.